Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 15:01 Fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst tók gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að veikjast. Þannig kostaði hver evra mest 165 í október þegar krónan var veikust. Undanfarnar vikur hefur krónan hins vegar verið að styrkjast og nú kostar hver evra 153 krónur. Vísir/Vilhelm Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. Allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum veikst sem þýðir að fólk og fyrirtæki hafa þurft að greiða fleiri krónur fyrir evrurnar, dollarana og pundin. Seðlabankastjóri hefur undanfarna mánuði sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessar aðstæður en frá lokum nóvember hefur hún hins vegar tekið að hressast. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðsnúninginn hafa verið hraðan. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukna bjartsýni vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar undanfarnar nokkrar vikur. „Við erum komin með evruna niður úr 165 krónum í 153 krónur og bandaríkjadal niður úr 139 krónum í 126 krónur. Þannig að við erum að sjá hreyfingu upp á sjö til átta prósent. Það fer svolítið eftir gjaldmiðlum,“ segir Jón Bjarki. Þetta sé ekki vegna aukinna inngripa Seðlabankans. Bankinn hafi haldið sig við sín reglulegu inngrip með sölu á þremur milljónum evra á morgnana. „Í síðustu viku brá svo hins vegar við þegar styrkingin var hvað hröðust að þá kom Seðlabankinn inn og keypti evrur. Sem þeir hafa ekki gert frá því í júní,“ segir Jón Bjarki.Bankinn hafi greinilega talið þörf á að draga úr sveiflunni á gengi krónunnar. Allt frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur verð á erlendum gjaldmiðlum farið hækkandi þar til það tók að lækka á ný fyrir nokkrum vikum. Það sé erfitt að festa fingur á ástæðum styrkingar krónunnar nú. Það hafi t.a.m. komið jákvæðar fréttir af fjárfestingum inn í landið að undanförnu. „En ekki minna máli skiptir að það eru jákvæð tíðindi af bóluefni og hugsanlegum niðurlögum kórónufaraldursins,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá gæti verið að margir þeirra sem setið hafi á gjaldeyri hafi ákveðið að skipta honum í krónur áður en krónan styrktist enn meira. Þá ætti þessi þróun að leiða til lækkunar á innfluttri vöru. „Gangi þessi styrking ekki til baka að verulegu leyti mun verðþrýstingur minnka umtalsvert núna þegar líður á veturinn. Þannig að þetta eru jákvæðar fréttir fyrir verðbólguna svo langt sem þær ná,“ segir Jón Bjarki Bentson. Íslenska krónan Neytendur Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum veikst sem þýðir að fólk og fyrirtæki hafa þurft að greiða fleiri krónur fyrir evrurnar, dollarana og pundin. Seðlabankastjóri hefur undanfarna mánuði sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessar aðstæður en frá lokum nóvember hefur hún hins vegar tekið að hressast. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðsnúninginn hafa verið hraðan. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukna bjartsýni vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar undanfarnar nokkrar vikur. „Við erum komin með evruna niður úr 165 krónum í 153 krónur og bandaríkjadal niður úr 139 krónum í 126 krónur. Þannig að við erum að sjá hreyfingu upp á sjö til átta prósent. Það fer svolítið eftir gjaldmiðlum,“ segir Jón Bjarki. Þetta sé ekki vegna aukinna inngripa Seðlabankans. Bankinn hafi haldið sig við sín reglulegu inngrip með sölu á þremur milljónum evra á morgnana. „Í síðustu viku brá svo hins vegar við þegar styrkingin var hvað hröðust að þá kom Seðlabankinn inn og keypti evrur. Sem þeir hafa ekki gert frá því í júní,“ segir Jón Bjarki.Bankinn hafi greinilega talið þörf á að draga úr sveiflunni á gengi krónunnar. Allt frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur verð á erlendum gjaldmiðlum farið hækkandi þar til það tók að lækka á ný fyrir nokkrum vikum. Það sé erfitt að festa fingur á ástæðum styrkingar krónunnar nú. Það hafi t.a.m. komið jákvæðar fréttir af fjárfestingum inn í landið að undanförnu. „En ekki minna máli skiptir að það eru jákvæð tíðindi af bóluefni og hugsanlegum niðurlögum kórónufaraldursins,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá gæti verið að margir þeirra sem setið hafi á gjaldeyri hafi ákveðið að skipta honum í krónur áður en krónan styrktist enn meira. Þá ætti þessi þróun að leiða til lækkunar á innfluttri vöru. „Gangi þessi styrking ekki til baka að verulegu leyti mun verðþrýstingur minnka umtalsvert núna þegar líður á veturinn. Þannig að þetta eru jákvæðar fréttir fyrir verðbólguna svo langt sem þær ná,“ segir Jón Bjarki Bentson.
Íslenska krónan Neytendur Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent