KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 07:01 KR er að skoða sín mál eftir ákvörðun áfrýjunardómstóls KSÍ. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. Í gær kom niðurstaða í mál KR og Fram gegn stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Áfrýjunardómstóll sambandsins vísaði málunum frá eftir að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hafði gert slíkt hið sama upphaflega. KR kærði ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu þann 30. október og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að liðið hefði verið jafnt Leikni Reykjavík að stigum og ákvörðun þess efnis að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð yrði gerð ógild. „Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að aðstæður hafi verið með öðrum hætti en lýst hefur verið hér að framan og að mat stjórnar KSÍ hafi byggt á öðru en málaefnalegum sjónarmiðum þar sem mat á heildarhagsmunum aðildarfélaga KSÍ hafi verið hafðir í huga. Áfrýjunardómstóll KSÍ fellst því ekki á þá málsástæðu áfrýjanda að lokaákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október 2020 hafi ekki verið byggð á réttum lagalegum grundvelli og nauðsyn vegna meiriháttar utanaðkomandi atburðar,“ segir í niðurstöðukafla dóms áfrýjunardómstólsins í máli KR. „Í máli þessu hefur áfrýjandi uppi kröfur sem ætlað er að vera bindandi fyrir knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis. Áfrýjandi hefur þrátt fyrir þetta ekki beint málssókn sinni að knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis og hefur hann því ekki kost á að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins. Með vísan til ofangreinds er máli þessu vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ,“ segir í niðurstöðukafla dóms Fram. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir félagið vera skoða stöðu sína í málinu og ekki hefur verið tekin ákvörðun með hvað verði gert í framhaldinu. Heimildir Vísis herma að Fram sé eðlilega svekkt með niðurstöðu málsins en félagið sé orðið þreytt á málinu og telji sig í raun ekki hafa sterkt mál í höndunum. Því hafi Fram ákveðið að fara ekki lengra með málið að svo stöddu. Dómur í máli KR í heild sinni Dómar í máli Fram í heild sinni Fótbolti KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Íslenski boltinn KR Fram Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Í gær kom niðurstaða í mál KR og Fram gegn stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Áfrýjunardómstóll sambandsins vísaði málunum frá eftir að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hafði gert slíkt hið sama upphaflega. KR kærði ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu þann 30. október og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að liðið hefði verið jafnt Leikni Reykjavík að stigum og ákvörðun þess efnis að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð yrði gerð ógild. „Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að aðstæður hafi verið með öðrum hætti en lýst hefur verið hér að framan og að mat stjórnar KSÍ hafi byggt á öðru en málaefnalegum sjónarmiðum þar sem mat á heildarhagsmunum aðildarfélaga KSÍ hafi verið hafðir í huga. Áfrýjunardómstóll KSÍ fellst því ekki á þá málsástæðu áfrýjanda að lokaákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október 2020 hafi ekki verið byggð á réttum lagalegum grundvelli og nauðsyn vegna meiriháttar utanaðkomandi atburðar,“ segir í niðurstöðukafla dóms áfrýjunardómstólsins í máli KR. „Í máli þessu hefur áfrýjandi uppi kröfur sem ætlað er að vera bindandi fyrir knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis. Áfrýjandi hefur þrátt fyrir þetta ekki beint málssókn sinni að knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis og hefur hann því ekki kost á að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins. Með vísan til ofangreinds er máli þessu vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ,“ segir í niðurstöðukafla dóms Fram. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir félagið vera skoða stöðu sína í málinu og ekki hefur verið tekin ákvörðun með hvað verði gert í framhaldinu. Heimildir Vísis herma að Fram sé eðlilega svekkt með niðurstöðu málsins en félagið sé orðið þreytt á málinu og telji sig í raun ekki hafa sterkt mál í höndunum. Því hafi Fram ákveðið að fara ekki lengra með málið að svo stöddu. Dómur í máli KR í heild sinni Dómar í máli Fram í heild sinni
Fótbolti KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Íslenski boltinn KR Fram Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira