Vinnan gerir vistina þægilegri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 14. desember 2020 18:01 „Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga. Afstaða hefur fengið að fylgjast með verkefninu og hér eru nokkur ummæli frá starfsmönnum Fangaverks: „Þetta gerir svo mikið fyrir mig og er töluvert betra en að sitja inni á gangi að spila Olsen-Olsen.“ Fangarnir hafa undanfarið unnið að verkefninu Fangaverk.Aðsend „Helgarnar sem við erum ekki að vinna eru lengi að líða því þegar maður mætir í vinnuna þá líða dagarnir svo hratt.“ „Vinnan gerir vistina þægilegri. Andrúmsloftið er skemmtilegt og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ „Það er svo róandi að koma hingað og mála, er bæði gefandi og kyrrar hugann.“ Meðal þess sem framleitt hefur verið í fangelsinu fyrir jól eru jólasokkar, jólapúðaver, svuntur, töskur og fjölnota dósapoka. Vinsælustu vörurnar á árinu eru skálar og pottar auk þess sem mikið hefur verið um sérpantanir sem geta verið æði undarlegar. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Fangaverks verið að setja saman Útvegsspilið og fólst í því meðal annars að mála öll hús og skip. Þá fékk Fangaverk að vera með í spilinu því þar er atviksspil þar sem spilari fær Fangaverk til þess að vinna fyrir sig og vinnuhraðinn tvöfaldast. Óhætt er að segja starfsmenn hafi verið montnir með það. Einhverjir hafa til dæmis saumað sokka, sem tíðkast að hengja upp fyrir jólin svo jólasveinninn hafi einhvern stað til að setja gjafirnar.Aðsend Fangaverk hefur einnig verið sérstaklega mikilvægt á þessu ári sem er að ljúka sökum þeirra hörðu aðgerða sem gripið var til innan fangelsanna vegna COVID-19 en hægt var að halda vinnustofunni opinni allt árið. Afstaða þakkar hugmyndasmiðnum Auði Margréti Guðmundsdóttur verkefnastjóra og vonast Fangelsismálastofnunar auki möguleika á hennar viðhorfum til starfsins og auki störf í fangelsum landsins. Þá hvetur Afstaða alla til að skoða vöruúrvalið á síðum Fangaverks bæði á Facebook og Instagram. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga. Afstaða hefur fengið að fylgjast með verkefninu og hér eru nokkur ummæli frá starfsmönnum Fangaverks: „Þetta gerir svo mikið fyrir mig og er töluvert betra en að sitja inni á gangi að spila Olsen-Olsen.“ Fangarnir hafa undanfarið unnið að verkefninu Fangaverk.Aðsend „Helgarnar sem við erum ekki að vinna eru lengi að líða því þegar maður mætir í vinnuna þá líða dagarnir svo hratt.“ „Vinnan gerir vistina þægilegri. Andrúmsloftið er skemmtilegt og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ „Það er svo róandi að koma hingað og mála, er bæði gefandi og kyrrar hugann.“ Meðal þess sem framleitt hefur verið í fangelsinu fyrir jól eru jólasokkar, jólapúðaver, svuntur, töskur og fjölnota dósapoka. Vinsælustu vörurnar á árinu eru skálar og pottar auk þess sem mikið hefur verið um sérpantanir sem geta verið æði undarlegar. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Fangaverks verið að setja saman Útvegsspilið og fólst í því meðal annars að mála öll hús og skip. Þá fékk Fangaverk að vera með í spilinu því þar er atviksspil þar sem spilari fær Fangaverk til þess að vinna fyrir sig og vinnuhraðinn tvöfaldast. Óhætt er að segja starfsmenn hafi verið montnir með það. Einhverjir hafa til dæmis saumað sokka, sem tíðkast að hengja upp fyrir jólin svo jólasveinninn hafi einhvern stað til að setja gjafirnar.Aðsend Fangaverk hefur einnig verið sérstaklega mikilvægt á þessu ári sem er að ljúka sökum þeirra hörðu aðgerða sem gripið var til innan fangelsanna vegna COVID-19 en hægt var að halda vinnustofunni opinni allt árið. Afstaða þakkar hugmyndasmiðnum Auði Margréti Guðmundsdóttur verkefnastjóra og vonast Fangelsismálastofnunar auki möguleika á hennar viðhorfum til starfsins og auki störf í fangelsum landsins. Þá hvetur Afstaða alla til að skoða vöruúrvalið á síðum Fangaverks bæði á Facebook og Instagram. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun