Vinnan gerir vistina þægilegri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 14. desember 2020 18:01 „Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga. Afstaða hefur fengið að fylgjast með verkefninu og hér eru nokkur ummæli frá starfsmönnum Fangaverks: „Þetta gerir svo mikið fyrir mig og er töluvert betra en að sitja inni á gangi að spila Olsen-Olsen.“ Fangarnir hafa undanfarið unnið að verkefninu Fangaverk.Aðsend „Helgarnar sem við erum ekki að vinna eru lengi að líða því þegar maður mætir í vinnuna þá líða dagarnir svo hratt.“ „Vinnan gerir vistina þægilegri. Andrúmsloftið er skemmtilegt og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ „Það er svo róandi að koma hingað og mála, er bæði gefandi og kyrrar hugann.“ Meðal þess sem framleitt hefur verið í fangelsinu fyrir jól eru jólasokkar, jólapúðaver, svuntur, töskur og fjölnota dósapoka. Vinsælustu vörurnar á árinu eru skálar og pottar auk þess sem mikið hefur verið um sérpantanir sem geta verið æði undarlegar. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Fangaverks verið að setja saman Útvegsspilið og fólst í því meðal annars að mála öll hús og skip. Þá fékk Fangaverk að vera með í spilinu því þar er atviksspil þar sem spilari fær Fangaverk til þess að vinna fyrir sig og vinnuhraðinn tvöfaldast. Óhætt er að segja starfsmenn hafi verið montnir með það. Einhverjir hafa til dæmis saumað sokka, sem tíðkast að hengja upp fyrir jólin svo jólasveinninn hafi einhvern stað til að setja gjafirnar.Aðsend Fangaverk hefur einnig verið sérstaklega mikilvægt á þessu ári sem er að ljúka sökum þeirra hörðu aðgerða sem gripið var til innan fangelsanna vegna COVID-19 en hægt var að halda vinnustofunni opinni allt árið. Afstaða þakkar hugmyndasmiðnum Auði Margréti Guðmundsdóttur verkefnastjóra og vonast Fangelsismálastofnunar auki möguleika á hennar viðhorfum til starfsins og auki störf í fangelsum landsins. Þá hvetur Afstaða alla til að skoða vöruúrvalið á síðum Fangaverks bæði á Facebook og Instagram. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
„Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga. Afstaða hefur fengið að fylgjast með verkefninu og hér eru nokkur ummæli frá starfsmönnum Fangaverks: „Þetta gerir svo mikið fyrir mig og er töluvert betra en að sitja inni á gangi að spila Olsen-Olsen.“ Fangarnir hafa undanfarið unnið að verkefninu Fangaverk.Aðsend „Helgarnar sem við erum ekki að vinna eru lengi að líða því þegar maður mætir í vinnuna þá líða dagarnir svo hratt.“ „Vinnan gerir vistina þægilegri. Andrúmsloftið er skemmtilegt og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ „Það er svo róandi að koma hingað og mála, er bæði gefandi og kyrrar hugann.“ Meðal þess sem framleitt hefur verið í fangelsinu fyrir jól eru jólasokkar, jólapúðaver, svuntur, töskur og fjölnota dósapoka. Vinsælustu vörurnar á árinu eru skálar og pottar auk þess sem mikið hefur verið um sérpantanir sem geta verið æði undarlegar. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Fangaverks verið að setja saman Útvegsspilið og fólst í því meðal annars að mála öll hús og skip. Þá fékk Fangaverk að vera með í spilinu því þar er atviksspil þar sem spilari fær Fangaverk til þess að vinna fyrir sig og vinnuhraðinn tvöfaldast. Óhætt er að segja starfsmenn hafi verið montnir með það. Einhverjir hafa til dæmis saumað sokka, sem tíðkast að hengja upp fyrir jólin svo jólasveinninn hafi einhvern stað til að setja gjafirnar.Aðsend Fangaverk hefur einnig verið sérstaklega mikilvægt á þessu ári sem er að ljúka sökum þeirra hörðu aðgerða sem gripið var til innan fangelsanna vegna COVID-19 en hægt var að halda vinnustofunni opinni allt árið. Afstaða þakkar hugmyndasmiðnum Auði Margréti Guðmundsdóttur verkefnastjóra og vonast Fangelsismálastofnunar auki möguleika á hennar viðhorfum til starfsins og auki störf í fangelsum landsins. Þá hvetur Afstaða alla til að skoða vöruúrvalið á síðum Fangaverks bæði á Facebook og Instagram. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar