Vinnan gerir vistina þægilegri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 14. desember 2020 18:01 „Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga. Afstaða hefur fengið að fylgjast með verkefninu og hér eru nokkur ummæli frá starfsmönnum Fangaverks: „Þetta gerir svo mikið fyrir mig og er töluvert betra en að sitja inni á gangi að spila Olsen-Olsen.“ Fangarnir hafa undanfarið unnið að verkefninu Fangaverk.Aðsend „Helgarnar sem við erum ekki að vinna eru lengi að líða því þegar maður mætir í vinnuna þá líða dagarnir svo hratt.“ „Vinnan gerir vistina þægilegri. Andrúmsloftið er skemmtilegt og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ „Það er svo róandi að koma hingað og mála, er bæði gefandi og kyrrar hugann.“ Meðal þess sem framleitt hefur verið í fangelsinu fyrir jól eru jólasokkar, jólapúðaver, svuntur, töskur og fjölnota dósapoka. Vinsælustu vörurnar á árinu eru skálar og pottar auk þess sem mikið hefur verið um sérpantanir sem geta verið æði undarlegar. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Fangaverks verið að setja saman Útvegsspilið og fólst í því meðal annars að mála öll hús og skip. Þá fékk Fangaverk að vera með í spilinu því þar er atviksspil þar sem spilari fær Fangaverk til þess að vinna fyrir sig og vinnuhraðinn tvöfaldast. Óhætt er að segja starfsmenn hafi verið montnir með það. Einhverjir hafa til dæmis saumað sokka, sem tíðkast að hengja upp fyrir jólin svo jólasveinninn hafi einhvern stað til að setja gjafirnar.Aðsend Fangaverk hefur einnig verið sérstaklega mikilvægt á þessu ári sem er að ljúka sökum þeirra hörðu aðgerða sem gripið var til innan fangelsanna vegna COVID-19 en hægt var að halda vinnustofunni opinni allt árið. Afstaða þakkar hugmyndasmiðnum Auði Margréti Guðmundsdóttur verkefnastjóra og vonast Fangelsismálastofnunar auki möguleika á hennar viðhorfum til starfsins og auki störf í fangelsum landsins. Þá hvetur Afstaða alla til að skoða vöruúrvalið á síðum Fangaverks bæði á Facebook og Instagram. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
„Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga. Afstaða hefur fengið að fylgjast með verkefninu og hér eru nokkur ummæli frá starfsmönnum Fangaverks: „Þetta gerir svo mikið fyrir mig og er töluvert betra en að sitja inni á gangi að spila Olsen-Olsen.“ Fangarnir hafa undanfarið unnið að verkefninu Fangaverk.Aðsend „Helgarnar sem við erum ekki að vinna eru lengi að líða því þegar maður mætir í vinnuna þá líða dagarnir svo hratt.“ „Vinnan gerir vistina þægilegri. Andrúmsloftið er skemmtilegt og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ „Það er svo róandi að koma hingað og mála, er bæði gefandi og kyrrar hugann.“ Meðal þess sem framleitt hefur verið í fangelsinu fyrir jól eru jólasokkar, jólapúðaver, svuntur, töskur og fjölnota dósapoka. Vinsælustu vörurnar á árinu eru skálar og pottar auk þess sem mikið hefur verið um sérpantanir sem geta verið æði undarlegar. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Fangaverks verið að setja saman Útvegsspilið og fólst í því meðal annars að mála öll hús og skip. Þá fékk Fangaverk að vera með í spilinu því þar er atviksspil þar sem spilari fær Fangaverk til þess að vinna fyrir sig og vinnuhraðinn tvöfaldast. Óhætt er að segja starfsmenn hafi verið montnir með það. Einhverjir hafa til dæmis saumað sokka, sem tíðkast að hengja upp fyrir jólin svo jólasveinninn hafi einhvern stað til að setja gjafirnar.Aðsend Fangaverk hefur einnig verið sérstaklega mikilvægt á þessu ári sem er að ljúka sökum þeirra hörðu aðgerða sem gripið var til innan fangelsanna vegna COVID-19 en hægt var að halda vinnustofunni opinni allt árið. Afstaða þakkar hugmyndasmiðnum Auði Margréti Guðmundsdóttur verkefnastjóra og vonast Fangelsismálastofnunar auki möguleika á hennar viðhorfum til starfsins og auki störf í fangelsum landsins. Þá hvetur Afstaða alla til að skoða vöruúrvalið á síðum Fangaverks bæði á Facebook og Instagram. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar