Látum hækkun frítekjumarka fjármagnstekna nýtast öllum Haukur V. Alfreðsson skrifar 15. desember 2020 10:01 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að nú stendur til að hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150þ.kr upp í 300þ.kr. Ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar hugmyndar þar sem hér sé verið að veita hluta landsmanna aukinn stuðning frá ríkinu og að sá hópur sé sennilega sá sem þyrfti síst á ölmusu að halda. Persónulega er ég alveg sammála því. En ég sé hins vegar lausn sem útrýmir öllu misrétti sem kann að koma fram með þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna án þess að snerta á breytingunni sjálfri. Lausnin er einföld: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að einstaklingar sem hafa lægri fjármagnstekjur en frítekjumarkið segir til um, fá að nýta sér þann skattafslátt sem hefði hlotist af fjármagnstekjum til að lækka skattbyrði launatekna sinna. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Eina sem er ósvarað er þá hvort að ríkið hafa enn einu sinni ætlað að gera ákveðnum vildarvinum (fjármagnseigendum) hærra undir höfði eða sjái þarna góða lausn til að gæta sanngirnis og gera vel við alla. Dæmi fyrir aukinn skilning: Einstaklingur A hefur aflað tekna með störfum sínum yfir árið og greitt af þeim skatta samviskusamlega. Við yfirferð skattskýrslu sést að hann hafði engar fjármagnstekjur á árinu. Skatturinn eykur því persónuafslátt hans af launatekjum um 66.000kr (1) á árinu og kemst því að þeirri niðurstöðu að einstaklingur A hafi ofgreitt tekjuskatt um 66.000kr. Einstaklingur A fær því endurgreitt 66.000kr frá skattinum og er jafn vel settur og ef hann hefði haft hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna og getað nýtt sér frítekjumark fjármagnsteknanna beint. (1) Fjármagnstekjuskattur * frítekjumark fjármagnstekna = 22% * 300.000 = 66.000kr Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að nú stendur til að hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150þ.kr upp í 300þ.kr. Ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar hugmyndar þar sem hér sé verið að veita hluta landsmanna aukinn stuðning frá ríkinu og að sá hópur sé sennilega sá sem þyrfti síst á ölmusu að halda. Persónulega er ég alveg sammála því. En ég sé hins vegar lausn sem útrýmir öllu misrétti sem kann að koma fram með þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna án þess að snerta á breytingunni sjálfri. Lausnin er einföld: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að einstaklingar sem hafa lægri fjármagnstekjur en frítekjumarkið segir til um, fá að nýta sér þann skattafslátt sem hefði hlotist af fjármagnstekjum til að lækka skattbyrði launatekna sinna. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Eina sem er ósvarað er þá hvort að ríkið hafa enn einu sinni ætlað að gera ákveðnum vildarvinum (fjármagnseigendum) hærra undir höfði eða sjái þarna góða lausn til að gæta sanngirnis og gera vel við alla. Dæmi fyrir aukinn skilning: Einstaklingur A hefur aflað tekna með störfum sínum yfir árið og greitt af þeim skatta samviskusamlega. Við yfirferð skattskýrslu sést að hann hafði engar fjármagnstekjur á árinu. Skatturinn eykur því persónuafslátt hans af launatekjum um 66.000kr (1) á árinu og kemst því að þeirri niðurstöðu að einstaklingur A hafi ofgreitt tekjuskatt um 66.000kr. Einstaklingur A fær því endurgreitt 66.000kr frá skattinum og er jafn vel settur og ef hann hefði haft hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna og getað nýtt sér frítekjumark fjármagnsteknanna beint. (1) Fjármagnstekjuskattur * frítekjumark fjármagnstekna = 22% * 300.000 = 66.000kr Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar