Þetta er ótrúlega erfitt andlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 16:00 Ragnheiður var orðin frekar þreyttur á að gera æfingar heima í stofu. Vísir/Bára Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna í handbolta, gæti ekki verið ánægðari með að vera byrjuð að æfa á nýjan leik. Hún viðurkenndi að heimaæfingar hafi verið orðnar þreyttar og stundum hafi hún varla nennt að æfa. „Það er ótrúlega skemmtilegt, gaman að fá að byrja aftur og hitta stelpurnar sérstaklega. Ég viðurkenni að það er búið að vera smá erfitt, setja á sig skóna og fara í allar þessar stefnubreytingar og spretti. Er búinn að vera með mjög miklar harðsperrur yfir helgina,“ sagði Ragnheiður og hló. „Ég hélt aldrei í byrjun október að þetta myndi vera svona langt. Þetta var orðið rosa þreytt í byrjun desember. Vona innilega að planið haldist eins og það er en maður veit aldrei. Ég ætla bara að njóta þess að mega mæta æfingu og gera allt sem við getum gert,“ sagði skyttan öfluga um ið langa æfingabann hér á landi. „Það er mjög mikil gleði. Það sést alveg að við erum mjög glaðar að fá að byrja aftur, hittast og spila handbolta,“ sagði Ragnheiður aðspurð hvort mannskapurinn væri ekki glaður að komast loks aftur á æfingar. Innslag Seinni bylgjunnar má sjá í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi æfingabannið og andlega líðan „Þetta er ótrúlega erfitt andlega, finnst mér allavega. Sérstaklega í svona langan tíma. Þetta er allt öðruvísi en að vera í sumarfríi og þú veist að þú ert ekki að spila. Það er ógeðslega erfitt að vera heima og reyna að peppa sig í gang einn inn í stofu eða fara út í þennan kulda. Mér fannst skárra að reyna peppa mig í gang í fyrstu bylgjunni í mars. Núna í skammdeginum er þetta miklu erfiðara, held að flestir séu sammála mér þar.“ „Þetta er frekar erfitt en ég meina, svona er þetta bara. Þetta er alveg erfitt fyrir geðheilsuna þegar maður er vanur að mæta á æfingu, hitta vini og liðsfélaga sína.“ „Ég saknaði þess mjög að mæta á æfingar og átti erfitt með að peppa mig í gang í lokin. Það komu alveg nokkrir dagar, jafnvel vikur, þar sem ég hreyfði mig mjög lítið. Þetta var orðið mjög þungt og mjög mismunandi eftir dögum,“ sagði Ragnheiður jafnframt. „Flestir lifa fyrir þetta og það hjálpar andlegri heilsu mjög mikið að hreyfa sig. Það skiptir mjög miklu máli og við erum mjög fegin með að fara farin af stað aftur,“ bætti hún við. Skil ekki alveg, mega lið í 2. Deild ekki æfa? Má bróðir minn í 3.fl ekki æfa? Megum við í mfl mæta 10 saman eða fleiri? Er 2m regla? Má nota bolta? Skiliiiigggiii — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) December 8, 2020 Þá var Ragnheiður spurð út í æfingabann táninga á aldrinum 16 til 19 ára og hvað henni fyndist um það. „Ég á bróðir á þessum aldri, mjög efnilegur og er í unglingalandsliðinu. Það er mjög erfitt, sérstaklega fyrir foreldra, að vita af þessum krökkum heima allan daginn í rauninni. Því þeir máttu ekki mæta í skólann heldur.“ „Mér fannst smá skrítið að allir mættu æfa í rauninni nema þessi aldur. Ég skildi ekki alveg rökin á bakvið þetta. Núna eru U-liðin komin með undanþágu sem er mjög gott að mínu mati.“ „Maður skilur þetta samt ekki og þetta er hættulegur aldur. Sumir nenna þessu ekki lengur og hætta, það er því gríðarlega mikilvægt fyrir þessa krakka að fá að æfa. Þetta er leiðinlegt ástand en vonandi fá þau að byrja æfa sem fyrst,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir að lokum. Klippa: Ragnheiður segir æfingabannið hafa verið erfitt andlega Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fram Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
„Það er ótrúlega skemmtilegt, gaman að fá að byrja aftur og hitta stelpurnar sérstaklega. Ég viðurkenni að það er búið að vera smá erfitt, setja á sig skóna og fara í allar þessar stefnubreytingar og spretti. Er búinn að vera með mjög miklar harðsperrur yfir helgina,“ sagði Ragnheiður og hló. „Ég hélt aldrei í byrjun október að þetta myndi vera svona langt. Þetta var orðið rosa þreytt í byrjun desember. Vona innilega að planið haldist eins og það er en maður veit aldrei. Ég ætla bara að njóta þess að mega mæta æfingu og gera allt sem við getum gert,“ sagði skyttan öfluga um ið langa æfingabann hér á landi. „Það er mjög mikil gleði. Það sést alveg að við erum mjög glaðar að fá að byrja aftur, hittast og spila handbolta,“ sagði Ragnheiður aðspurð hvort mannskapurinn væri ekki glaður að komast loks aftur á æfingar. Innslag Seinni bylgjunnar má sjá í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi æfingabannið og andlega líðan „Þetta er ótrúlega erfitt andlega, finnst mér allavega. Sérstaklega í svona langan tíma. Þetta er allt öðruvísi en að vera í sumarfríi og þú veist að þú ert ekki að spila. Það er ógeðslega erfitt að vera heima og reyna að peppa sig í gang einn inn í stofu eða fara út í þennan kulda. Mér fannst skárra að reyna peppa mig í gang í fyrstu bylgjunni í mars. Núna í skammdeginum er þetta miklu erfiðara, held að flestir séu sammála mér þar.“ „Þetta er frekar erfitt en ég meina, svona er þetta bara. Þetta er alveg erfitt fyrir geðheilsuna þegar maður er vanur að mæta á æfingu, hitta vini og liðsfélaga sína.“ „Ég saknaði þess mjög að mæta á æfingar og átti erfitt með að peppa mig í gang í lokin. Það komu alveg nokkrir dagar, jafnvel vikur, þar sem ég hreyfði mig mjög lítið. Þetta var orðið mjög þungt og mjög mismunandi eftir dögum,“ sagði Ragnheiður jafnframt. „Flestir lifa fyrir þetta og það hjálpar andlegri heilsu mjög mikið að hreyfa sig. Það skiptir mjög miklu máli og við erum mjög fegin með að fara farin af stað aftur,“ bætti hún við. Skil ekki alveg, mega lið í 2. Deild ekki æfa? Má bróðir minn í 3.fl ekki æfa? Megum við í mfl mæta 10 saman eða fleiri? Er 2m regla? Má nota bolta? Skiliiiigggiii — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) December 8, 2020 Þá var Ragnheiður spurð út í æfingabann táninga á aldrinum 16 til 19 ára og hvað henni fyndist um það. „Ég á bróðir á þessum aldri, mjög efnilegur og er í unglingalandsliðinu. Það er mjög erfitt, sérstaklega fyrir foreldra, að vita af þessum krökkum heima allan daginn í rauninni. Því þeir máttu ekki mæta í skólann heldur.“ „Mér fannst smá skrítið að allir mættu æfa í rauninni nema þessi aldur. Ég skildi ekki alveg rökin á bakvið þetta. Núna eru U-liðin komin með undanþágu sem er mjög gott að mínu mati.“ „Maður skilur þetta samt ekki og þetta er hættulegur aldur. Sumir nenna þessu ekki lengur og hætta, það er því gríðarlega mikilvægt fyrir þessa krakka að fá að æfa. Þetta er leiðinlegt ástand en vonandi fá þau að byrja æfa sem fyrst,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir að lokum. Klippa: Ragnheiður segir æfingabannið hafa verið erfitt andlega Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fram Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira