Fullkomið verkefni um Brennu-Njáls sögu á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2020 20:05 Elín Una, íslenskukennari á Laugarvatni ásamt þeim Laufeyju, Jónínu og Signýju, nemendum skólans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sögupersónur Brennu Njáls sögu hafa öðlast nýtt líf í meðförum nemenda Menntaskólans að Laugarvatni, sem unnu nokkur myndbönd um söguna í stað þess að sitja í kennslustund og læra söguna þar, því það er bannað vegna heimsfaraldursins. Kennarinn segir verkefnið hafa heppnast fullkomlega. Elín Una Jónsdóttir, sem kennir íslensku í Menntaskólanum að Laugarvatni býr á prestsetrinu Hruna í Hrunamannahreppi með fjölskyldu sinni. Hún kennir heiman frá sér eins og allir aðrir kennarar skólans í gegnum tölvuna enda allt nám við skólann í fjarnámi vegna kórónuveirunnar. Hún brá á það ráð að fá nemendur til að vinna Brennu-Njálssögu í formi myndbanda og leyfa þannig hugmyndaflugi og sköpun þeirra að njóta sín á skjá og útkoman heppnaðist fullkomlega. „Það er krefjandi að vera í fjarnámi og krökkunum finnst það algjörlega. Þegar ég fann það að ég var alveg að missa þau þá hugsaði ég, þau verða að standa upp frá tölvunum. Ég lagði bara fyrir þau verkefni, látið Njálu blása ykkur í brjóst, gera eitthvað skapandi. Þau fóru út öll sömul og það komu þessi frábæru listaverk. Þau fóru að mála, þau brustu í söng, þau fóru að búa til brúðuleikhús, leika, tjá sig og túlka söguna,“ segir Elín Una. Elín Una segir að verkefni nemenda hafði tekist fullkomlega enda hafi þau öll fengið tíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elín Una segir að nemendurnir hafi komið sér mjög á óvart með verkefninu og hvað þau voru metnaðarfull og gerðu allt svo listavel til að túlka söguna. „Já, þau fengu öll tíu“. Vinkonunum Laufeyju, Jónínu og Signýju fannst mjög gaman að túlka Brennu-Njálssögu á þann hátt sem Elín Una lagði upp með. „Já, þetta var mjög gott uppbrot í stað þess að sitja alltaf við tölvuna. Það var miklu skemmtilegra að gera eitthvað svona skapandi heldur en að vera alltaf að læra og fara í próf og gera ritgerðir og svoleiðis, sérstaklega svona í fjarnáminu,“ segja vinkonurnar og taka fram að uppáhalds persónur þeirra séu Hallgerður, Glúmur og Sámur. Hægt er að fræðast meira um verkefni nemenda á heimasíðu skólans Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Elín Una Jónsdóttir, sem kennir íslensku í Menntaskólanum að Laugarvatni býr á prestsetrinu Hruna í Hrunamannahreppi með fjölskyldu sinni. Hún kennir heiman frá sér eins og allir aðrir kennarar skólans í gegnum tölvuna enda allt nám við skólann í fjarnámi vegna kórónuveirunnar. Hún brá á það ráð að fá nemendur til að vinna Brennu-Njálssögu í formi myndbanda og leyfa þannig hugmyndaflugi og sköpun þeirra að njóta sín á skjá og útkoman heppnaðist fullkomlega. „Það er krefjandi að vera í fjarnámi og krökkunum finnst það algjörlega. Þegar ég fann það að ég var alveg að missa þau þá hugsaði ég, þau verða að standa upp frá tölvunum. Ég lagði bara fyrir þau verkefni, látið Njálu blása ykkur í brjóst, gera eitthvað skapandi. Þau fóru út öll sömul og það komu þessi frábæru listaverk. Þau fóru að mála, þau brustu í söng, þau fóru að búa til brúðuleikhús, leika, tjá sig og túlka söguna,“ segir Elín Una. Elín Una segir að verkefni nemenda hafði tekist fullkomlega enda hafi þau öll fengið tíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elín Una segir að nemendurnir hafi komið sér mjög á óvart með verkefninu og hvað þau voru metnaðarfull og gerðu allt svo listavel til að túlka söguna. „Já, þau fengu öll tíu“. Vinkonunum Laufeyju, Jónínu og Signýju fannst mjög gaman að túlka Brennu-Njálssögu á þann hátt sem Elín Una lagði upp með. „Já, þetta var mjög gott uppbrot í stað þess að sitja alltaf við tölvuna. Það var miklu skemmtilegra að gera eitthvað svona skapandi heldur en að vera alltaf að læra og fara í próf og gera ritgerðir og svoleiðis, sérstaklega svona í fjarnáminu,“ segja vinkonurnar og taka fram að uppáhalds persónur þeirra séu Hallgerður, Glúmur og Sámur. Hægt er að fræðast meira um verkefni nemenda á heimasíðu skólans
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira