Viðskipti erlent

Mac­Kenzi­e Scott látið fjóra milljarða dala af hendi rakna á fjórum mánuðum

Atli Ísleifsson skrifar
Jeff Bezos og MacKenzie Scott skildu á síðasta ári.
Jeff Bezos og MacKenzie Scott skildu á síðasta ári. Getty

MacKenzie Scott, ein ríkasta kona heims, hefur látið rúmlega fjóra milljarða Bandaríkjadala af hendi rakna til fjölskylduhjálparstofnana og styrktarsjóða á síðustu fjórum mánuðum. Það samsvarar um 500 milljarða íslenskra króna.

Scott, sem er fyrrverandi eiginkona Amazon-stofnandans Jeff Bezos, greindi frá því í bloggfærslu að hún vilji aðstoða Bandaríkjamenn sem eigi í vandræðum á tímum heimsfaraldursins.

Scott er átjánda á lista yfir ríkustu manneskjur heims, en á þessu ári hafa auðæfi hennar aukist mikið, farið úr 23,6 milljörðum Bandaríkjadala í 60,7 milljarða.

Scott sagði heimsfaraldurinn hafi rústað lífi fjölmargra Bandaríkjamanna sem hafi þegar átt erfitt. Sérstaklega hafi hann reynst miklum fjölda kvenna, minnihlutahópum og fátækum erfiður, á sama tíma og auður milljarðamæringa hafi aukist.

Hún hafi því ákveðið að gefa fé til rúmlega 380 góðgerðasamtaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×