Ástarpungar í umbúðum frá kvenfélagskonum á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2020 20:04 Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar með prjónana sína en hún segist vera mjög stolt af sínum konum í félaginu, sem taka þátt í verkefninu á fullum krafti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur á Hvolsvelli slá ekki slöku við í heimsfaraldri því þær prjóna út í eitt því þær ætla sér að prjóna þrjú hundruð hluti í sérstöku áheitaprjóni. Það er gaman að heimsækja kvenfélagskonurnar sem prjóna af kappi með grímurnar sínar og þar sem gleðin er við völd. Oftast prjóna þær einar og sér heima hjá sér í áheitaprjóninu en stundum koma þær saman í félagsaðstöðu félagsins og prjóna og hlægja saman. „Við erum að prjóna á fullum krafti og við ætlum að ná í þrjú hundruð hluti fyrir 1. Febrúar næstkomandi. Við erum nú þegar komin með yfir hundrað, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki. Konurnar eru ótrúlega duglegar að prjóna og það er fullt af konum utan félagsins, sem eru líka að prjóna,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli. Kvenfélagskonurnar á Hvolsvelli hittast stundum til að prjóna og gæta þá að öllum sóttvörnum en oftast prjóna þær bara heima hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við ætlum að gefa þetta í Konukot, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiði, Gistiskýlið og fleiri svona staði þar sem fólk á lítið. Síðan rennur ágóðinn af áheitunum til björgunarsveitanna því björgunarsveitirnar hérna á Suðurlandi eru ótrúlega öflugar,“ bætir Margrét við. Guðný Þórunn Ólafsdóttir átti hugmyndina að áheitaverkefni félagsins, sem stendur yfir til 1. febrúar 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir að þegar verkefninu ljúki þá verði kvenfélagskonurnar búnar að prjóna í þrjátíu daga samfellt. Hún segir ótrúlega gefandi og gaman að taka þátt í verkefni eins og þessu og eldmóðurinn við prjónaskapinn hjá kvenfélagskonunum sé ótrúlegur. Mjög góð aðstaða er fyrir konurnar í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli þar sem þær geta komið saman og unnið að ýmsum góðgerðarmálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Næsta verkefni kvenfélagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þær kalla verkefnið, í kringum bóndadaginn en konurnar hafa gert nokkrar tilraunir með þannig prjón, sem þær eru ánægðar og stoltar með. Næsta verkefni félagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þessa hér en þeir verða seldir í kringum bóndadaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Félagasamtök Bóndadagur Föndur Prjónaskapur Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Það er gaman að heimsækja kvenfélagskonurnar sem prjóna af kappi með grímurnar sínar og þar sem gleðin er við völd. Oftast prjóna þær einar og sér heima hjá sér í áheitaprjóninu en stundum koma þær saman í félagsaðstöðu félagsins og prjóna og hlægja saman. „Við erum að prjóna á fullum krafti og við ætlum að ná í þrjú hundruð hluti fyrir 1. Febrúar næstkomandi. Við erum nú þegar komin með yfir hundrað, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki. Konurnar eru ótrúlega duglegar að prjóna og það er fullt af konum utan félagsins, sem eru líka að prjóna,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli. Kvenfélagskonurnar á Hvolsvelli hittast stundum til að prjóna og gæta þá að öllum sóttvörnum en oftast prjóna þær bara heima hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við ætlum að gefa þetta í Konukot, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiði, Gistiskýlið og fleiri svona staði þar sem fólk á lítið. Síðan rennur ágóðinn af áheitunum til björgunarsveitanna því björgunarsveitirnar hérna á Suðurlandi eru ótrúlega öflugar,“ bætir Margrét við. Guðný Þórunn Ólafsdóttir átti hugmyndina að áheitaverkefni félagsins, sem stendur yfir til 1. febrúar 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir að þegar verkefninu ljúki þá verði kvenfélagskonurnar búnar að prjóna í þrjátíu daga samfellt. Hún segir ótrúlega gefandi og gaman að taka þátt í verkefni eins og þessu og eldmóðurinn við prjónaskapinn hjá kvenfélagskonunum sé ótrúlegur. Mjög góð aðstaða er fyrir konurnar í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli þar sem þær geta komið saman og unnið að ýmsum góðgerðarmálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Næsta verkefni kvenfélagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þær kalla verkefnið, í kringum bóndadaginn en konurnar hafa gert nokkrar tilraunir með þannig prjón, sem þær eru ánægðar og stoltar með. Næsta verkefni félagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þessa hér en þeir verða seldir í kringum bóndadaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Félagasamtök Bóndadagur Föndur Prjónaskapur Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent