Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 09:47 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. Að sögn Pfizer hefur engum sendingum verið frestað. Öllum þeim 2,9 milljónum skömmtum sem bandarísk yfirvöld báðu um hafi verið komið á áfangastað en engar leiðbeiningar hafi borist um frekari dreifingu. Félagið sé sannfært um að það geti dreift 50 milljónum skammta á heimsvísu fyrir lok árs. „Ég eins og aðrir var að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og ég sé ekki betur en að þessi tilkynning sé ætluð fyrir innanlandsmarkaðinn og dreifinguna í Bandaríkjunum. Við finnum út úr þessu í gær og verkefni dagsins er að tala við dreifingaraðilana og fá botn í málið fyrir Evrópu í dag,“ sagði Svandís í Bítinu í morgun. „Ég þrálas þessa yfirlýsingu og þetta virtist allt snúast um innanlandsmarkað í Bandaríkjunum.“ Svandís segir að samkvæmt yfirlýsingunni sé nægilegt magn af bóluefni hjá Pfizer sem hafi ekki farið út í dreifingu. Hver og einn sé með sína samninga og áætlanir. Hún telur of snemmt að segja til um hvort Ísland hafi átt að fara sjálfstætt í samningaviðræður í stað þess að fara í gegnum Evrópusambandið, en ljóst sé að samningsstaða sambandsins sé sterk. „Með því að fara í gegnum Evrópusambandið erum við með mjög öflugt samningateymi þar gagnvart sex eða sjö framleiðendum. Þá erum við í raun og veru að tryggja okkur, litla Ísland, að við séum samhliða Evrópusambandinu í þeim samningaviðræðum og tryggjum í raun okkar aðkomu að öllu því sem Evrópusambandið fær,“ segir Svandís. Fimm þúsund skammtar ekki vonbrigði Svandís segir ljóst að miðað við hraðann sem hefur verið á ferlinu geti vel verið að bólusetningar framlínustarfsfólks og viðkvæmra hópa geti hafist milli jóla og nýars. Nú þegar væri búið að gera ráðstafanir fyrir flutninga efnisins og þær fregnir sem bárust í gær hafi aðeins hliðrað ferlinu um nokkrar vikur. Aðspurð hvort þeir fimm þúsund skammtar sem koma til landsins um jólin séu vonbrigði telur hún svo ekki vera. Fólk ætti að reyna að sýna þolinmæði og „anda í kviðinn“ þar sem mikið þrekvirki hefði nú þegar verið unnið. „Ísland hefur verið að standa sig mjög vel í baráttunni við faraldurinn og við höfum líka passað mjög vel upp á það að vera með okkar hagsmuni mjög skýra og trygga varðandi bóluefnin. Það er sem er mikilvægast núna er að heiminum hefur tekist, með því að snúa bökum saman, bæði þessi fyrirtæki og þjóðir heims, að þróa bóluefni hraðar heldur en nokkurn tíma hefur gerst.“ Hún segist vona að frekari upplýsingar liggi fyrir í dag. „Ég mun finna út úr þessu núna og svo verður umræða í þinginu í hádeginu. Ég vonast til þess að við verðum þá með skýrari svör, en mér finnst skipta miklu máli að við séum eins upplýst og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bítið Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Að sögn Pfizer hefur engum sendingum verið frestað. Öllum þeim 2,9 milljónum skömmtum sem bandarísk yfirvöld báðu um hafi verið komið á áfangastað en engar leiðbeiningar hafi borist um frekari dreifingu. Félagið sé sannfært um að það geti dreift 50 milljónum skammta á heimsvísu fyrir lok árs. „Ég eins og aðrir var að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og ég sé ekki betur en að þessi tilkynning sé ætluð fyrir innanlandsmarkaðinn og dreifinguna í Bandaríkjunum. Við finnum út úr þessu í gær og verkefni dagsins er að tala við dreifingaraðilana og fá botn í málið fyrir Evrópu í dag,“ sagði Svandís í Bítinu í morgun. „Ég þrálas þessa yfirlýsingu og þetta virtist allt snúast um innanlandsmarkað í Bandaríkjunum.“ Svandís segir að samkvæmt yfirlýsingunni sé nægilegt magn af bóluefni hjá Pfizer sem hafi ekki farið út í dreifingu. Hver og einn sé með sína samninga og áætlanir. Hún telur of snemmt að segja til um hvort Ísland hafi átt að fara sjálfstætt í samningaviðræður í stað þess að fara í gegnum Evrópusambandið, en ljóst sé að samningsstaða sambandsins sé sterk. „Með því að fara í gegnum Evrópusambandið erum við með mjög öflugt samningateymi þar gagnvart sex eða sjö framleiðendum. Þá erum við í raun og veru að tryggja okkur, litla Ísland, að við séum samhliða Evrópusambandinu í þeim samningaviðræðum og tryggjum í raun okkar aðkomu að öllu því sem Evrópusambandið fær,“ segir Svandís. Fimm þúsund skammtar ekki vonbrigði Svandís segir ljóst að miðað við hraðann sem hefur verið á ferlinu geti vel verið að bólusetningar framlínustarfsfólks og viðkvæmra hópa geti hafist milli jóla og nýars. Nú þegar væri búið að gera ráðstafanir fyrir flutninga efnisins og þær fregnir sem bárust í gær hafi aðeins hliðrað ferlinu um nokkrar vikur. Aðspurð hvort þeir fimm þúsund skammtar sem koma til landsins um jólin séu vonbrigði telur hún svo ekki vera. Fólk ætti að reyna að sýna þolinmæði og „anda í kviðinn“ þar sem mikið þrekvirki hefði nú þegar verið unnið. „Ísland hefur verið að standa sig mjög vel í baráttunni við faraldurinn og við höfum líka passað mjög vel upp á það að vera með okkar hagsmuni mjög skýra og trygga varðandi bóluefnin. Það er sem er mikilvægast núna er að heiminum hefur tekist, með því að snúa bökum saman, bæði þessi fyrirtæki og þjóðir heims, að þróa bóluefni hraðar heldur en nokkurn tíma hefur gerst.“ Hún segist vona að frekari upplýsingar liggi fyrir í dag. „Ég mun finna út úr þessu núna og svo verður umræða í þinginu í hádeginu. Ég vonast til þess að við verðum þá með skýrari svör, en mér finnst skipta miklu máli að við séum eins upplýst og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bítið Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41
Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent