Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 11:43 Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson keyptu Ásmundarsal árið 2016. Kaupin vöktu nokkra athygli en kaupverðið var 168 milljónir. ASÍ var áður með listasafn þar. Aðsend Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur viðburðinn til skoðunar en lögregluþjónar stöðvuðu samkvæmið þegar klukkan var langt genginn ellefu á Þorláksmessukvöld. Samkvæmið hefur vakið mikla athygli vegna þess að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn þeirra sem var í salnum. Sjá einnig: „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Í yfirlýsingu frá hjónunum Sigurbirni Þorkelssyni og Aðalheiði Magnúsdóttur, sem er að mörgu leyti sambærileg þeirri sem birt var á Facebook á aðfangadag, segir að þau axli fulla ábyrgð og muni tryggja að þessi mistök endurtaki sig ekki. Í dagbók lögreglu á aðfangadag sagði að salurinn væri í flokki II sem veitingastaður og ætti því að hafa verið lokað klukkan 22. Gestir hafi verið á bilinu 40 til 50 þegar lögreglu bar að garði og mikil ölvun verið meðal gesta í salnum. Nánast enginn hafi verið með andlitsgrímu og einungis þrír sprittbrúsar í salnum. Þá sagði að gestir hefðu skilið með faðmlögum og jafnvel kossum. Einn hafi verið sérlega ósáttur við afskiptin og líkt lögregluþjónum við nasista. Þá var nefnt að ráðherra hefði verið meðal gesta án þess að hann væri nefndur á nafn. Lögregla hefur síðan beðist afsökunar á að hafa tilgreint veru ráðherra. Það hafi verið mistök. Í yfirlýsingunni frá Ásmundarsal í dag segir að sýningarsalurinn, sem er á efri hæð Ásmundasalar, sé verslunarrými og falli því undir þær sóttvarnarreglur sem um þau gilda. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða heldur opna sýningu sem kallast „Gleðileg jól“. „Samkvæmt núverandi sóttvarnareglum gilda eftirfarandi fjöldatakmarkanir um Ásmundarsal, í samræmi við starfsemi og stærð húsnæðisins. Á neðri hæð Ásmundarsalar er kaffihús með vínveitingaleyfi þar sem 15 manns mega koma saman og viðbótarrýmið Gryfjan sem allt að 10 manns mega vera í. Á efri hæð er aðalsýningarrými verka þar sem allt að 35 manns mega koma saman. Heildarfjöldi í byggingunni getur því verið allt að 60 manns að uppfylltum sóttvarnarreglum. Á Þorláksmessukvöld var Gryfjan lokuð og var því leyfi fyrir 50 manns í húsinu. Eigendur telja ótvírætt að fjöldi gesta hafi ávallt verið undir því viðmiði,“ segir í yfirlýsingu frá eigendunum. Ásmundarsalur.Vísir/Sigurjón Í upphaflegri yfirlýsingu frá Ásmundarsal á aðfangadag sagði að gestafjöldi hefði á skömmum tíma farið úr 10 í 40 á ellefta tímanum. Þær upplýsingar voru svo fjarlægðar úr yfirlýsingunni. Segja salinn hafa mátt vera opinn til ellefu Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa haft leyfi til að hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessukvöld eins og aðrar verslanir. Auglýstur opnunartími hafi verið til 22 og hafi það verið með vilja gert til að tryggja að viðskiptavinir hefðu nægt svigrúm til að ljúka við listaverkakaup sín og að hægt yrði að tæma húsið ekki seinna en klukkan ellefu. Aðsókn í salinn var samkvæmt yfirlýsingunni jöfn og róleg yfir daginn. Alls hafi um 45 manns komið inn í húsið á ellefta tímanum og þar af hafi sumir stoppað stutt við. Heildarfjöldinn hafi aldrei farið yfir 50. Lögregla sagði í upplýsingapósti sínum að gestafjöldi hefði verið um 40-50 þegar hún mætti á svæðið þegar þegar klukkan nálgaðist 23. Tilkynning til lögreglu vegna samkvæmisins barst klukkan 22:24 en nokkur stund leið áður en lögregla mætti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í yfirlýsingu á aðfangadag að eftir að hafa verið í salnum í fimmtán mínútur hefði hann áttað sig á því að fjöldinn í salnum rúmaðist ekki innan takmarkana. Það hefði hann ekki gert og baðst hann afsökunar á því. Bjarni var meðal gesta þegar lögregla leysti upp samkomuna um klukkan 22:50. Að neðan má sjá nýjustu yfirlýsinguna frá Ásmundarsal í heild sinni. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við eigendur Ásmundarsalar vegna málsins. Yfirlýsing frá eigendum Ásmundarsalar Í ljósi ítrekraðrar umfjöllunar vilja eigendur Ásmundarsalar taka fram að ekki voru brotnar reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sýningin „Gleðileg jól“ var öllum opin þetta kvöld og ekki um einkasamkvæmi að ræða. Grímunotkun var hinsvegar ábótavant og því ljóst að mistök voru gerð í að tryggja sóttvarnir. Á þeim mistökum að fylgja ekki eftir grímuskyldu axla eigendur Ásmundarsalar fulla ábyrgð og munu tryggja að þau endurtaki sig ekki. Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi listhús og er í senn verslun, sýningarrými og veitingastaður. Í húsinu hefur jafnan verið lögð áhersla á lifandi list eftir samtímalistafólk. Listamenn starfa að jafnaði í Gryfjunni og í sölunum tveimur eru margvíslegar sýningar, tónleikar og aðrar uppákomur. Húsið er opið öllum nánast alla daga ársins og aðgangur er ókeypis, líkt og gilti á Þorláksmessukvöld. Sýningarsalurinn er verslunarrými og fellur undir þær sóttvarnarreglur sem um slík rými gilda, en jólamarkaður með listaverk hefur verið starfræktur húsinu í desember undanfarin þrjú ár. Samkvæmt núverandi sóttvarnareglum gilda eftirfarandi fjöldatakmarkanir um Ásmundarsal, í samræmi við starfsemi og stærð húsnæðisins. Á neðri hæð Ásmundarsalar er kaffihús með vínveitingaleyfi þar sem 15 manns mega koma saman og viðbótarrýmið Gryfjan sem allt að 10 manns mega vera í. Á efri hæð er aðalsýningarrými verka þar sem allt að 35 manns mega koma saman. Heildarfjöldi í byggingunni getur því verið allt að 60 manns að uppfylltum sóttvarnarreglum. Á Þorláksmessukvöld var Gryfjan lokuð og var því leyfi fyrir 50 manns í húsinu. Eigendur telja ótvírætt að fjöldi gesta hafi ávallt verið undir því viðmiði. Þegar sölusýningin „Gleðileg jól“ hófst í byrjun desember voru strangar sóttvarnareglur í gildi. Því var brugðið á það ráð að biðja gesti að skrá sig fyrirfram og mátti hver gestur vera í 30 mínútur í senn og að hámarki 10 manns í aðalsýningarrýminu. Almennar sóttvarnareglur voru rýmkaðar frá og með 10. desember en beðið var með að rýmka reglur Ásmundarsalar til 15. desember. Eins og aðrar verslanir umrætt Þorláksmessukvöld mátti Ásmundarsalur hafa opið til kl. 23:00. Auglýstur opnunartími var hins vegar til 22:00 en hugsunin með því var sú að viðskiptavinir hefðu nægt svigrúm til að ljúka við listaverkakaup sín og jafnframt að hægt yrði að tæma húsið ekki seinna en kl. 23:00. Á Þorláksmessu hafði aðsókn verið jöfn og róleg allan daginn. Veitingasölu á kaffihúsinu var hætt á hefðbundnum tíma kl. 17:00, en rými kaffihússins er hluti af sölu- og sýningarrýminu og var það því áfram opið sýningargestum. Alls komu um 45 manns inn í húsið síðasta klukkutímann fyrir lokun kl. 23:00 og stoppuðu sumir stutt við, eins og tíðkast á Þorláksmessu. Heildarfjöldinn fór aldrei yfir 50 og var því innan þeirra marka sem reglur mæla fyrir um. Kemur það heim og saman við talningu lögreglu. Þegar lögreglu bar að garði var starfsfólk að loka sýningunni og undirbúa að tæma húsið. Það er rangt sem hermt hefur verið að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða. Sýningin „Gleðileg jól“ með þátttöku fjölda listamanna var opin gestum og gangandi og hafði verið frá byrjun desember. Grímunotkun var hinsvegar ábótavant þegar leið að lokun umrætt Þorláksmessukvöld, of margir voru saman komnir til að tryggja fjarlægðarmörk og því ljóst að mistök voru gerð í að fylgja eftir sóttvörnum. Eigendur Ásmundarsalar harma það og þykir miður að hafa slakað á öryggiskröfum, en gestir salarins eiga að geta treyst því að fyllsta öryggis sé ávallt gætt. Eigendur Ásmundarsalar harma að þessi mistök hafi átt sér stað og biðjast innilega afsökunar á því. Tryggt verður til framtíðar að gestir hússins geti treyst því að sóttvarnarreglum verði fylgt í einu og öllu. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Ungliðahreyfingar bregðast við: UJ skorar á Framsókn og VG að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa í dag og undanfarna daga brugðist við vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sætt eftir að hann sótti fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 27. desember 2020 20:58 Segir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu ekkert erindi eiga í pólitík Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, hafa „lítið sem ekkert fram að færa í pólitík,“ og að þær „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn.“ Þetta má ráða af færslu sem Brynjar birtir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann vitnar til annarrar Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem Helga Vala og Þórhildur Sunna komu við sögu. 27. desember 2020 16:52 Ritari Vinstri grænna: „Mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar“ Ingibjörg Þórðardóttir, ritari Vinstri grænna, segir veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem sóttvarnareglum var greinilega ekki fylgt, það alvarlega að hann ætti að segja af sér. Hún sé þó ekki þeirrar skoðunar að samstarfsflokkarnir ættu að krefjast afsagnar. 27. desember 2020 14:44 Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur viðburðinn til skoðunar en lögregluþjónar stöðvuðu samkvæmið þegar klukkan var langt genginn ellefu á Þorláksmessukvöld. Samkvæmið hefur vakið mikla athygli vegna þess að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn þeirra sem var í salnum. Sjá einnig: „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Í yfirlýsingu frá hjónunum Sigurbirni Þorkelssyni og Aðalheiði Magnúsdóttur, sem er að mörgu leyti sambærileg þeirri sem birt var á Facebook á aðfangadag, segir að þau axli fulla ábyrgð og muni tryggja að þessi mistök endurtaki sig ekki. Í dagbók lögreglu á aðfangadag sagði að salurinn væri í flokki II sem veitingastaður og ætti því að hafa verið lokað klukkan 22. Gestir hafi verið á bilinu 40 til 50 þegar lögreglu bar að garði og mikil ölvun verið meðal gesta í salnum. Nánast enginn hafi verið með andlitsgrímu og einungis þrír sprittbrúsar í salnum. Þá sagði að gestir hefðu skilið með faðmlögum og jafnvel kossum. Einn hafi verið sérlega ósáttur við afskiptin og líkt lögregluþjónum við nasista. Þá var nefnt að ráðherra hefði verið meðal gesta án þess að hann væri nefndur á nafn. Lögregla hefur síðan beðist afsökunar á að hafa tilgreint veru ráðherra. Það hafi verið mistök. Í yfirlýsingunni frá Ásmundarsal í dag segir að sýningarsalurinn, sem er á efri hæð Ásmundasalar, sé verslunarrými og falli því undir þær sóttvarnarreglur sem um þau gilda. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða heldur opna sýningu sem kallast „Gleðileg jól“. „Samkvæmt núverandi sóttvarnareglum gilda eftirfarandi fjöldatakmarkanir um Ásmundarsal, í samræmi við starfsemi og stærð húsnæðisins. Á neðri hæð Ásmundarsalar er kaffihús með vínveitingaleyfi þar sem 15 manns mega koma saman og viðbótarrýmið Gryfjan sem allt að 10 manns mega vera í. Á efri hæð er aðalsýningarrými verka þar sem allt að 35 manns mega koma saman. Heildarfjöldi í byggingunni getur því verið allt að 60 manns að uppfylltum sóttvarnarreglum. Á Þorláksmessukvöld var Gryfjan lokuð og var því leyfi fyrir 50 manns í húsinu. Eigendur telja ótvírætt að fjöldi gesta hafi ávallt verið undir því viðmiði,“ segir í yfirlýsingu frá eigendunum. Ásmundarsalur.Vísir/Sigurjón Í upphaflegri yfirlýsingu frá Ásmundarsal á aðfangadag sagði að gestafjöldi hefði á skömmum tíma farið úr 10 í 40 á ellefta tímanum. Þær upplýsingar voru svo fjarlægðar úr yfirlýsingunni. Segja salinn hafa mátt vera opinn til ellefu Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa haft leyfi til að hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessukvöld eins og aðrar verslanir. Auglýstur opnunartími hafi verið til 22 og hafi það verið með vilja gert til að tryggja að viðskiptavinir hefðu nægt svigrúm til að ljúka við listaverkakaup sín og að hægt yrði að tæma húsið ekki seinna en klukkan ellefu. Aðsókn í salinn var samkvæmt yfirlýsingunni jöfn og róleg yfir daginn. Alls hafi um 45 manns komið inn í húsið á ellefta tímanum og þar af hafi sumir stoppað stutt við. Heildarfjöldinn hafi aldrei farið yfir 50. Lögregla sagði í upplýsingapósti sínum að gestafjöldi hefði verið um 40-50 þegar hún mætti á svæðið þegar þegar klukkan nálgaðist 23. Tilkynning til lögreglu vegna samkvæmisins barst klukkan 22:24 en nokkur stund leið áður en lögregla mætti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í yfirlýsingu á aðfangadag að eftir að hafa verið í salnum í fimmtán mínútur hefði hann áttað sig á því að fjöldinn í salnum rúmaðist ekki innan takmarkana. Það hefði hann ekki gert og baðst hann afsökunar á því. Bjarni var meðal gesta þegar lögregla leysti upp samkomuna um klukkan 22:50. Að neðan má sjá nýjustu yfirlýsinguna frá Ásmundarsal í heild sinni. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við eigendur Ásmundarsalar vegna málsins. Yfirlýsing frá eigendum Ásmundarsalar Í ljósi ítrekraðrar umfjöllunar vilja eigendur Ásmundarsalar taka fram að ekki voru brotnar reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sýningin „Gleðileg jól“ var öllum opin þetta kvöld og ekki um einkasamkvæmi að ræða. Grímunotkun var hinsvegar ábótavant og því ljóst að mistök voru gerð í að tryggja sóttvarnir. Á þeim mistökum að fylgja ekki eftir grímuskyldu axla eigendur Ásmundarsalar fulla ábyrgð og munu tryggja að þau endurtaki sig ekki. Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi listhús og er í senn verslun, sýningarrými og veitingastaður. Í húsinu hefur jafnan verið lögð áhersla á lifandi list eftir samtímalistafólk. Listamenn starfa að jafnaði í Gryfjunni og í sölunum tveimur eru margvíslegar sýningar, tónleikar og aðrar uppákomur. Húsið er opið öllum nánast alla daga ársins og aðgangur er ókeypis, líkt og gilti á Þorláksmessukvöld. Sýningarsalurinn er verslunarrými og fellur undir þær sóttvarnarreglur sem um slík rými gilda, en jólamarkaður með listaverk hefur verið starfræktur húsinu í desember undanfarin þrjú ár. Samkvæmt núverandi sóttvarnareglum gilda eftirfarandi fjöldatakmarkanir um Ásmundarsal, í samræmi við starfsemi og stærð húsnæðisins. Á neðri hæð Ásmundarsalar er kaffihús með vínveitingaleyfi þar sem 15 manns mega koma saman og viðbótarrýmið Gryfjan sem allt að 10 manns mega vera í. Á efri hæð er aðalsýningarrými verka þar sem allt að 35 manns mega koma saman. Heildarfjöldi í byggingunni getur því verið allt að 60 manns að uppfylltum sóttvarnarreglum. Á Þorláksmessukvöld var Gryfjan lokuð og var því leyfi fyrir 50 manns í húsinu. Eigendur telja ótvírætt að fjöldi gesta hafi ávallt verið undir því viðmiði. Þegar sölusýningin „Gleðileg jól“ hófst í byrjun desember voru strangar sóttvarnareglur í gildi. Því var brugðið á það ráð að biðja gesti að skrá sig fyrirfram og mátti hver gestur vera í 30 mínútur í senn og að hámarki 10 manns í aðalsýningarrýminu. Almennar sóttvarnareglur voru rýmkaðar frá og með 10. desember en beðið var með að rýmka reglur Ásmundarsalar til 15. desember. Eins og aðrar verslanir umrætt Þorláksmessukvöld mátti Ásmundarsalur hafa opið til kl. 23:00. Auglýstur opnunartími var hins vegar til 22:00 en hugsunin með því var sú að viðskiptavinir hefðu nægt svigrúm til að ljúka við listaverkakaup sín og jafnframt að hægt yrði að tæma húsið ekki seinna en kl. 23:00. Á Þorláksmessu hafði aðsókn verið jöfn og róleg allan daginn. Veitingasölu á kaffihúsinu var hætt á hefðbundnum tíma kl. 17:00, en rými kaffihússins er hluti af sölu- og sýningarrýminu og var það því áfram opið sýningargestum. Alls komu um 45 manns inn í húsið síðasta klukkutímann fyrir lokun kl. 23:00 og stoppuðu sumir stutt við, eins og tíðkast á Þorláksmessu. Heildarfjöldinn fór aldrei yfir 50 og var því innan þeirra marka sem reglur mæla fyrir um. Kemur það heim og saman við talningu lögreglu. Þegar lögreglu bar að garði var starfsfólk að loka sýningunni og undirbúa að tæma húsið. Það er rangt sem hermt hefur verið að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða. Sýningin „Gleðileg jól“ með þátttöku fjölda listamanna var opin gestum og gangandi og hafði verið frá byrjun desember. Grímunotkun var hinsvegar ábótavant þegar leið að lokun umrætt Þorláksmessukvöld, of margir voru saman komnir til að tryggja fjarlægðarmörk og því ljóst að mistök voru gerð í að fylgja eftir sóttvörnum. Eigendur Ásmundarsalar harma það og þykir miður að hafa slakað á öryggiskröfum, en gestir salarins eiga að geta treyst því að fyllsta öryggis sé ávallt gætt. Eigendur Ásmundarsalar harma að þessi mistök hafi átt sér stað og biðjast innilega afsökunar á því. Tryggt verður til framtíðar að gestir hússins geti treyst því að sóttvarnarreglum verði fylgt í einu og öllu.
Yfirlýsing frá eigendum Ásmundarsalar Í ljósi ítrekraðrar umfjöllunar vilja eigendur Ásmundarsalar taka fram að ekki voru brotnar reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sýningin „Gleðileg jól“ var öllum opin þetta kvöld og ekki um einkasamkvæmi að ræða. Grímunotkun var hinsvegar ábótavant og því ljóst að mistök voru gerð í að tryggja sóttvarnir. Á þeim mistökum að fylgja ekki eftir grímuskyldu axla eigendur Ásmundarsalar fulla ábyrgð og munu tryggja að þau endurtaki sig ekki. Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi listhús og er í senn verslun, sýningarrými og veitingastaður. Í húsinu hefur jafnan verið lögð áhersla á lifandi list eftir samtímalistafólk. Listamenn starfa að jafnaði í Gryfjunni og í sölunum tveimur eru margvíslegar sýningar, tónleikar og aðrar uppákomur. Húsið er opið öllum nánast alla daga ársins og aðgangur er ókeypis, líkt og gilti á Þorláksmessukvöld. Sýningarsalurinn er verslunarrými og fellur undir þær sóttvarnarreglur sem um slík rými gilda, en jólamarkaður með listaverk hefur verið starfræktur húsinu í desember undanfarin þrjú ár. Samkvæmt núverandi sóttvarnareglum gilda eftirfarandi fjöldatakmarkanir um Ásmundarsal, í samræmi við starfsemi og stærð húsnæðisins. Á neðri hæð Ásmundarsalar er kaffihús með vínveitingaleyfi þar sem 15 manns mega koma saman og viðbótarrýmið Gryfjan sem allt að 10 manns mega vera í. Á efri hæð er aðalsýningarrými verka þar sem allt að 35 manns mega koma saman. Heildarfjöldi í byggingunni getur því verið allt að 60 manns að uppfylltum sóttvarnarreglum. Á Þorláksmessukvöld var Gryfjan lokuð og var því leyfi fyrir 50 manns í húsinu. Eigendur telja ótvírætt að fjöldi gesta hafi ávallt verið undir því viðmiði. Þegar sölusýningin „Gleðileg jól“ hófst í byrjun desember voru strangar sóttvarnareglur í gildi. Því var brugðið á það ráð að biðja gesti að skrá sig fyrirfram og mátti hver gestur vera í 30 mínútur í senn og að hámarki 10 manns í aðalsýningarrýminu. Almennar sóttvarnareglur voru rýmkaðar frá og með 10. desember en beðið var með að rýmka reglur Ásmundarsalar til 15. desember. Eins og aðrar verslanir umrætt Þorláksmessukvöld mátti Ásmundarsalur hafa opið til kl. 23:00. Auglýstur opnunartími var hins vegar til 22:00 en hugsunin með því var sú að viðskiptavinir hefðu nægt svigrúm til að ljúka við listaverkakaup sín og jafnframt að hægt yrði að tæma húsið ekki seinna en kl. 23:00. Á Þorláksmessu hafði aðsókn verið jöfn og róleg allan daginn. Veitingasölu á kaffihúsinu var hætt á hefðbundnum tíma kl. 17:00, en rými kaffihússins er hluti af sölu- og sýningarrýminu og var það því áfram opið sýningargestum. Alls komu um 45 manns inn í húsið síðasta klukkutímann fyrir lokun kl. 23:00 og stoppuðu sumir stutt við, eins og tíðkast á Þorláksmessu. Heildarfjöldinn fór aldrei yfir 50 og var því innan þeirra marka sem reglur mæla fyrir um. Kemur það heim og saman við talningu lögreglu. Þegar lögreglu bar að garði var starfsfólk að loka sýningunni og undirbúa að tæma húsið. Það er rangt sem hermt hefur verið að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða. Sýningin „Gleðileg jól“ með þátttöku fjölda listamanna var opin gestum og gangandi og hafði verið frá byrjun desember. Grímunotkun var hinsvegar ábótavant þegar leið að lokun umrætt Þorláksmessukvöld, of margir voru saman komnir til að tryggja fjarlægðarmörk og því ljóst að mistök voru gerð í að fylgja eftir sóttvörnum. Eigendur Ásmundarsalar harma það og þykir miður að hafa slakað á öryggiskröfum, en gestir salarins eiga að geta treyst því að fyllsta öryggis sé ávallt gætt. Eigendur Ásmundarsalar harma að þessi mistök hafi átt sér stað og biðjast innilega afsökunar á því. Tryggt verður til framtíðar að gestir hússins geti treyst því að sóttvarnarreglum verði fylgt í einu og öllu.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Ungliðahreyfingar bregðast við: UJ skorar á Framsókn og VG að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa í dag og undanfarna daga brugðist við vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sætt eftir að hann sótti fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 27. desember 2020 20:58 Segir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu ekkert erindi eiga í pólitík Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, hafa „lítið sem ekkert fram að færa í pólitík,“ og að þær „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn.“ Þetta má ráða af færslu sem Brynjar birtir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann vitnar til annarrar Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem Helga Vala og Þórhildur Sunna komu við sögu. 27. desember 2020 16:52 Ritari Vinstri grænna: „Mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar“ Ingibjörg Þórðardóttir, ritari Vinstri grænna, segir veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem sóttvarnareglum var greinilega ekki fylgt, það alvarlega að hann ætti að segja af sér. Hún sé þó ekki þeirrar skoðunar að samstarfsflokkarnir ættu að krefjast afsagnar. 27. desember 2020 14:44 Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Ungliðahreyfingar bregðast við: UJ skorar á Framsókn og VG að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa í dag og undanfarna daga brugðist við vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sætt eftir að hann sótti fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 27. desember 2020 20:58
Segir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu ekkert erindi eiga í pólitík Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, hafa „lítið sem ekkert fram að færa í pólitík,“ og að þær „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn.“ Þetta má ráða af færslu sem Brynjar birtir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann vitnar til annarrar Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem Helga Vala og Þórhildur Sunna komu við sögu. 27. desember 2020 16:52
Ritari Vinstri grænna: „Mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar“ Ingibjörg Þórðardóttir, ritari Vinstri grænna, segir veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem sóttvarnareglum var greinilega ekki fylgt, það alvarlega að hann ætti að segja af sér. Hún sé þó ekki þeirrar skoðunar að samstarfsflokkarnir ættu að krefjast afsagnar. 27. desember 2020 14:44
Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18