Segjast fegin því að árið sé senn á enda: „Það er bara fínt að sprengja þetta burt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2020 22:02 Flugeldasala Landsbjargar fer vel af stað. Þeir sem fréttastofa ræddi við segjast dauðfegnir að árið sé að líða undir lok og hlakka til að sprengja það burt. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir söluna jafnvel meiri í ár en í fyrra. „Það er okkar tilfinning að efnahagssveiflur hafa tiltölulega lítil áhrif á flugeldasölu. Það er okkar reynsla í gegnum árin,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Engar áramótabrennur verða á dagskrá á gamlárskvöld vegna samkomutakmarkanna. Ekki er mælst með því að fólk safnist saman en undanfarin ár hefur til dæmis verið mikil hópamyndun fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður vel mönnuð á síðasta degi ársins en ekki með fyrirfram skipulagðan viðbúnað vegna hópamyndana. Fegin að árið sé á enda Fréttastofa ræddi við fólk sem statt var í flugeldasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar „Ég held að flestir séu bara nokkuð fegnir. Það er bara fínt að sprengja þetta burt,“ sagði Sólveig Björnsdóttir. „Ég verð dauðfegin að kveðja þetta ár,“ sagði Birna og Viktor sem var með henni í för segir að gleðin verði mikil. Ætlið þið að sprengja meira í ár en síðustu ár? „Kannski, sjáum til,“ sagði Viktor og bætir Sigurjón því við að kakan verði aðeins stærri í ár en síðustu ár. Sigurjón, Birna og Viktor keyptu flugelda í dag og segjast dauðfegin því að árið sé á enda.STÖÐ2 „Við ætlum ekki að kveðja þetta ár með mínútu þögn. Við ætlum að sprengja það í burtu, það er það sem ég heyri“ sagði Þór. Sterkar líkur eru á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2021 vegna veðurskilyrða og megnunar frá flugeldum að því er segir í tilkynningu frá borginni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar stendur fyrir flugeldasýningu klukkan 20.30 í kvöld. Skotið verður upp frá Hvaleyrarlóni og er fólk minnt á að gæta að sóttvarnareglum og njóta sýningarinnar í jólakúlunni, t.d. í bílnum. Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir söluna jafnvel meiri í ár en í fyrra. „Það er okkar tilfinning að efnahagssveiflur hafa tiltölulega lítil áhrif á flugeldasölu. Það er okkar reynsla í gegnum árin,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Engar áramótabrennur verða á dagskrá á gamlárskvöld vegna samkomutakmarkanna. Ekki er mælst með því að fólk safnist saman en undanfarin ár hefur til dæmis verið mikil hópamyndun fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður vel mönnuð á síðasta degi ársins en ekki með fyrirfram skipulagðan viðbúnað vegna hópamyndana. Fegin að árið sé á enda Fréttastofa ræddi við fólk sem statt var í flugeldasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar „Ég held að flestir séu bara nokkuð fegnir. Það er bara fínt að sprengja þetta burt,“ sagði Sólveig Björnsdóttir. „Ég verð dauðfegin að kveðja þetta ár,“ sagði Birna og Viktor sem var með henni í för segir að gleðin verði mikil. Ætlið þið að sprengja meira í ár en síðustu ár? „Kannski, sjáum til,“ sagði Viktor og bætir Sigurjón því við að kakan verði aðeins stærri í ár en síðustu ár. Sigurjón, Birna og Viktor keyptu flugelda í dag og segjast dauðfegin því að árið sé á enda.STÖÐ2 „Við ætlum ekki að kveðja þetta ár með mínútu þögn. Við ætlum að sprengja það í burtu, það er það sem ég heyri“ sagði Þór. Sterkar líkur eru á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2021 vegna veðurskilyrða og megnunar frá flugeldum að því er segir í tilkynningu frá borginni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar stendur fyrir flugeldasýningu klukkan 20.30 í kvöld. Skotið verður upp frá Hvaleyrarlóni og er fólk minnt á að gæta að sóttvarnareglum og njóta sýningarinnar í jólakúlunni, t.d. í bílnum.
Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14