Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. desember 2020 14:22 Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að ákjósanlegast sé að skammta sér tíma úti við á gamlárskvöld því svifryksmengun verður gífurleg. Þeir sem eru veikir fyrir ættu að halda sig innandyra og passa að gluggar séu lokaðir. Vísir/Vilhelm Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. Þorsteinn mælir með því að fólk skammti sér tíma úti við annað kvöld. Þeir sem veikir eru fyrir ættu þó að halda sig innandyra og passa að gluggarnir séu lokaðir. Við þær veðuraðstæður sem eru í kortunum annað kvöld á mengunin sér enga undankomuleið og því er viðbúið að loftgæðin verði með eindæmum slæm. Mörgum er minnisstæð flugeldamengunin sem myndaðist áramótin 2016/2017 en þá mátti vart sjá litadýrðina fyrir reykmekkinum. „Það er viðbúið að það verði talsverð mengun langt fram eftir nóttu og jafnvel fram eftir morgni. Loftið nær ekki að þynnast,“ sagði Þorsteinn. „Þetta hefur náttúrulega fyrst og fremst áhrif á þá sem veikir eru fyrir og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en í raun hefur þetta einhver áhrif á alla þegar þetta er orðið svona mikið. Ef við erum að tala um klukkustundarstyrkur svifryks verði upp á nokkur hundruð eða jafnvel nokkur þúsund míkrógrömm á rúmmetra þá gætu allir fundið fyrir einhverjum óþægindum.“ Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.Vísir/Egill Þorsteinn segir að hópurinn sé nokkuð stór sem þarf sérstaklega að gæta sín á gamlárskvöld. „Það má segja ung börn, fólk með undirliggjandi sjúkdóma, allt eldra fólk og núna á þessum COVID-tímum bætist við þessi hópur sem hefur fengið COVID og glímir við eftirköstin og þeir eru þá líka viðkvæmir fyrir þessu.“ Viðkvæmir flýja svifryksmengunina í höfuðborginni Flugeldasala hefur gengið afar vel þetta árið en Þorsteinn biðlar til fólks að fresta sprengingum þar til á þrettándanum. Og í staðinn fyrir að kaupa flugelda sé hægt að styrkja björgunarsveitirnar með beinum framlögum. Hvað getur fólk gert til að verja sig og sína? „Já, áhrif á heilsu eru líka mikið tengd tímabilinu sem þú ert í þessari miklu mengun, þannig að takmörkun á útivist er það sem hægt er að gera, hægt er að halda sig innandyra með lokaða glugga og svo heyrir maður á viðkvæmu fólki sem hreinlega fer út á land, í sumarbústað eða eitthvað þannig að sumir eru í erfiðri stöðu.“ Umhverfismál Áramót Flugeldar Tengdar fréttir „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Þorsteinn mælir með því að fólk skammti sér tíma úti við annað kvöld. Þeir sem veikir eru fyrir ættu þó að halda sig innandyra og passa að gluggarnir séu lokaðir. Við þær veðuraðstæður sem eru í kortunum annað kvöld á mengunin sér enga undankomuleið og því er viðbúið að loftgæðin verði með eindæmum slæm. Mörgum er minnisstæð flugeldamengunin sem myndaðist áramótin 2016/2017 en þá mátti vart sjá litadýrðina fyrir reykmekkinum. „Það er viðbúið að það verði talsverð mengun langt fram eftir nóttu og jafnvel fram eftir morgni. Loftið nær ekki að þynnast,“ sagði Þorsteinn. „Þetta hefur náttúrulega fyrst og fremst áhrif á þá sem veikir eru fyrir og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en í raun hefur þetta einhver áhrif á alla þegar þetta er orðið svona mikið. Ef við erum að tala um klukkustundarstyrkur svifryks verði upp á nokkur hundruð eða jafnvel nokkur þúsund míkrógrömm á rúmmetra þá gætu allir fundið fyrir einhverjum óþægindum.“ Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.Vísir/Egill Þorsteinn segir að hópurinn sé nokkuð stór sem þarf sérstaklega að gæta sín á gamlárskvöld. „Það má segja ung börn, fólk með undirliggjandi sjúkdóma, allt eldra fólk og núna á þessum COVID-tímum bætist við þessi hópur sem hefur fengið COVID og glímir við eftirköstin og þeir eru þá líka viðkvæmir fyrir þessu.“ Viðkvæmir flýja svifryksmengunina í höfuðborginni Flugeldasala hefur gengið afar vel þetta árið en Þorsteinn biðlar til fólks að fresta sprengingum þar til á þrettándanum. Og í staðinn fyrir að kaupa flugelda sé hægt að styrkja björgunarsveitirnar með beinum framlögum. Hvað getur fólk gert til að verja sig og sína? „Já, áhrif á heilsu eru líka mikið tengd tímabilinu sem þú ert í þessari miklu mengun, þannig að takmörkun á útivist er það sem hægt er að gera, hægt er að halda sig innandyra með lokaða glugga og svo heyrir maður á viðkvæmu fólki sem hreinlega fer út á land, í sumarbústað eða eitthvað þannig að sumir eru í erfiðri stöðu.“
Umhverfismál Áramót Flugeldar Tengdar fréttir „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21
Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57