Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 19:10 Berglind Björg Þorvaldsdóttir í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson. vísir/skjáskot „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Berglind ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag, nýjum þætti sem sýndur verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi kl. 15. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind föst á Ítalíu en ber sig vel „Lífið er heldur betur búið að breytast. Það er svo ótrúlega mikil óvissa hérna og það er í rauninni enginn dagur eins. Maður bíður eftir nýjum upplýsingum á hverjum einasta degi en hefðbundinn dagur er bara að vakna, læra og slaka á. Það er ekki mikið annað í boði, segir Berglind. Leikmenn AC Milan hafi fengið að vita að næsta æfing eigi að vera 23. mars en undanfarið hafi ítrekað verið boðað til æfinga sem svo hafi verið blásnar af vegna ástandsins.“ „Það er orðið frekar erfitt að vakna núna því að maður veit að það er ekkert framundan,“ segir Berglind. Hún er að láni hjá AC Milan frá Breiðabliki og hugurinn hefur leitað heimleiðis: „Já, klárlega. Sérstaklega þegar þetta var fyrst að byrja og maður vissi ekki hvernig maður ætti að haga sér. Þetta er náttúrulega erfitt, en ég veit að ég get ekkert gert í þessari stöðu. Ég get ekki komið heim eða neitt. Maður þarf bara að tala við fólkið heima í gegnum Skype eða eitthvað,“ segir Berglind. En hvernig hafa íbúar Mílanó tekist á við útgöngubann stjórnvalda? „Mér fannst fólk frekar kærulaust hérna í byrjun. Það var enn bara að fara út og lifa sínu lífi, en núna eftir að stjórnvöld settu þessi lög um að fólk ætti að halda sér inni þá fóru veitingastaðir að loka og svona. Maður finnur það núna að fólk er virkilega hrætt og það er enginn úti. Við eigum að halda okkur heima og megum í rauninni bara fara út ef það er eitthvað neyðarástand eða til þess að kaupa mat.“ Þrátt fyrir allt sér Berglind ekki eftir því að hafa gengið til liðs við AC Milan en hún raðaði inn mörkum í búningi liðsins áður en hlé var gert á keppni á Ítalíu: „Þetta er ótrúlega flott tækifæri og ég sé klárlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Mér líður mjög vel og hefur gengið vel, svo þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er mjög leiðinlegt að þetta ástand sé núna, að maður geti hvorki æft með liðinu né keppt. Ég veit ekki hvort ég hef spilað minn síðasta leik hér eða ekki því ég kem vonandi til Íslands í byrjun maí. Við sjáum til.“ Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
„Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Berglind ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag, nýjum þætti sem sýndur verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi kl. 15. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind föst á Ítalíu en ber sig vel „Lífið er heldur betur búið að breytast. Það er svo ótrúlega mikil óvissa hérna og það er í rauninni enginn dagur eins. Maður bíður eftir nýjum upplýsingum á hverjum einasta degi en hefðbundinn dagur er bara að vakna, læra og slaka á. Það er ekki mikið annað í boði, segir Berglind. Leikmenn AC Milan hafi fengið að vita að næsta æfing eigi að vera 23. mars en undanfarið hafi ítrekað verið boðað til æfinga sem svo hafi verið blásnar af vegna ástandsins.“ „Það er orðið frekar erfitt að vakna núna því að maður veit að það er ekkert framundan,“ segir Berglind. Hún er að láni hjá AC Milan frá Breiðabliki og hugurinn hefur leitað heimleiðis: „Já, klárlega. Sérstaklega þegar þetta var fyrst að byrja og maður vissi ekki hvernig maður ætti að haga sér. Þetta er náttúrulega erfitt, en ég veit að ég get ekkert gert í þessari stöðu. Ég get ekki komið heim eða neitt. Maður þarf bara að tala við fólkið heima í gegnum Skype eða eitthvað,“ segir Berglind. En hvernig hafa íbúar Mílanó tekist á við útgöngubann stjórnvalda? „Mér fannst fólk frekar kærulaust hérna í byrjun. Það var enn bara að fara út og lifa sínu lífi, en núna eftir að stjórnvöld settu þessi lög um að fólk ætti að halda sér inni þá fóru veitingastaðir að loka og svona. Maður finnur það núna að fólk er virkilega hrætt og það er enginn úti. Við eigum að halda okkur heima og megum í rauninni bara fara út ef það er eitthvað neyðarástand eða til þess að kaupa mat.“ Þrátt fyrir allt sér Berglind ekki eftir því að hafa gengið til liðs við AC Milan en hún raðaði inn mörkum í búningi liðsins áður en hlé var gert á keppni á Ítalíu: „Þetta er ótrúlega flott tækifæri og ég sé klárlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Mér líður mjög vel og hefur gengið vel, svo þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er mjög leiðinlegt að þetta ástand sé núna, að maður geti hvorki æft með liðinu né keppt. Ég veit ekki hvort ég hef spilað minn síðasta leik hér eða ekki því ég kem vonandi til Íslands í byrjun maí. Við sjáum til.“
Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35