Opið bréf sem er ekki í viðhengi Finnur Pálmi Magnússon skrifar 17. mars 2020 16:30 Kæri stjórnandi menntastofnunar, leikskóla eða tómstundafélags, Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir að halda mér upplýstum um framgang barnsins míns og helstu viðburði á vegum stofnunarinnar. Mig langaði samt að benda vinalega á að þessari áráttu með að setja allar upplýsingar í viðhengi verður að ljúka. Það eru engin rök fyrir því að þvinga okkur sem veitum póstunum viðtöku að opna PDF skjöl til að komast að efni póstins. Svo ekki sé talað um Word skjöl. Ég er ekki með Word á símanum mínum. Einu rökin sem ég hef heyrt sem styðja við þessa viðhengja áráttu er að þannig sé hægt að hafa betri stjórn á letri og uppsetningu. Það á bara ekki við um tölvupóst. Þér er frjálst að vera skapandi með Comic sans þegar prentaðar eru út tilkynningar sem eiga að fara á veggi. En þegar lesa skal tölvupóst, þá erum við með alls kyns tæki og forrit sem sem við höfum valið og stilt til að lesa texta á því sniði sem hentar okkur. Rök sem mæla með því að skrifa efni tölvupósts í sjálfan tölvupóstinn: Færri smellir og tímasparnaður; Maður opnar póstinn og les efnið. Leit; Það er betri stuðningur við að leita í efni póstins en viðhengjum. Maður gæti þá fundið gamla póstinn með páskabingóinu þegar mikið liggur á. Þessu tengt, þá er listgrein að tilgreina efni póstins greinilega í Subject línunni svo maður endi ekki með 20 pósta sem allir hafa titilinn Tilkynning í viðhengi. Öryggi; Það er sífellt verið að brýna fyrir fólki að opna ekki viðhengi vegna hættu á vírusum. Þið eruð að þjálfa fólk til að opna viðhengi margoft á dag. Aðgengi; Fólk les pósta í símum og á tölvuskjám í mismunandi forritum sem þeim henta. Fólk sem sér illa, hefur litblindu eða aðra skerðingu getur þannig ráðið hvaða letur og litir eru notaðir í lestri á pósti. Þú ert að taka fram fyrir hendur á þessu fólki með því að senda PDF viðhengi. Samskipti; Tölvupóstar eru hannaðir í tvíátta samskipti og ef ég hefði áhuga á að svara póstinum með því að vitna í hluta hans, þá er það einfaldara ef efnið er í sjálfum póstinum. Tökum nú höndum saman og hættum þessu. Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist. Í næsta bréfi mun ég fjalla um möguleikann á því að bjóða fólki á viðburði með því að nota dagatals virkni tölvupóstforrita. Þar er í lagi að setja viðhengi. Með vinsemd og virðingu. Finnur Pálmi Magnússon foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Netöryggi Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Kæri stjórnandi menntastofnunar, leikskóla eða tómstundafélags, Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir að halda mér upplýstum um framgang barnsins míns og helstu viðburði á vegum stofnunarinnar. Mig langaði samt að benda vinalega á að þessari áráttu með að setja allar upplýsingar í viðhengi verður að ljúka. Það eru engin rök fyrir því að þvinga okkur sem veitum póstunum viðtöku að opna PDF skjöl til að komast að efni póstins. Svo ekki sé talað um Word skjöl. Ég er ekki með Word á símanum mínum. Einu rökin sem ég hef heyrt sem styðja við þessa viðhengja áráttu er að þannig sé hægt að hafa betri stjórn á letri og uppsetningu. Það á bara ekki við um tölvupóst. Þér er frjálst að vera skapandi með Comic sans þegar prentaðar eru út tilkynningar sem eiga að fara á veggi. En þegar lesa skal tölvupóst, þá erum við með alls kyns tæki og forrit sem sem við höfum valið og stilt til að lesa texta á því sniði sem hentar okkur. Rök sem mæla með því að skrifa efni tölvupósts í sjálfan tölvupóstinn: Færri smellir og tímasparnaður; Maður opnar póstinn og les efnið. Leit; Það er betri stuðningur við að leita í efni póstins en viðhengjum. Maður gæti þá fundið gamla póstinn með páskabingóinu þegar mikið liggur á. Þessu tengt, þá er listgrein að tilgreina efni póstins greinilega í Subject línunni svo maður endi ekki með 20 pósta sem allir hafa titilinn Tilkynning í viðhengi. Öryggi; Það er sífellt verið að brýna fyrir fólki að opna ekki viðhengi vegna hættu á vírusum. Þið eruð að þjálfa fólk til að opna viðhengi margoft á dag. Aðgengi; Fólk les pósta í símum og á tölvuskjám í mismunandi forritum sem þeim henta. Fólk sem sér illa, hefur litblindu eða aðra skerðingu getur þannig ráðið hvaða letur og litir eru notaðir í lestri á pósti. Þú ert að taka fram fyrir hendur á þessu fólki með því að senda PDF viðhengi. Samskipti; Tölvupóstar eru hannaðir í tvíátta samskipti og ef ég hefði áhuga á að svara póstinum með því að vitna í hluta hans, þá er það einfaldara ef efnið er í sjálfum póstinum. Tökum nú höndum saman og hættum þessu. Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist. Í næsta bréfi mun ég fjalla um möguleikann á því að bjóða fólki á viðburði með því að nota dagatals virkni tölvupóstforrita. Þar er í lagi að setja viðhengi. Með vinsemd og virðingu. Finnur Pálmi Magnússon foreldri.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun