Stærðarinnar búrhval rak á land nálægt íbúðabyggð Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2020 15:51 Fullvaxnir búrhvalstarfar geta orðið um 20 metrar að lengd og 40 til 50 tonn að þyngd. Róbert Daníel Jónsson Stærðarinnar búrhval rak á land á Blönduósi og er hann um tíu metrar að lengd. Greinilegt er að um karlkyns dýr, tarf, er að ræða og liggur hræið nú í fjörunni neðan við íbúðabyggð. Róbert Daníel Jónsson, sem er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi, náði þessum fallegu myndum af hræinu í dag og telur að nokkur tími sé liðinn frá því að hvalurinn drapst. Samstarfskona Róberts benti honum á hvalinn sem er staðsettur rétt fyrir neðan heimili hennar. Róbert Daníel Jónsson Ekki er kominn óþefur af dýrinu enn sem komið er sem verða að teljast góðar fréttir fyrir íbúa bæjarins. Róbert telur að kuldasamt veður hafi eflaust hjálpað þeim í því tilliti. „Það er sem betur fer ekki farið að ilma af honum þarna upp hlíðina.“ Róbert segir gaman að hugsa til þess að hér áður fyrr hafi svona dýr verið ákveðinn hvalreki í orðsins fyllstu merkingu, annað en nú. „Í dag er þetta bara kostnaður fyrir sveitarfélagið,“ segir Róbert léttur í bragði. Hann segist ekki vera með það á hreinu hvort að búið sé að tilkynna þar til bærum yfirvöldum um dýrið en veit til þess að starfsmenn sveitarfélagsins séu meðvitaðir um málið. Hér sést vel hversu nálægt mannabyggð búrhvalurinn er. Róbert Daníel Jónsson Róbert Daníel Jónsson Dýr Blönduós Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Stærðarinnar búrhval rak á land á Blönduósi og er hann um tíu metrar að lengd. Greinilegt er að um karlkyns dýr, tarf, er að ræða og liggur hræið nú í fjörunni neðan við íbúðabyggð. Róbert Daníel Jónsson, sem er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi, náði þessum fallegu myndum af hræinu í dag og telur að nokkur tími sé liðinn frá því að hvalurinn drapst. Samstarfskona Róberts benti honum á hvalinn sem er staðsettur rétt fyrir neðan heimili hennar. Róbert Daníel Jónsson Ekki er kominn óþefur af dýrinu enn sem komið er sem verða að teljast góðar fréttir fyrir íbúa bæjarins. Róbert telur að kuldasamt veður hafi eflaust hjálpað þeim í því tilliti. „Það er sem betur fer ekki farið að ilma af honum þarna upp hlíðina.“ Róbert segir gaman að hugsa til þess að hér áður fyrr hafi svona dýr verið ákveðinn hvalreki í orðsins fyllstu merkingu, annað en nú. „Í dag er þetta bara kostnaður fyrir sveitarfélagið,“ segir Róbert léttur í bragði. Hann segist ekki vera með það á hreinu hvort að búið sé að tilkynna þar til bærum yfirvöldum um dýrið en veit til þess að starfsmenn sveitarfélagsins séu meðvitaðir um málið. Hér sést vel hversu nálægt mannabyggð búrhvalurinn er. Róbert Daníel Jónsson Róbert Daníel Jónsson
Dýr Blönduós Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira