Beðið eftir útreikningum á kostnaði við atvinnufrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 12:39 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Vísir/Baldur Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Eins og frumvarpið lítur út núna gæti fólk sem verður fyrir lækkun starfshlutfalls vegna minnkandi umsvifa fyrirtækja á næstu þremur mánuðum fengið atvinnuleysisbætur til að vega upp á móti. Frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mælti fyrir því á þriðjudag. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir nefndarfólk hafa byrjað að rýna frumvarpið strax á föstudag. „Og höfum svo verið að taka á móti gestum frá því eldsnemma á mánudagsmorgun.“ Þið funduðuð aðeins í gær og nú er hlé, eftir hverju er beðið núna? „Við erum aðallega að bíða eftir frekari útreikningum frá ráðuneytinu. Mögulegum breytingum eða tillögum að breytingum frá ríkisstjórninni,“ segir formaður velferðarnefndar. Nefndin sjálf hafi hugmyndir að breytingum en vilji bíða eftir breytingartillögum frá stjórnvöldum. Eins og frumvarpið var lagt fram getur fólk sem verður að minnsta kosti fyrir tuttugu prósenta skerðingu launa og fer allt niður í 50 prósenta starfshlutfall fengið það jafnað út upp að 80 prósentum launa sinna í þrjá mánuði, þó aldrei meira en 650 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur á mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að endurskoða öll þessi hlutföll og kostnaðarmeta en kostnaðurinn gæti verið mjög umtalsverður. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morguns til að gefa meiri tíma til útreikninga en Helga Vala vonar að hægt verði að afgreiða frumvarpið úr nefnd á morgun. „Já við vonum það en auðvitað skiptir máli að gera svona hluti vel. Þannig að það þurfi ekki að fara að laga það til strax daginn eftir að það er orðið að lögum. Og ég held að þótt það kosti einhverja klukkutíma sé til mikils að vinna. Að gera þetta almennilega,“ segir Helga Vala. Þá hangi þetta mál eðlilega saman með öðrum aðgerðum upp á tugi milljarða sem stjórnvöld hafi boðað. „Auðvitað, allt fjármagn er að koma úr þessum sama sjóði, úr þessum sama potti. Þess vegna er líka verið að skoða alla útreikninga í ljósi þess,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Atvinna Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01 Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49 Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Eins og frumvarpið lítur út núna gæti fólk sem verður fyrir lækkun starfshlutfalls vegna minnkandi umsvifa fyrirtækja á næstu þremur mánuðum fengið atvinnuleysisbætur til að vega upp á móti. Frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mælti fyrir því á þriðjudag. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir nefndarfólk hafa byrjað að rýna frumvarpið strax á föstudag. „Og höfum svo verið að taka á móti gestum frá því eldsnemma á mánudagsmorgun.“ Þið funduðuð aðeins í gær og nú er hlé, eftir hverju er beðið núna? „Við erum aðallega að bíða eftir frekari útreikningum frá ráðuneytinu. Mögulegum breytingum eða tillögum að breytingum frá ríkisstjórninni,“ segir formaður velferðarnefndar. Nefndin sjálf hafi hugmyndir að breytingum en vilji bíða eftir breytingartillögum frá stjórnvöldum. Eins og frumvarpið var lagt fram getur fólk sem verður að minnsta kosti fyrir tuttugu prósenta skerðingu launa og fer allt niður í 50 prósenta starfshlutfall fengið það jafnað út upp að 80 prósentum launa sinna í þrjá mánuði, þó aldrei meira en 650 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur á mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að endurskoða öll þessi hlutföll og kostnaðarmeta en kostnaðurinn gæti verið mjög umtalsverður. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morguns til að gefa meiri tíma til útreikninga en Helga Vala vonar að hægt verði að afgreiða frumvarpið úr nefnd á morgun. „Já við vonum það en auðvitað skiptir máli að gera svona hluti vel. Þannig að það þurfi ekki að fara að laga það til strax daginn eftir að það er orðið að lögum. Og ég held að þótt það kosti einhverja klukkutíma sé til mikils að vinna. Að gera þetta almennilega,“ segir Helga Vala. Þá hangi þetta mál eðlilega saman með öðrum aðgerðum upp á tugi milljarða sem stjórnvöld hafi boðað. „Auðvitað, allt fjármagn er að koma úr þessum sama sjóði, úr þessum sama potti. Þess vegna er líka verið að skoða alla útreikninga í ljósi þess,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Atvinna Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01 Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49 Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01
Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49
Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05