Gleymd og illa geymd Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 19. mars 2020 16:00 Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína. En þetta fólk hefur allt tilfinningar, á fjölskyldu fyrir utan, börn jafnvel og því gríðarlegar áhyggjur. Gleymum ekki þessu fólki. Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar var um leið lýst yfir neyðarstigi í fangelsum landsins. Í því fólst að allar heimsóknir voru bannaðar, öll leyfi felld niður, sendingar til þeirra sem afplána voru afþakkaðar og öll starfsemi sem miðar að betrun dróst verulega saman. Vistin varð að einangrun, þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt að gera nú til að stytta þeim stundir. Tæplega fjögur þúsund Íslendingar eru í sóttkví sem stendur. Flestir þeirra eru á heimilum sínum og með flest það sem þeir þarfnast. En það er ekki auðvelt að vera sviptur frelsi. Þetta þekkja þau vel sem þurft hafa að greiða samfélaginu gjald með frelsi sínu eftir niðurstöðu dómstóla. Þeirri frelsissviptingu fylgir svipting ýmissa undirstöðuþátta sem telst nauðsynlegir í almennu lífi. Við hjá Afstöðu höfum á undanförnum vikum vaðið upp að eyrum í erindum fanga í afplánun, fyrrverandi fanga og fólk á leið í fangelsi. Ekki síður höfum við sinnt óþrjótandi erindum sem varða fjölskyldur og börn fanga og þá skerðingu sem nú hefur verið gerð á málefnum þeirra. Aðstandendur og börn fanga eru aðilar sem gleymast án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sökum þessarar miklu vinn hefur Afstaða þurft að forgangsraða og félagið á erfitt með að sinna öllu því sem þörf er á. Fólk í fangelsum er fólk, ekki bara fangar, og þegar illa árar gleymist það frekar en ella. Þegar flest allt hefur verið tekið frá þeim með frelsissviptingu bætast við verulegar þrengingar sem gera vistina verri. Þrengingarnar inni í fangelsi sýna sig loks úti í samfélaginu þegar vistinni lýkur. Því miður er ekki hægt að hringja beint í þau sem afplána í lokuðum fangelsum en Afstaða hvetur aðstandendur og vini til að hringja, skilja eftir skilaboð og biðja um að viðkomandi hringi til baka. Nú fá fangar í lokuðum fangelsum að hringja gjaldfrjálst sem skiptir afskaplega miklu máli. Að fá skilaboð frá vinum og ættingjum getur gert kraftaverk fyrir frelsissvipta einstaklinga, þannig sjá þeir að heimurinn hefur ekki gleymt þeim. Afstaða hvetur um leið fólk og fyrirtæki til að gefa fangelsum landsins gaum, senda bækur og tímarit og kannski bara sælgæti eða matargjafir. Ein kilja, páskaegg og gæðakaffi getur orðið til þess að lyfta lund fólks sem mætir endalausu mótlæti. Félagið tekur á móti gjöfum frá fólki og fyrirtækjum og kemur þeim til skila í fangelsin í grennd við höfuðborgarsvæðið. Strangar reglur gilda um sendingar í fangelsin og getur það því tekið um nokkra daga að koma þeim í fangelsin. Við erum einnig í góðum samskiptum við fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri og finnum lausn á því hvernig hægt er að færa vistmönnum þar gjafir. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína. En þetta fólk hefur allt tilfinningar, á fjölskyldu fyrir utan, börn jafnvel og því gríðarlegar áhyggjur. Gleymum ekki þessu fólki. Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar var um leið lýst yfir neyðarstigi í fangelsum landsins. Í því fólst að allar heimsóknir voru bannaðar, öll leyfi felld niður, sendingar til þeirra sem afplána voru afþakkaðar og öll starfsemi sem miðar að betrun dróst verulega saman. Vistin varð að einangrun, þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt að gera nú til að stytta þeim stundir. Tæplega fjögur þúsund Íslendingar eru í sóttkví sem stendur. Flestir þeirra eru á heimilum sínum og með flest það sem þeir þarfnast. En það er ekki auðvelt að vera sviptur frelsi. Þetta þekkja þau vel sem þurft hafa að greiða samfélaginu gjald með frelsi sínu eftir niðurstöðu dómstóla. Þeirri frelsissviptingu fylgir svipting ýmissa undirstöðuþátta sem telst nauðsynlegir í almennu lífi. Við hjá Afstöðu höfum á undanförnum vikum vaðið upp að eyrum í erindum fanga í afplánun, fyrrverandi fanga og fólk á leið í fangelsi. Ekki síður höfum við sinnt óþrjótandi erindum sem varða fjölskyldur og börn fanga og þá skerðingu sem nú hefur verið gerð á málefnum þeirra. Aðstandendur og börn fanga eru aðilar sem gleymast án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sökum þessarar miklu vinn hefur Afstaða þurft að forgangsraða og félagið á erfitt með að sinna öllu því sem þörf er á. Fólk í fangelsum er fólk, ekki bara fangar, og þegar illa árar gleymist það frekar en ella. Þegar flest allt hefur verið tekið frá þeim með frelsissviptingu bætast við verulegar þrengingar sem gera vistina verri. Þrengingarnar inni í fangelsi sýna sig loks úti í samfélaginu þegar vistinni lýkur. Því miður er ekki hægt að hringja beint í þau sem afplána í lokuðum fangelsum en Afstaða hvetur aðstandendur og vini til að hringja, skilja eftir skilaboð og biðja um að viðkomandi hringi til baka. Nú fá fangar í lokuðum fangelsum að hringja gjaldfrjálst sem skiptir afskaplega miklu máli. Að fá skilaboð frá vinum og ættingjum getur gert kraftaverk fyrir frelsissvipta einstaklinga, þannig sjá þeir að heimurinn hefur ekki gleymt þeim. Afstaða hvetur um leið fólk og fyrirtæki til að gefa fangelsum landsins gaum, senda bækur og tímarit og kannski bara sælgæti eða matargjafir. Ein kilja, páskaegg og gæðakaffi getur orðið til þess að lyfta lund fólks sem mætir endalausu mótlæti. Félagið tekur á móti gjöfum frá fólki og fyrirtækjum og kemur þeim til skila í fangelsin í grennd við höfuðborgarsvæðið. Strangar reglur gilda um sendingar í fangelsin og getur það því tekið um nokkra daga að koma þeim í fangelsin. Við erum einnig í góðum samskiptum við fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri og finnum lausn á því hvernig hægt er að færa vistmönnum þar gjafir. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun