Algjör samstaða stjórnar- og stjórnarandstöðu um bótagreiðslur Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2020 11:07 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Önnur umræða um frumvarp um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli hófst á Alþingi í morgun og er reiknað með að frumvarpið verði að lögum í dag. Formaður velferðarnefndar segir vel gert í frumvarpinu miðað við aðstæður þar sem réttur sjálfstætt starfandi sé einnig tryggður sem og réttur foreldra barna í sóttkví til launa. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta til að vega upp á móti lækkuðu starfshlutfalli vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu kórónaveirunnar var lagt fram á föstudag fyrir viku. Það hefur tekið miklum breytingum í meðförum velferðarnefndar en í gærdag lagði félagsmálaráðherra fram breytingatillögur sem hækkuðu allar viðmiðanir frá upprunalega frumvarpinu. Þannig munu samanlögð laun og bætur þeirra sem eru með 400 þúsund og minna í laun síðustu þrjá mánuði fyrir fullt starf ekki skerðast næstu þrjá mánuði. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir það ekki gerast oft að allir flokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu standi saman að áliti við afgreiðslu mála úr nefnd. „Það tókst í þetta sinn þannig að nefndin stóð öll saman að þessu áliti þótt einhverjir séu með fyrirvara. En þá eru það smávægilegir fyrirvarar. Þetta skiptir rosalega miklu máli. Nefndin er náttúrlega búin að vinna núna sólarhringum saman frá því um helgina. Það skiptir rosalegu máli að finna þessa samstöðu,“ segir Helga Vala. Auk þessa að tryggja öllum framfærslu með blöndu skertra launa og bóta á móti, heldur réttur launafólks til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð sér sem og til fæðingarorlofs og svo framvegis. „Miðað við aðstæður er verið að teygja sig ansi langt. Það er sérstaklega verið að tryggja þá sem hafa lægstu launin. Að það verði engin skerðing þar. Þeir sem eru hins vegar með hærri laun munu verða fyrir skerðingum. Þá erum við að tala um þá sem eru með tólf hundruð þúsund og yfir. Það er óhjákvæmilegt,“ segir formaður velferðarnefndar. Aðgerðirnar séu hugsaðar til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna í þeirri von að þetta sé tímabundið ástand. Þá sé einnig hugað að sjálfstætt starfandi einstaklingum og þá miðað við ársuppgjör þeirra til skattayfirvalda sem og námsmanna. Einnig voru gerðar ráðstafanir varðandi fólk í sóttkví til réttar á launum, hvort sem það þarf að fara í sóttkví sjálft eða vegna barna sinna. „Þá er það atvinnurekandinn sem í rauninni sækir um að fá bætur vegna starfsmanna sem eru í sóttkví,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli hófst á Alþingi í morgun og er reiknað með að frumvarpið verði að lögum í dag. Formaður velferðarnefndar segir vel gert í frumvarpinu miðað við aðstæður þar sem réttur sjálfstætt starfandi sé einnig tryggður sem og réttur foreldra barna í sóttkví til launa. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta til að vega upp á móti lækkuðu starfshlutfalli vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu kórónaveirunnar var lagt fram á föstudag fyrir viku. Það hefur tekið miklum breytingum í meðförum velferðarnefndar en í gærdag lagði félagsmálaráðherra fram breytingatillögur sem hækkuðu allar viðmiðanir frá upprunalega frumvarpinu. Þannig munu samanlögð laun og bætur þeirra sem eru með 400 þúsund og minna í laun síðustu þrjá mánuði fyrir fullt starf ekki skerðast næstu þrjá mánuði. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir það ekki gerast oft að allir flokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu standi saman að áliti við afgreiðslu mála úr nefnd. „Það tókst í þetta sinn þannig að nefndin stóð öll saman að þessu áliti þótt einhverjir séu með fyrirvara. En þá eru það smávægilegir fyrirvarar. Þetta skiptir rosalega miklu máli. Nefndin er náttúrlega búin að vinna núna sólarhringum saman frá því um helgina. Það skiptir rosalegu máli að finna þessa samstöðu,“ segir Helga Vala. Auk þessa að tryggja öllum framfærslu með blöndu skertra launa og bóta á móti, heldur réttur launafólks til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð sér sem og til fæðingarorlofs og svo framvegis. „Miðað við aðstæður er verið að teygja sig ansi langt. Það er sérstaklega verið að tryggja þá sem hafa lægstu launin. Að það verði engin skerðing þar. Þeir sem eru hins vegar með hærri laun munu verða fyrir skerðingum. Þá erum við að tala um þá sem eru með tólf hundruð þúsund og yfir. Það er óhjákvæmilegt,“ segir formaður velferðarnefndar. Aðgerðirnar séu hugsaðar til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna í þeirri von að þetta sé tímabundið ástand. Þá sé einnig hugað að sjálfstætt starfandi einstaklingum og þá miðað við ársuppgjör þeirra til skattayfirvalda sem og námsmanna. Einnig voru gerðar ráðstafanir varðandi fólk í sóttkví til réttar á launum, hvort sem það þarf að fara í sóttkví sjálft eða vegna barna sinna. „Þá er það atvinnurekandinn sem í rauninni sækir um að fá bætur vegna starfsmanna sem eru í sóttkví,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19
Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03
Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“