Lagerbäck tekur á sig launalækkun vegna COVID-19 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 10:00 Lars virðist nokkuð spakur varðandi komandi launalækkun. Trond Tandberg/Getty Images Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en hann stýrir í dag norska karlalandsliðinu. Alls hafa þeir fjórir þjálfarar sem koma að landsliðum karla og kvenna í Noregi allir samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að hjálpa norska sambandinu að skera niður kostnað. Vegna COVID-19 munu tekjur sambandsins ekki vera jafn háar og reiknað var með, er þetta liður í að reyna spara pening og halda sambandinu í góðri fjárhagslegri stöðu. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, Pål Bjerketvedt, staðfesti í fjölmiðlum að Lars Lagerback og Per Joar Hansen, þjálfarar A-landsliðs karla, ásamt Martin Sjögren og Anders Jacobsen, þjálfurum A-landsliðs kvenna, hafi allir samþykkt 20% lækkun á launum sínum sem taki gildi frá og með 1. apríl. Norski miðillinn Verdens Gang segir að þar sem þrír af fjórum þjálfurum norska sambandsins séu sænskir þá séu upplýsingar um launatölur ekki fáanlegar hjá norska skattinum. Það er hins vegar staðfest að Lagerbäck sé með yfir tvær milljónir norskra króna í árslaun, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna. Lagerbäck þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá árunum 2012 til 2016 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 tók Heimir Hallgrímsson við stjórn íslenska liðsins og kom því í kjölfarið á HM í Rússlandi sumarið 2018. Á svipuðum tíma tók Lars við A-landsliði Noregs. Noregur lenti í 3. sæti F-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram átti að fara næsta sumar en Spánn og Svíþjóð voru fyrir ofan lærisveina Lars í töflunni. Liðið hefði mætt Serbíu í umspili en þeim leik, líkt og leik Íslands og Rúmeníu, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Noregur komst síðast á stórmót í knattspyrnu árið 2000. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en hann stýrir í dag norska karlalandsliðinu. Alls hafa þeir fjórir þjálfarar sem koma að landsliðum karla og kvenna í Noregi allir samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að hjálpa norska sambandinu að skera niður kostnað. Vegna COVID-19 munu tekjur sambandsins ekki vera jafn háar og reiknað var með, er þetta liður í að reyna spara pening og halda sambandinu í góðri fjárhagslegri stöðu. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, Pål Bjerketvedt, staðfesti í fjölmiðlum að Lars Lagerback og Per Joar Hansen, þjálfarar A-landsliðs karla, ásamt Martin Sjögren og Anders Jacobsen, þjálfurum A-landsliðs kvenna, hafi allir samþykkt 20% lækkun á launum sínum sem taki gildi frá og með 1. apríl. Norski miðillinn Verdens Gang segir að þar sem þrír af fjórum þjálfurum norska sambandsins séu sænskir þá séu upplýsingar um launatölur ekki fáanlegar hjá norska skattinum. Það er hins vegar staðfest að Lagerbäck sé með yfir tvær milljónir norskra króna í árslaun, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna. Lagerbäck þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá árunum 2012 til 2016 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 tók Heimir Hallgrímsson við stjórn íslenska liðsins og kom því í kjölfarið á HM í Rússlandi sumarið 2018. Á svipuðum tíma tók Lars við A-landsliði Noregs. Noregur lenti í 3. sæti F-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram átti að fara næsta sumar en Spánn og Svíþjóð voru fyrir ofan lærisveina Lars í töflunni. Liðið hefði mætt Serbíu í umspili en þeim leik, líkt og leik Íslands og Rúmeníu, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Noregur komst síðast á stórmót í knattspyrnu árið 2000.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira