Handbolti

Sandra Erlingsdóttir aftur í raðir ÍBV

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sandra í leik með ÍBV gegn Fram áður en hún flutti til Reykjavíkur og gekk í raðir Vals.
Sandra í leik með ÍBV gegn Fram áður en hún flutti til Reykjavíkur og gekk í raðir Vals. Vísir/Anton

Sandra Erlingsdóttir er gengin aftur í raðir ÍBV eftir að hafa leikið með Val síðustu tvö tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍBV gaf frá sér rétt í þessu.

Sandra gekk í raðir Vals árið 2018 eftir að hafa leikið með ÍBV frá árinu 2016. Hefur hún stundað nám í Reykjavík og leikið með Val undanfarin tvö ár. Varð hún meðal annars Íslandsmeistari með liðinu á síðustu leiktíð.

Hin 22 ára gamla Sandra skrifar undir tveggja ára samning við ÍBV. 


Tengdar fréttir

Sigraðist á átröskun til að þurfa ekki að leggja skóna á hilluna

Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir varð þrefaldur meistari með Valsliðinu á síðasta ári, var fyrirliði landsliðsins í handbolta upp alla yngri flokkana og spilaði tímabil í þýsku Bundesligunni. Um tíma var hún samt nánast of veikburða til að spila handbolta vegna átröskunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×