Þakklát öllum á Íslandi fyrir að leggja sitt af mörkum í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. mars 2020 20:38 Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsir yfir miklu þakklæti í garð allra á Íslandi. Hún er þakklát fyrir þá viðleitni Íslendinga til að laga hegðun sína að þeim tilmælum og fyrirmælum sem stjórnvöld hafa gefið út í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Mig langar að nota þetta tækifæri núna, þegar við erum enn þá að herða á og í raun og veru enn þá að þrengja meira að alls konar starfsemi í samfélaginu, að lýsa því mikla þakklæti sem ég ber í brjósti gagnvart öllum á Íslandi,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún segir jafnframt ljóst að allir sem eru að breyta lífi sínu á einhvern hátt séu að leggja sitt af mörkum. „Allt frá heimilishaldinu og yfir í það hvernig fólk er að vinna með kennslu og heilbrigðisþjónustu. Það strætóbílstjórar, það eru þeir sem eru að reka veitingaþjónustu, það er ungt fólk og gamalt fólk.“ Í dag var tilkynnt að ráðherrann hefði, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis, ákveðið að herða enn frekar samkomubannið sem sett var á 13. mars síðastliðinn. Þá var ákveðið að takmarka allar samkomur við 100 manns eða færri. Hámarksfjöldi einstaklinga hefur nú verið lækkaður umtalsvert, eða niður í 20. Bannið gildir að minnsta kosti til 15. apríl, en mögulegt er að það verði hert frekar. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum, eins og sakir standa. „Allir eru að breyta sínum venjum frá degi til dags til þess að fara að þessum ráðum sóttvarnalæknis og stefna að því að ná að sigrast á þessari veiru,“ segir Svandís að lokum. Á vefsíðunni covid.is, sem haldið er úti af Almannavörnum og embætti landlæknis, má nálgast allar helstu upplýsingar um hvaða þýðingu samkomubannið hefur og hvaða reglur gilda í tengslum við bannið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsir yfir miklu þakklæti í garð allra á Íslandi. Hún er þakklát fyrir þá viðleitni Íslendinga til að laga hegðun sína að þeim tilmælum og fyrirmælum sem stjórnvöld hafa gefið út í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Mig langar að nota þetta tækifæri núna, þegar við erum enn þá að herða á og í raun og veru enn þá að þrengja meira að alls konar starfsemi í samfélaginu, að lýsa því mikla þakklæti sem ég ber í brjósti gagnvart öllum á Íslandi,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún segir jafnframt ljóst að allir sem eru að breyta lífi sínu á einhvern hátt séu að leggja sitt af mörkum. „Allt frá heimilishaldinu og yfir í það hvernig fólk er að vinna með kennslu og heilbrigðisþjónustu. Það strætóbílstjórar, það eru þeir sem eru að reka veitingaþjónustu, það er ungt fólk og gamalt fólk.“ Í dag var tilkynnt að ráðherrann hefði, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis, ákveðið að herða enn frekar samkomubannið sem sett var á 13. mars síðastliðinn. Þá var ákveðið að takmarka allar samkomur við 100 manns eða færri. Hámarksfjöldi einstaklinga hefur nú verið lækkaður umtalsvert, eða niður í 20. Bannið gildir að minnsta kosti til 15. apríl, en mögulegt er að það verði hert frekar. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum, eins og sakir standa. „Allir eru að breyta sínum venjum frá degi til dags til þess að fara að þessum ráðum sóttvarnalæknis og stefna að því að ná að sigrast á þessari veiru,“ segir Svandís að lokum. Á vefsíðunni covid.is, sem haldið er úti af Almannavörnum og embætti landlæknis, má nálgast allar helstu upplýsingar um hvaða þýðingu samkomubannið hefur og hvaða reglur gilda í tengslum við bannið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira