Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 22:00 Haukur Helgi í viðtalinu í dag. Hann talaði frá Rússlandi þar sem hann hefur leikið í tæplega ár. vísir/skjáskot Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. Haukur Helgi og félagar spiluðu leik 7. mars gegn Mónakó í EuroCup en síðan þá hefur deildinni verið frestað. Að minnsta kosti þangað til 10. apríl. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í Sportið í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Hauk sem er í hálfgerðu sóttkví í Rússlandi án kærustu og barns. „Þetta er öðruvísi. Ég hlakkaði mjög til að fá stelpurnar mínar aftur til mín svo þetta er öðruvísi. Við erum í sóttkví. Við förum á æfingu í einn og hálfan tíma og svo er beðið okkur um að vera ekki að fara út að borða né hittast utan körfuboltans,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag: Haukur Helgi frá Rússlandi Hann segir þó að liðið sé í hálfgerðu sóttkví þá eru menn ekkert hættir að æfa. „Við förum á æfingu og förum svo aftur heim. Þetta verður frekar einmanalegt og erfitt. Það er ekkert hægt að gera núna svo maður tekur þetta á kassann og vonast til að fá svör. Óvissan er verst.“ „Að þurfa bíða til 10. apríl til að fá svör frá alþjóðakörfuboltasambandinu og svo fjórum dögum síðar með EuroCup. Það var lið sem dró sig úr keppni núna frá Eistlandi. Maður veit ekki alveg hvað gerist og það er óþægilegast.“ Haukur sér fram til þess tíma að það komi einhver svör en segir skiljanlegt að félagið hleypi sér og öðrum leikmönnum ekki út úr landinu. „Það eru þrjár vikur í að það komi einhver svör og maður skilur félagið líka að vilja halda áfram og þeir eru með sín markmið. Þeir vilja ekkert hleypa fólki heim því þeir vita að þú þarft að fara í sóttkví þar og svo aftur þegar þú kemur til baka.“ „Þá missir þú rosalegan tíma af æfingum ef að þeir myndu ákveða að við myndum halda áfram. Þeir bíða eftir svörum frá embættinu hvað þeir eiga að gera. Þetta er erfið staða fyrir félögin líka. Það er þessi endalausa óvissa sem er óþægilegust,“ sagði Haukur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Sportið í dag Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. Haukur Helgi og félagar spiluðu leik 7. mars gegn Mónakó í EuroCup en síðan þá hefur deildinni verið frestað. Að minnsta kosti þangað til 10. apríl. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í Sportið í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Hauk sem er í hálfgerðu sóttkví í Rússlandi án kærustu og barns. „Þetta er öðruvísi. Ég hlakkaði mjög til að fá stelpurnar mínar aftur til mín svo þetta er öðruvísi. Við erum í sóttkví. Við förum á æfingu í einn og hálfan tíma og svo er beðið okkur um að vera ekki að fara út að borða né hittast utan körfuboltans,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag: Haukur Helgi frá Rússlandi Hann segir þó að liðið sé í hálfgerðu sóttkví þá eru menn ekkert hættir að æfa. „Við förum á æfingu og förum svo aftur heim. Þetta verður frekar einmanalegt og erfitt. Það er ekkert hægt að gera núna svo maður tekur þetta á kassann og vonast til að fá svör. Óvissan er verst.“ „Að þurfa bíða til 10. apríl til að fá svör frá alþjóðakörfuboltasambandinu og svo fjórum dögum síðar með EuroCup. Það var lið sem dró sig úr keppni núna frá Eistlandi. Maður veit ekki alveg hvað gerist og það er óþægilegast.“ Haukur sér fram til þess tíma að það komi einhver svör en segir skiljanlegt að félagið hleypi sér og öðrum leikmönnum ekki út úr landinu. „Það eru þrjár vikur í að það komi einhver svör og maður skilur félagið líka að vilja halda áfram og þeir eru með sín markmið. Þeir vilja ekkert hleypa fólki heim því þeir vita að þú þarft að fara í sóttkví þar og svo aftur þegar þú kemur til baka.“ „Þá missir þú rosalegan tíma af æfingum ef að þeir myndu ákveða að við myndum halda áfram. Þeir bíða eftir svörum frá embættinu hvað þeir eiga að gera. Þetta er erfið staða fyrir félögin líka. Það er þessi endalausa óvissa sem er óþægilegust,“ sagði Haukur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Sportið í dag Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira