Smit í Firði en opna aftur í Mosfellsbæ Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 14:31 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á fundinum í dag. júlíus sigurjónsson Stefnt er að því að opna aftur heilsugæsluna í Mosfellsbæ á föstudag. Hún hefur verið lokuð frá 16. mars eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónuveiruna. Þetta kom fram í máli Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þá sagði hann að heilsugæslan hafi líka skipulagt vinnu sína þannig að sumir eru á starfstöðvum og aðrir heima. Til dæmis hafi komið upp smit í heilsugæslunni Firði þannig að hópurinn sem var í Firði vinnur nú að heiman en hinir í húsi. Óskar hvatti landsmenn að sama skapi til að takmarka skriffinnsku eftir fremsta megni. Þannig hafi margir beðið um vottorð af ýmsum toga og það hafi aukið álagið á heilsugæsluna mikið. „Við biðlum til atvinnurekenda að biðja síður um veikindavottorð þótt einhver sé fjarri vinnu einn til tvo daga. Það munar um að fækka beiðnunum á meðan verið er að sinna veiku fólki,“ sagði Óskar. Að auki vildi Óskar ítreka að ástandið á heilsugæslunni, sem og annars staðar í heilbrigðiskerfinu og íslensku þjóðlífi, er tímabundið. Það muni taka tíma að vinda ofan af biðlistum en að það muni takast að lokum. „Engar áhyggjur, við verðum áfram til staðar,“ sagði Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mosfellsbær Heilbrigðismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Stefnt er að því að opna aftur heilsugæsluna í Mosfellsbæ á föstudag. Hún hefur verið lokuð frá 16. mars eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónuveiruna. Þetta kom fram í máli Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þá sagði hann að heilsugæslan hafi líka skipulagt vinnu sína þannig að sumir eru á starfstöðvum og aðrir heima. Til dæmis hafi komið upp smit í heilsugæslunni Firði þannig að hópurinn sem var í Firði vinnur nú að heiman en hinir í húsi. Óskar hvatti landsmenn að sama skapi til að takmarka skriffinnsku eftir fremsta megni. Þannig hafi margir beðið um vottorð af ýmsum toga og það hafi aukið álagið á heilsugæsluna mikið. „Við biðlum til atvinnurekenda að biðja síður um veikindavottorð þótt einhver sé fjarri vinnu einn til tvo daga. Það munar um að fækka beiðnunum á meðan verið er að sinna veiku fólki,“ sagði Óskar. Að auki vildi Óskar ítreka að ástandið á heilsugæslunni, sem og annars staðar í heilbrigðiskerfinu og íslensku þjóðlífi, er tímabundið. Það muni taka tíma að vinda ofan af biðlistum en að það muni takast að lokum. „Engar áhyggjur, við verðum áfram til staðar,“ sagði Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mosfellsbær Heilbrigðismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05