Gefum sem flestum tækifæri til að hjóla í sumar Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 27. mars 2020 07:00 Hjólasöfnun Barnaheilla hefst mánudaginn 30. mars og er þetta er í níunda sinn sem söfnunin fer fram. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu teljum við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til þess að sem flest börn og ungmenni muni hjóla um á eigin hjólum í sumar, heilbrigð og hamingjusöm. Markmiðið með hjólasöfnuninni er að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður kost á að eignast hjól og taka þar með þátt í samfélagi annarra barna því hjólamenning er töluvert ríkjandi hér á landi, meðal annars með hjólreiðaferðum í skólum og tómstundum. Með því að eiga hjól gefst börnum einnig tækifæri til að styrkja líkamlega færni sína, samhæfingar hreyfinga þroskast auk þess sem úthaldið eykst. Sjálfbærnin er einnig að leiðarljósi í hjólasöfnuninni því almenningur er hvattur til að gefa hjól í söfnunina sem ekki eru í notkun í stað þess að þeim sé fargað. Hjólreiðar fækka svo vonandi bílferðum og því um minni útblástur að ræða auk þess sem börnin eru í nánd við náttúruna. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur m.a. fram að ekki megi mismuna börnum á neinn hátt (2. gr.) og börn eiga rétt til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum (31. grein). Hjólasöfnun Barnaheilla er því ein leið af mörgum sem samtökin beita sér til að tryggja jafnan rétt allra barna. Hjólasöfnunin fer þannig fram að í samstarfi við Sorpu eru settir söfnunargámar á öllum sex móttökustöðum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að gefa hjól sem ekki eru í notkun í söfnunina og láta þannig gott af sér leiða. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæðið sem við höfum til afnota hverju sinni. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskan og höfum við fengið dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2000 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Skoðanagreinin var uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að hjólasöfnunin hæfist í dag. Hún hefst á mánudaginn. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hjólasöfnun Barnaheilla hefst mánudaginn 30. mars og er þetta er í níunda sinn sem söfnunin fer fram. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu teljum við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til þess að sem flest börn og ungmenni muni hjóla um á eigin hjólum í sumar, heilbrigð og hamingjusöm. Markmiðið með hjólasöfnuninni er að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður kost á að eignast hjól og taka þar með þátt í samfélagi annarra barna því hjólamenning er töluvert ríkjandi hér á landi, meðal annars með hjólreiðaferðum í skólum og tómstundum. Með því að eiga hjól gefst börnum einnig tækifæri til að styrkja líkamlega færni sína, samhæfingar hreyfinga þroskast auk þess sem úthaldið eykst. Sjálfbærnin er einnig að leiðarljósi í hjólasöfnuninni því almenningur er hvattur til að gefa hjól í söfnunina sem ekki eru í notkun í stað þess að þeim sé fargað. Hjólreiðar fækka svo vonandi bílferðum og því um minni útblástur að ræða auk þess sem börnin eru í nánd við náttúruna. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur m.a. fram að ekki megi mismuna börnum á neinn hátt (2. gr.) og börn eiga rétt til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum (31. grein). Hjólasöfnun Barnaheilla er því ein leið af mörgum sem samtökin beita sér til að tryggja jafnan rétt allra barna. Hjólasöfnunin fer þannig fram að í samstarfi við Sorpu eru settir söfnunargámar á öllum sex móttökustöðum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að gefa hjól sem ekki eru í notkun í söfnunina og láta þannig gott af sér leiða. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæðið sem við höfum til afnota hverju sinni. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskan og höfum við fengið dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2000 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Skoðanagreinin var uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að hjólasöfnunin hæfist í dag. Hún hefst á mánudaginn. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun