Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 12:23 Sóttkví, heimavinna og samkomubann hafa haft mikil áhrif á notkun Strætó að undanförnu. Vísir/vilhelm Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. Notendum Strætó hefur fækkað mikið að undanförnu og var greint frá því á dögunum að farþegum hafi að meðaltali fækkað um helming frá vikunni áður. Tekjur Strætó hafa að sama skapi lækkað sambærilega samhliða fækkuninni, samkvæmt upplýsingum frá Strætó. Frá og með þriðjudeginum 31. mars munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum dögum. Einnig verður öllum næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur hætt frá og með aðfaranótt morgundags. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur, er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri. Þess ber að geta að biðstöðvatöflum á stoppistöðvum hefur ekki verið breytt og er mælt með því að farþegar skoði tíma á heimasíðu Strætó og í appinu. Má nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér á heimasíðu Strætó. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05 Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. Notendum Strætó hefur fækkað mikið að undanförnu og var greint frá því á dögunum að farþegum hafi að meðaltali fækkað um helming frá vikunni áður. Tekjur Strætó hafa að sama skapi lækkað sambærilega samhliða fækkuninni, samkvæmt upplýsingum frá Strætó. Frá og með þriðjudeginum 31. mars munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum dögum. Einnig verður öllum næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur hætt frá og með aðfaranótt morgundags. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur, er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri. Þess ber að geta að biðstöðvatöflum á stoppistöðvum hefur ekki verið breytt og er mælt með því að farþegar skoði tíma á heimasíðu Strætó og í appinu. Má nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér á heimasíðu Strætó.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05 Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27
Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05
Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20
Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50