Þróttarar unnu Barcelona og Evrópubikarinn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 16:00 Heiðar Helguson var í liði Þróttar og skoraði fyrsta mark leiksins á móti Barcelona. Mynd/Heimasíða Þróttar Þróttarar unnu dramatískan 3-2 endurkomusigur á sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar. Það var Halldór Hilmisson sem skoraði sigurmark Þróttaraliðsins á 75. mínútu leiksins en þeir Ivan Rakitić og Ousmane Dembélé höfðu komið Börsungum tvisvar yfir í leiknum. Sýndarleikurinn milli Barcelona og Þróttar var í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 og var hann spilaður á Heysel-leikvanginum í Brussel. Hinir markaskorara Þróttaraliðsins voru þeir Heiðar Helguson og Oddur Björnson. Heiðar jafnaði metin í 1-1 á 30. mínútu eftir stoðsendingu Sigga Hallvarðs en Oddur jafnaði í 2-2 á 55. mínútu eftir sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Halldór skoraði síðan sjálfur sigurmarkið á 75. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Daða Bergssyni. Þróttaraliðinu tókst að halda Lionel Messi niðri en Argentínumaðurinn náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknun. Messi er örugglega ekki mjög spenntur að mæta aftur íslensku liði enda hefur gengið lítið hjá honum á móti Íslendingum. Lið Þróttar í þessum leik var valið í kosningu en hann var síðan spilaður í Pro Evolution Soccer og gátu áhugasamir horft á leikinn þar sem þeir Hörður Magnússon og Halldór Gylfason lýstu leiknum. „Þvílík frammistaða,“ sagði Hörður Magnússon í leikslok og Halldór Gylfason átti erfitt með sig. „Ég er algjörlega orðlaus Hörður. Ég gæti núna lagst í helgan stein og horft út á hafið, horft upp í himinn. Ég þarf ekki að gera neitt meira það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði Halldór Gylfason í sigurvímu. „Öll mörk Þróttar komu eftir svo fallegt spil. Þetta var svona ljóðrænt,“ sagði Hörður og bætti við. „Ég veit að Þróttarar munu fagna vel út um allt land og sérstaklega á Ölveri.“ Miðinn á leikinn kostaði 2.500 krónur en um leið tóku Þróttarar það fram að öll fjárframlög séu einnig vel þegin. Hægt er að styrkja Þróttara hér: Banki: 0111-26-012030, kt. 470108-1340. Það er líka hægt að horfa á leikinn aftur með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróttur Reykjavík Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Þróttarar unnu dramatískan 3-2 endurkomusigur á sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar. Það var Halldór Hilmisson sem skoraði sigurmark Þróttaraliðsins á 75. mínútu leiksins en þeir Ivan Rakitić og Ousmane Dembélé höfðu komið Börsungum tvisvar yfir í leiknum. Sýndarleikurinn milli Barcelona og Þróttar var í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 og var hann spilaður á Heysel-leikvanginum í Brussel. Hinir markaskorara Þróttaraliðsins voru þeir Heiðar Helguson og Oddur Björnson. Heiðar jafnaði metin í 1-1 á 30. mínútu eftir stoðsendingu Sigga Hallvarðs en Oddur jafnaði í 2-2 á 55. mínútu eftir sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Halldór skoraði síðan sjálfur sigurmarkið á 75. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Daða Bergssyni. Þróttaraliðinu tókst að halda Lionel Messi niðri en Argentínumaðurinn náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknun. Messi er örugglega ekki mjög spenntur að mæta aftur íslensku liði enda hefur gengið lítið hjá honum á móti Íslendingum. Lið Þróttar í þessum leik var valið í kosningu en hann var síðan spilaður í Pro Evolution Soccer og gátu áhugasamir horft á leikinn þar sem þeir Hörður Magnússon og Halldór Gylfason lýstu leiknum. „Þvílík frammistaða,“ sagði Hörður Magnússon í leikslok og Halldór Gylfason átti erfitt með sig. „Ég er algjörlega orðlaus Hörður. Ég gæti núna lagst í helgan stein og horft út á hafið, horft upp í himinn. Ég þarf ekki að gera neitt meira það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði Halldór Gylfason í sigurvímu. „Öll mörk Þróttar komu eftir svo fallegt spil. Þetta var svona ljóðrænt,“ sagði Hörður og bætti við. „Ég veit að Þróttarar munu fagna vel út um allt land og sérstaklega á Ölveri.“ Miðinn á leikinn kostaði 2.500 krónur en um leið tóku Þróttarar það fram að öll fjárframlög séu einnig vel þegin. Hægt er að styrkja Þróttara hér: Banki: 0111-26-012030, kt. 470108-1340. Það er líka hægt að horfa á leikinn aftur með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróttur Reykjavík Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn