Félagsbústaðir og uppgjörsfroðan í bókhaldi Reykjavíkur Vigdís Hauksdóttir skrifar 31. mars 2020 15:30 Enn á ný er tekið undir athugasemdir mínar við reikningsskilareglur Félagsbústaða. Nú er það hæstaréttarlögmaður- og löggiltur endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur sem sér sig knúinn að senda erindi á borgarráð í varnaðarskyni. Áður hafði endurskoðunarnefndin tekið málið upp og falið formanni nefndarinnar að taka málið upp við sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á óeðlilegt misgengi sé á uppgjörsreglum Reykjavíkurborgar í A-hlutanum annars vegar og hjá Félagsbústöðum hins vegar. Á meðan A-hlutinn er gerður upp samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög og lög um ársreikninga eru reikningsskil Félagsbústaða gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Það hefur í för með sér að mat á húseignum Félagsbústaða í efnahagsreikningi fyrirtækisins fer eftir líklegu markaðsverði þeirra en ekki eftir kostnaðarverðsreglu. Samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar þá er ekki á stefnuskránni að selja eignir Félagsbústaða. Þær eru því ekki markaðsvara heldur mannvirki sem eru forsenda þess að Reykjavíkurborg geti veitt tilteknum hluta íbúa Reykjavíkurborgar ákveðna lögbundna þjónustu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að þessi þjónusta verði veitt um ókomna framtíð. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum opinberra aðila s.s IPSAS (International Public Sector Accounting Standard) skal meta slíkar eignir á upprunalegu kostnaðarverði samkvæmt varfærnisreglu reikningsskila. Hjá öðrum norrænum ríkjum er ætíð beitt varfærnisreglunni við mat á eignum og skuldum í efnahagsreikningi sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Eignir sem eru nauðsynlegar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaganna og eru ekki markaðsvara eru verðmetnar í efnahagsreikningi skv. kaup- eða byggingarverði að frádregnum afskriftum. Starfsemi Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins er má segja algjörlega hliðstæð starfsemi Félagsbústaða þ.e. að leiga út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Brynja viðhefur ekki þær reikningsskilaaðferðir sem Félagsbústaðir beita að færa matsbreytingu fasteigna yfir rekstur. Starfsemi þessara félaga er þó hliðstæð, að leigja út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Ekkert annað sveitarfélag hér á landi beitir þessum aðferðum í ársreikningum sínum vegna útleigu félagslegra íbúða. Því hefur framsetning Félagsbústaða í samstæðuuppgjöri borgarinnar fegrað stöðuna á þann hátt að matsbreyting fasteigna Félagsbústaða er færð gegnum rekstrarreikning. Þannig hækka tekjur fyrirtækisins án þess að nein rekstrarleg innistæða sé fyrir því eða að hækkunin hafi skilað Félagsbústöðum raunverulegum tekjum. Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er því „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur. Telur lögmaðurinn að langlíklegast að reikningsskil Félagsbústaða stæðust ekki skoðun óháðs aðila ef til þess kæmi að á þau reyndi. Þarna á hann við að ef kröfuhafar létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbústaða hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Bendir hann jafnfram á að ólögmæt fyrirmæli undanskilji stjórnendur ekki neinni ábyrgð sé litið til dómafordæma. Hana bera þeir sjálfir lögum samkvæmt. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Enn á ný er tekið undir athugasemdir mínar við reikningsskilareglur Félagsbústaða. Nú er það hæstaréttarlögmaður- og löggiltur endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur sem sér sig knúinn að senda erindi á borgarráð í varnaðarskyni. Áður hafði endurskoðunarnefndin tekið málið upp og falið formanni nefndarinnar að taka málið upp við sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á óeðlilegt misgengi sé á uppgjörsreglum Reykjavíkurborgar í A-hlutanum annars vegar og hjá Félagsbústöðum hins vegar. Á meðan A-hlutinn er gerður upp samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög og lög um ársreikninga eru reikningsskil Félagsbústaða gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Það hefur í för með sér að mat á húseignum Félagsbústaða í efnahagsreikningi fyrirtækisins fer eftir líklegu markaðsverði þeirra en ekki eftir kostnaðarverðsreglu. Samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar þá er ekki á stefnuskránni að selja eignir Félagsbústaða. Þær eru því ekki markaðsvara heldur mannvirki sem eru forsenda þess að Reykjavíkurborg geti veitt tilteknum hluta íbúa Reykjavíkurborgar ákveðna lögbundna þjónustu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að þessi þjónusta verði veitt um ókomna framtíð. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum opinberra aðila s.s IPSAS (International Public Sector Accounting Standard) skal meta slíkar eignir á upprunalegu kostnaðarverði samkvæmt varfærnisreglu reikningsskila. Hjá öðrum norrænum ríkjum er ætíð beitt varfærnisreglunni við mat á eignum og skuldum í efnahagsreikningi sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Eignir sem eru nauðsynlegar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaganna og eru ekki markaðsvara eru verðmetnar í efnahagsreikningi skv. kaup- eða byggingarverði að frádregnum afskriftum. Starfsemi Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins er má segja algjörlega hliðstæð starfsemi Félagsbústaða þ.e. að leiga út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Brynja viðhefur ekki þær reikningsskilaaðferðir sem Félagsbústaðir beita að færa matsbreytingu fasteigna yfir rekstur. Starfsemi þessara félaga er þó hliðstæð, að leigja út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Ekkert annað sveitarfélag hér á landi beitir þessum aðferðum í ársreikningum sínum vegna útleigu félagslegra íbúða. Því hefur framsetning Félagsbústaða í samstæðuuppgjöri borgarinnar fegrað stöðuna á þann hátt að matsbreyting fasteigna Félagsbústaða er færð gegnum rekstrarreikning. Þannig hækka tekjur fyrirtækisins án þess að nein rekstrarleg innistæða sé fyrir því eða að hækkunin hafi skilað Félagsbústöðum raunverulegum tekjum. Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er því „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur. Telur lögmaðurinn að langlíklegast að reikningsskil Félagsbústaða stæðust ekki skoðun óháðs aðila ef til þess kæmi að á þau reyndi. Þarna á hann við að ef kröfuhafar létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbústaða hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Bendir hann jafnfram á að ólögmæt fyrirmæli undanskilji stjórnendur ekki neinni ábyrgð sé litið til dómafordæma. Hana bera þeir sjálfir lögum samkvæmt. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun