Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2020 10:33 Fyrsti áfanginn sem á að breikka á Kjalarnesi liggur milli Varmhóla og Grundarhverfis. Vegagerðin vonast til að framkvæmdir þar geti hafist í sumar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ógildingin er vegna formgalla, þar sem Skipulagsstofnun vísaði í ranga lagagrein, að mati Úrskurðarnefndarinnar, og breytir því ekki að Vegagerðin mun ljúka umhverfismatinu, sem er á lokametrunum. Nefndin segir að uppkvaðning úrskurðar í málinu hafi dregist sökum mikils fjölda mála sem skotið hafi verið til hennar. Úrskurðurinn féll í kærumáli sem Vegagerðin höfðaði gegn Skipulagsstofnun. Kærumálum níu sveitarfélaga á Vesturlandi vegna sama máls var hins vegar vísað frá þar sem Úrskurðarnefndin taldi þau ekki málsaðila en þau voru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Dalabyggð, Helgafellssveit, Borgarbyggð og Grundarfjarðarbær. Á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum lýsti bæjarstjórinn samstöðu meðal íbúa Vesturlands um þessar vegbætur, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Úrskurðarnefndin segir að þeir einir geti átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni sem eigi lögvarða hagsmuni. Umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök teljist eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Kærendur í þessu máli séu sveitarfélög en ekki samtök í skilningi laganna. Sveitarfélögin njóti ekki lögfestrar kæruheimildar en stjórnvöld hafi almennt ekki kærurétt í stjórnsýslunni. Þótt Úrskurðarnefndin hafi fallist á kröfu Vegagerðarinnar um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar var það gert á grundvelli formgalla, þar sem vísað var í 6. grein laga í stað 5. greinar laga. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur hins vegar fram sá skilningur að mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. „Niðurstaðan breytir því engu um það að umrædd framkvæmd skal sæta mati á umhverfisáhrifum,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Þetta sést ekki á úrskurðarorðinu sjálfu en kemur fram í rökstuðningi nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Þannig að það má segja að við séum í óbreyttu ástandi. Mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram,“ segir Pétur. En hvenær má búast við verkið verði boðið út? „Búast má við að verkið verði boðið út í júní ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi.“ Hann segir vinnu við umhverfismat á lokametrunum og verið að fara yfir athugasemdir sem bárust við frummatsskýrsluna. Skipulagsstofnun taki sér svo allt að fjórar vikur til að gefa álit um mat á umhverfisáhrifum. Annar áfangi verksins verður kaflinn frá Grundarhverfi að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Verkinu verði skipt upp í tvo áfanga. Fyrsti áfangi sé Varmhólar-Grundarhverfi og annar áfangi sé Grundarhverfi-Hvalfjörður. Áætlað sé að hönnunarvinnu fyrsta áfanga ljúki í lok maí en hönnunarvinnu við annan áfanga ljúki í ágúst. „Vonir standa til að bæði Skipulagsstofnun og Reykjavíkurborg hraði afgreiðslu á umhverfismati og minniháttar breytingum á deiliskipulagi vegna þessa verkefnis og setji það í forgang svo hægt verði að hefjast handa við fyrsta áfanga í sumar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í fyrra þar sem verkinu er lýst má sjá hér: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykjavík Akranes Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjörður Dalabyggð Skorradalshreppur Helgafellssveit Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ógildingin er vegna formgalla, þar sem Skipulagsstofnun vísaði í ranga lagagrein, að mati Úrskurðarnefndarinnar, og breytir því ekki að Vegagerðin mun ljúka umhverfismatinu, sem er á lokametrunum. Nefndin segir að uppkvaðning úrskurðar í málinu hafi dregist sökum mikils fjölda mála sem skotið hafi verið til hennar. Úrskurðurinn féll í kærumáli sem Vegagerðin höfðaði gegn Skipulagsstofnun. Kærumálum níu sveitarfélaga á Vesturlandi vegna sama máls var hins vegar vísað frá þar sem Úrskurðarnefndin taldi þau ekki málsaðila en þau voru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Dalabyggð, Helgafellssveit, Borgarbyggð og Grundarfjarðarbær. Á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum lýsti bæjarstjórinn samstöðu meðal íbúa Vesturlands um þessar vegbætur, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Úrskurðarnefndin segir að þeir einir geti átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni sem eigi lögvarða hagsmuni. Umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök teljist eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Kærendur í þessu máli séu sveitarfélög en ekki samtök í skilningi laganna. Sveitarfélögin njóti ekki lögfestrar kæruheimildar en stjórnvöld hafi almennt ekki kærurétt í stjórnsýslunni. Þótt Úrskurðarnefndin hafi fallist á kröfu Vegagerðarinnar um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar var það gert á grundvelli formgalla, þar sem vísað var í 6. grein laga í stað 5. greinar laga. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur hins vegar fram sá skilningur að mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. „Niðurstaðan breytir því engu um það að umrædd framkvæmd skal sæta mati á umhverfisáhrifum,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Þetta sést ekki á úrskurðarorðinu sjálfu en kemur fram í rökstuðningi nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Þannig að það má segja að við séum í óbreyttu ástandi. Mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram,“ segir Pétur. En hvenær má búast við verkið verði boðið út? „Búast má við að verkið verði boðið út í júní ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi.“ Hann segir vinnu við umhverfismat á lokametrunum og verið að fara yfir athugasemdir sem bárust við frummatsskýrsluna. Skipulagsstofnun taki sér svo allt að fjórar vikur til að gefa álit um mat á umhverfisáhrifum. Annar áfangi verksins verður kaflinn frá Grundarhverfi að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Verkinu verði skipt upp í tvo áfanga. Fyrsti áfangi sé Varmhólar-Grundarhverfi og annar áfangi sé Grundarhverfi-Hvalfjörður. Áætlað sé að hönnunarvinnu fyrsta áfanga ljúki í lok maí en hönnunarvinnu við annan áfanga ljúki í ágúst. „Vonir standa til að bæði Skipulagsstofnun og Reykjavíkurborg hraði afgreiðslu á umhverfismati og minniháttar breytingum á deiliskipulagi vegna þessa verkefnis og setji það í forgang svo hægt verði að hefjast handa við fyrsta áfanga í sumar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í fyrra þar sem verkinu er lýst má sjá hér:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykjavík Akranes Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjörður Dalabyggð Skorradalshreppur Helgafellssveit Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira