Körfubolti

Borche í Breiðholtinu til 2023

Sindri Sverrisson skrifar
Borche Ilievski hefur náð góðum árangri með ÍR.
Borche Ilievski hefur náð góðum árangri með ÍR. vísir/daníel

Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023.

Borche tók við sem aðalþjálfari ÍR í nóvember árið 2015 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Bjarna Magnússonar. Borche mun því hafa stýrt liðinu í átta leiktíðir þegar nýi samningurinn rennur út. Undir hans stjórn hefur ÍR komist í úrslitakeppni Domino‘s-deildarinnar síðustu fjögur ár og liðið komst í úrslitaeinvígið í fyrra þar sem það tapaði í oddaleik gegn KR.

ÍR var í sjöunda sæti og öruggt um sæti í úrslitakeppninni þegar tímabilið var flautað af fyrr í þessum mánuði, vegna kórónuveirufaraldursins.

Borche er 47 ára gamall Makedóníumaður sem hefur starfað á Íslandi nær sleitulaust frá árinu 2006. Hann þjálfaði lið KFÍ frá 2006 til 2010, Tindastól 2011-2012 og Breiðablik árin 2012-2015.


Tengdar fréttir

Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð

ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×