Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:45 Íslenska landsliðið stefnir á að vera meðal þeirra þjóða sem taka þátt í EM í Englandi. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. Upprunalega átti mótið að fara fram sumarið 2021 en vegna þess að EM karla sem og Ólympíuleikarnir í Tókýó, sem fara áttu fram í sumar, var frestað um ár var ákveðið að færa EM kvenna um eitt ár. Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, segir að með því fái keppnin þá athygli sem hún á skilið. Með færslunni verður EM eina stórmótið í knattspyrnu það sumarið og fær því að njóta sín töluvert betur segir Ceferin einnig. Þá höfðu Bretland, Svíþjóð og Holland tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum og því hefði verið erfitt að halda EM í kjölfarið, hvað þá á sama tíma. Nadine Kessler, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá UEFA, tekur í sama streng. „Þessi ákvörðun setur okkur í stöðu þar sem við getum tryggt að mótið fái heimsathygli, þannig náum við að auka fjölmiðla umfjöllun, áhorfendafjölda og tryggja að veitt ungum iðkendum innblástur.“ Mótið fer fram í Englandi og fer fyrsti leikur mótsins fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United. Þá mun úrslitaleikurinn fara fram á Wembley. Ísland var með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM með markatöluna 11:1. Næsti leikur liðsins er gegn Svíþjóð á heimavelli en Svíar eru í efsta sæti riðilsins með betri markatölu en íslenska liðið. Fótbolti EM 2021 í Englandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UEFA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. Upprunalega átti mótið að fara fram sumarið 2021 en vegna þess að EM karla sem og Ólympíuleikarnir í Tókýó, sem fara áttu fram í sumar, var frestað um ár var ákveðið að færa EM kvenna um eitt ár. Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, segir að með því fái keppnin þá athygli sem hún á skilið. Með færslunni verður EM eina stórmótið í knattspyrnu það sumarið og fær því að njóta sín töluvert betur segir Ceferin einnig. Þá höfðu Bretland, Svíþjóð og Holland tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum og því hefði verið erfitt að halda EM í kjölfarið, hvað þá á sama tíma. Nadine Kessler, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá UEFA, tekur í sama streng. „Þessi ákvörðun setur okkur í stöðu þar sem við getum tryggt að mótið fái heimsathygli, þannig náum við að auka fjölmiðla umfjöllun, áhorfendafjölda og tryggja að veitt ungum iðkendum innblástur.“ Mótið fer fram í Englandi og fer fyrsti leikur mótsins fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United. Þá mun úrslitaleikurinn fara fram á Wembley. Ísland var með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM með markatöluna 11:1. Næsti leikur liðsins er gegn Svíþjóð á heimavelli en Svíar eru í efsta sæti riðilsins með betri markatölu en íslenska liðið.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UEFA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira