Ekki bara núna, heldur alltaf! Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. apríl 2020 13:01 Í Covid faraldrinum sem við búum við þessa dagana þá leitar hugur margra að raunverulegum gildum lífsins. Flest erum við sammála um að heilsa, fjölskylda og nákomnir vinir eru það sem skiptir mestu máli. Einnig hefur hugurinn leitað til sjálfstæðis og sjálfbærni. Ekki bara fjölskyldunnar og heimilisins, heldur samfélagsins alls. Við sem þjóð áttum okkur betur á því núna hvað það skiptir miklu máli að vera sjálfsstæð og sjálfbær í okkar ákvörðunum. Okkur er líka ljóst á svona tímum úr hverju við erum gerð. Við sjáum hvað við erum mögnuð saman. Við stöndum saman og göngum saman í takt. Við hlíðum Víði og náum skjótum árangri saman. Lykilatriðið í þessum árangri er að við erum öll að taka þátt. Við lítum á það sem okkar samfélagslegu ábyrgð. Samfélagsleg ábyrgð er hugtak sem er mikið notað af fyrirtækjum. Oft slá fyrirtæki um sig með þessu hugtaki án þess að raunverulega vera samfélagslega ábyrg. Samfélagsleg ábyrgð snýst ekki um að fyrirtæki styrki gott málefni heldur að það skili ávinningi til samfélagsins, ávinningi sem verður meðal annars til við endurnýtingu á auðlindum sem fyrirtækin nota í rekstri sínum, atvinnuskapandi, skapi störf í tengslum við sína starfssemi og auki þannig hagsæld samfélagsins í heild en ekki bara hag hluthafa. Íslenskir bændur eru dæmi um samfélagslega ábyrga starfsstétt. Þeirra ræktun skilar ótal jaðarstörfum til samfélagsins á sama tíma og þeirra framlag til samfélagsins tryggir fæðuöryggi. Þessu þarf að halda til haga og standa þarf vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Það sem ógnar bændum og matvælaframleiðendum mest er innflutningur á matvælum sem við erum sjálfbær í að framleiða. Það sem ógnar bændum, ógnar okkur öllum. Það er þjóðaröryggi að vera sjálfbær í matvælaframleiðslu. Góðu fréttirnar eru þær að við sem þjóð getum tryggt þetta öryggi með vali okkar í verslunum. Að velja Íslenskt framyfir innflutt er okkar framlag í að tryggja þetta öryggi. Einnig getum við krafist þess að stjórnvöld standi betur vörð um matvælaöryggi. Stjórnvöld hafa völd til að standa vörð um sjálfbærni þjóðarinnar í matvælaframleiðslu m.a. með milliríkjasamningum, búvörusamningum og tilslökunum á gjöldum er kemur að uppbyggingu og endurnýjun framleiðslubúa. Núverandi EES samningur er í uppnámi, Bretland er gengið úr Evrópusambandinu og því er klár forsendubrestur á núgildandi EES samningi. Utanríkisráðherra ætti að vera byrjaður í viðræðum við Evrópusambandið um nýjan samning í ljósi nýrra forsendna. Nýr samningur ætti að standa betur vörð um íslenskan landbúnað með mun skilgreindari skilmálum um innflutning frá Evrópu til Íslands. Skilgreina þarf betur hvað má flytja inn til landsins án tolla og hindra ætti innflutning á vörum sem við erum algjörlega sjálfbær í að framleiða sjálf. Þetta er hagsmunamál okkar allra og það er okkar réttur og krafa að stjórnvöld standi vörð um okkar hag. Þangað til höfum við valið í versluninni: innflutt eða íslenskt. Stöndum vörð um íslenskt atvinnulíf, íslenskan landbúnað og íslenskt sjálfsstæði. Ekki bara núna, heldur alltaf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Landbúnaður Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í Covid faraldrinum sem við búum við þessa dagana þá leitar hugur margra að raunverulegum gildum lífsins. Flest erum við sammála um að heilsa, fjölskylda og nákomnir vinir eru það sem skiptir mestu máli. Einnig hefur hugurinn leitað til sjálfstæðis og sjálfbærni. Ekki bara fjölskyldunnar og heimilisins, heldur samfélagsins alls. Við sem þjóð áttum okkur betur á því núna hvað það skiptir miklu máli að vera sjálfsstæð og sjálfbær í okkar ákvörðunum. Okkur er líka ljóst á svona tímum úr hverju við erum gerð. Við sjáum hvað við erum mögnuð saman. Við stöndum saman og göngum saman í takt. Við hlíðum Víði og náum skjótum árangri saman. Lykilatriðið í þessum árangri er að við erum öll að taka þátt. Við lítum á það sem okkar samfélagslegu ábyrgð. Samfélagsleg ábyrgð er hugtak sem er mikið notað af fyrirtækjum. Oft slá fyrirtæki um sig með þessu hugtaki án þess að raunverulega vera samfélagslega ábyrg. Samfélagsleg ábyrgð snýst ekki um að fyrirtæki styrki gott málefni heldur að það skili ávinningi til samfélagsins, ávinningi sem verður meðal annars til við endurnýtingu á auðlindum sem fyrirtækin nota í rekstri sínum, atvinnuskapandi, skapi störf í tengslum við sína starfssemi og auki þannig hagsæld samfélagsins í heild en ekki bara hag hluthafa. Íslenskir bændur eru dæmi um samfélagslega ábyrga starfsstétt. Þeirra ræktun skilar ótal jaðarstörfum til samfélagsins á sama tíma og þeirra framlag til samfélagsins tryggir fæðuöryggi. Þessu þarf að halda til haga og standa þarf vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Það sem ógnar bændum og matvælaframleiðendum mest er innflutningur á matvælum sem við erum sjálfbær í að framleiða. Það sem ógnar bændum, ógnar okkur öllum. Það er þjóðaröryggi að vera sjálfbær í matvælaframleiðslu. Góðu fréttirnar eru þær að við sem þjóð getum tryggt þetta öryggi með vali okkar í verslunum. Að velja Íslenskt framyfir innflutt er okkar framlag í að tryggja þetta öryggi. Einnig getum við krafist þess að stjórnvöld standi betur vörð um matvælaöryggi. Stjórnvöld hafa völd til að standa vörð um sjálfbærni þjóðarinnar í matvælaframleiðslu m.a. með milliríkjasamningum, búvörusamningum og tilslökunum á gjöldum er kemur að uppbyggingu og endurnýjun framleiðslubúa. Núverandi EES samningur er í uppnámi, Bretland er gengið úr Evrópusambandinu og því er klár forsendubrestur á núgildandi EES samningi. Utanríkisráðherra ætti að vera byrjaður í viðræðum við Evrópusambandið um nýjan samning í ljósi nýrra forsendna. Nýr samningur ætti að standa betur vörð um íslenskan landbúnað með mun skilgreindari skilmálum um innflutning frá Evrópu til Íslands. Skilgreina þarf betur hvað má flytja inn til landsins án tolla og hindra ætti innflutning á vörum sem við erum algjörlega sjálfbær í að framleiða sjálf. Þetta er hagsmunamál okkar allra og það er okkar réttur og krafa að stjórnvöld standi vörð um okkar hag. Þangað til höfum við valið í versluninni: innflutt eða íslenskt. Stöndum vörð um íslenskt atvinnulíf, íslenskan landbúnað og íslenskt sjálfsstæði. Ekki bara núna, heldur alltaf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar