Handbolti

Hafa lokið leik í undankeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar léku aðeins tvo leiki í undankeppni EM 2020.
Íslensku stelpurnar léku aðeins tvo leiki í undankeppni EM 2020. vísir/bára

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur lokið leik í undankeppni EM 2020.

Evrópska handknattleikssambandið hefur ákveðið að aflýsa þeim leikjum sem áttu eftir að fara fram í undankeppninni.

Ísland var búið að leika tvo leiki, gegn Króatíu og Frakklandi. Þeir töpuðust báðir. Ísland átti eftir að mæta báðum þjóðum aftur og Tyrklandi í tvígang.

Árangurinn á EM 2018 ræður því hvaða lið komast á EM 2020 sem fer fram í Noregi og Danmörku.

Auk heimaþjóðanna eru Frakkland, Rússland, Holland, Rúmenía, Svíþjóð, Ungverjaland, Svartfjallaland, Þýskaland, Serbía, Spánn, Slóvenía, Pólland, Tékkland og Króatía komin á EM.


Tengdar fréttir

Ísland komið á HM 2021

Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×