Nýsköpun: Viðskiptavinir geta séð hvað bankarnir gera við peningana Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. mars 2020 10:30 Vísir/Getty Launin okkar eru lögð inn á bankareikning, við geymum sparnaðinn okkar þar og við fáum lánað. Við endurgreiðum síðan bönkunum okkar lánið með vöxtum. Í sinni einföldustu mynd gætu flestir lýst bankaviðskiptunum sínum svona. Alls staðar keppast bankar síðan við að skapa sér jákvæða ásýnd þannig að viðskiptavinir velji þá umfram aðra banka. En nú er kominn enn eitt vinkillinn fyrir viðskiptavini banka í Bandaríkjunum og það er að velja viðskiptabanka sem fellur best að þeirra eigin gildum og lífsviðhorfum. Vefsíðan Mighty Deposits er hönnuð með gagnsæi banka að leiðarljósi. Gagnsæið felst þá í því að Mighty Deposits safnar saman og vinnur úr gögnum banka um fjárfestingar, fjárútlát og lánveitingar þeirra. Neytendur geta nálgast þessar upplýsingar með því að skrá sig á síðuna og óska eftir upplýsingum um þá banka sem þeir vilja skoða. Þá geta neytendur jafnframt valið stikkorð til að leita að bönkum sem fá hæstu einkunn miðað við þau atriði sem fólki finnst skipta mestu máli. Tökum JP Morgan Chase bankan sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum Mighty Deposit nýtir JP Morgan 15% af fjármagni sínu í útlán fasteignakaupa sem er 11% minna en aðrir bankar gera að meðaltali. Sömuleiðis nýtir bankinn 1% af fjármagni sínu í útlán fyrir smærri fyrirtæki sem eru 80% minna en bankar gera að meðaltali. Með þessum upplýsingum er neytendum ætlað að geta mátað sig við bankann miðað við þeirra eigin áherslur eða skoðanir. Að sögn forsvarsmanna Mighty Deposit varð hugmyndin að vefsíðunni til í kjölfar bankahneykslis Wells Fargo hér um árið en tekið skal fram að bandarískum bönkum er gert að skila inn umbeðnum upplýsingum samkvæmt lögum. Þannig segir Megan Hryndza, stofnandi vefsíðunnar, að þótt sagan sýni að fólk yfirgefi oft banka í kjölfar hneykslismála sé það almennt gott fyrir neytendur að vera upplýstir um það hvernig viðskiptin þeirra skila sér inn í samfélagið. Nýsköpun Neytendur Fjármál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Launin okkar eru lögð inn á bankareikning, við geymum sparnaðinn okkar þar og við fáum lánað. Við endurgreiðum síðan bönkunum okkar lánið með vöxtum. Í sinni einföldustu mynd gætu flestir lýst bankaviðskiptunum sínum svona. Alls staðar keppast bankar síðan við að skapa sér jákvæða ásýnd þannig að viðskiptavinir velji þá umfram aðra banka. En nú er kominn enn eitt vinkillinn fyrir viðskiptavini banka í Bandaríkjunum og það er að velja viðskiptabanka sem fellur best að þeirra eigin gildum og lífsviðhorfum. Vefsíðan Mighty Deposits er hönnuð með gagnsæi banka að leiðarljósi. Gagnsæið felst þá í því að Mighty Deposits safnar saman og vinnur úr gögnum banka um fjárfestingar, fjárútlát og lánveitingar þeirra. Neytendur geta nálgast þessar upplýsingar með því að skrá sig á síðuna og óska eftir upplýsingum um þá banka sem þeir vilja skoða. Þá geta neytendur jafnframt valið stikkorð til að leita að bönkum sem fá hæstu einkunn miðað við þau atriði sem fólki finnst skipta mestu máli. Tökum JP Morgan Chase bankan sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum Mighty Deposit nýtir JP Morgan 15% af fjármagni sínu í útlán fasteignakaupa sem er 11% minna en aðrir bankar gera að meðaltali. Sömuleiðis nýtir bankinn 1% af fjármagni sínu í útlán fyrir smærri fyrirtæki sem eru 80% minna en bankar gera að meðaltali. Með þessum upplýsingum er neytendum ætlað að geta mátað sig við bankann miðað við þeirra eigin áherslur eða skoðanir. Að sögn forsvarsmanna Mighty Deposit varð hugmyndin að vefsíðunni til í kjölfar bankahneykslis Wells Fargo hér um árið en tekið skal fram að bandarískum bönkum er gert að skila inn umbeðnum upplýsingum samkvæmt lögum. Þannig segir Megan Hryndza, stofnandi vefsíðunnar, að þótt sagan sýni að fólk yfirgefi oft banka í kjölfar hneykslismála sé það almennt gott fyrir neytendur að vera upplýstir um það hvernig viðskiptin þeirra skila sér inn í samfélagið.
Nýsköpun Neytendur Fjármál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira