„Það er eitt fyndið við kórónaveiruna“ Eva Bjarnadóttir skrifar 28. apríl 2020 12:30 Hvernig haldið þið að lífið verði þegar kórónaveiran er farin, spurði ég börnin mín um helgina. Haldið þið að það verði eitthvað öðruvísi? „Örugglega,“ sagði yngra barnið. „Þá erum við búin að stækka. Síðast vorum við bara 5 ára og svo þegar hún er búin þá verðum við 6 og 7 ára. Það er rosalega skrýtið,“ bætti hún við og sagðist vona að faraldrinum ljúki áður hún verði 10 ára. Við fjölskyldan höfum undanfarnar vikur átt okkar hæðir og lægðir í samkomubanni, eins og líklega flestar aðrar fjölskyldur. Börnin mín hafa mætt til skiptis í skólana sína og við foreldrarnir skipst á að brúa bilið hér heima. Milli barnavakta loka ég mig inni í svefnherbergi og reyni að sinna starfi mínu fyrir UNICEF, en til viðbótar við hefðbundin verkefni ákváðum við leggja okkar á vogarskálarnar til að fylgjast með áhrifum kórónaveirufaraldursins á börn. Það var því sérstaklega áhugavert fyrir mig að prófa nýja spurningakönnun UNICEF fyrir börn um skoðanir þeirra á kórónaveirunni. Áður en við settum hana í loftið vildi ég vita hvernig hún virkar og hvort hún virkar! Það er nefnilega svo skrýtið að jafnvel þótt ég vinni við að segja fólki að hlusta meira á börn, þá hafa samfélagslega mótaðar hugmyndir okkar um getu barna enn áhrif á mig. Ég var ekki alveg viss hvort börnin mín hefðu eitthvað að segja um líðan sína á tímum heimsfaraldurs. Annað kom í ljós. Þegar þau voru spurð hvað þeim fyndist um kórónaveiruna stóð ekki á svari. Leikskólabarninu fannst hún ekki alveg í lagi og verst að leðurblökur væru til. Það eina jákvæða við þetta allt saman væri að þau börn sem langar ekki í skólann gætu verið heima sér. Eftir nokkra umræðu og umhugsun bætti hún við: „Það er eitt fyndið við kórónaveiruna, því þegar maður er í leikskólanum langar manni að vera heima og loksins þegar maður er heima þá vill maður vera í leikskólanum! Þá fattar maður að manni leiðist bara ef maður er heima, en í leikskólanum er miklu meira að gera og miklu skemmtilegra.“ Það var eins og barnið hefði tekið þriggja ára þroskastökk á tveimur mánuðum. Hugsið ykkur hvað börn læra mikið af nýjum áskorunum, góðum og slæmum! Sá 9 ára var hins vegar töluvert áhyggjufyllri. Honum datt ekkert jákvætt í hug varðandi kórónaveiruna og sagði slæmt hvað hún drepi marga og hversu margir verða veikir. Hann viðurkenndi líka að hann væri svolítið stressaður þegar hann horfði á fréttir. Hann var þó jákvæður gagnvart skólanum. Þar fengi hann allar upplýsingar um faraldurinn sem hann þyrfti og það væri nú bara svolítið ævintýra að breyta til. En ég varð hugsi þegar hann sagðist viðbúinn ef faraldurinn færi aftur stað því nú kynni hann 2 metra regluna. Það er greinilegt að áhyggjur af veirunni eru eitthvað sem við þurfum að halda áfram að ræða þótt samkomubanninu ljúki. Börnunum þótti gaman að svara spurningunum og verkefnið í heild svolítið merkilegt. Þau voru gjarnan til í að deila svörum sínum til að vekja athygli á könnuninni, því þeim eins og mér þykir mikilvægt að hlustað sé á skoðanir barna. Við hvetjum foreldra og börn til að taka sér smá tíma (við erum öll búin að læra það núna!) og svara könnuninni saman. Þannig styrkjum við rödd barna á heimilum sínum og aðstoðum UNICEF við að varpa ljósi á líðan og skoðanir barna á Íslandi. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hvernig haldið þið að lífið verði þegar kórónaveiran er farin, spurði ég börnin mín um helgina. Haldið þið að það verði eitthvað öðruvísi? „Örugglega,“ sagði yngra barnið. „Þá erum við búin að stækka. Síðast vorum við bara 5 ára og svo þegar hún er búin þá verðum við 6 og 7 ára. Það er rosalega skrýtið,“ bætti hún við og sagðist vona að faraldrinum ljúki áður hún verði 10 ára. Við fjölskyldan höfum undanfarnar vikur átt okkar hæðir og lægðir í samkomubanni, eins og líklega flestar aðrar fjölskyldur. Börnin mín hafa mætt til skiptis í skólana sína og við foreldrarnir skipst á að brúa bilið hér heima. Milli barnavakta loka ég mig inni í svefnherbergi og reyni að sinna starfi mínu fyrir UNICEF, en til viðbótar við hefðbundin verkefni ákváðum við leggja okkar á vogarskálarnar til að fylgjast með áhrifum kórónaveirufaraldursins á börn. Það var því sérstaklega áhugavert fyrir mig að prófa nýja spurningakönnun UNICEF fyrir börn um skoðanir þeirra á kórónaveirunni. Áður en við settum hana í loftið vildi ég vita hvernig hún virkar og hvort hún virkar! Það er nefnilega svo skrýtið að jafnvel þótt ég vinni við að segja fólki að hlusta meira á börn, þá hafa samfélagslega mótaðar hugmyndir okkar um getu barna enn áhrif á mig. Ég var ekki alveg viss hvort börnin mín hefðu eitthvað að segja um líðan sína á tímum heimsfaraldurs. Annað kom í ljós. Þegar þau voru spurð hvað þeim fyndist um kórónaveiruna stóð ekki á svari. Leikskólabarninu fannst hún ekki alveg í lagi og verst að leðurblökur væru til. Það eina jákvæða við þetta allt saman væri að þau börn sem langar ekki í skólann gætu verið heima sér. Eftir nokkra umræðu og umhugsun bætti hún við: „Það er eitt fyndið við kórónaveiruna, því þegar maður er í leikskólanum langar manni að vera heima og loksins þegar maður er heima þá vill maður vera í leikskólanum! Þá fattar maður að manni leiðist bara ef maður er heima, en í leikskólanum er miklu meira að gera og miklu skemmtilegra.“ Það var eins og barnið hefði tekið þriggja ára þroskastökk á tveimur mánuðum. Hugsið ykkur hvað börn læra mikið af nýjum áskorunum, góðum og slæmum! Sá 9 ára var hins vegar töluvert áhyggjufyllri. Honum datt ekkert jákvætt í hug varðandi kórónaveiruna og sagði slæmt hvað hún drepi marga og hversu margir verða veikir. Hann viðurkenndi líka að hann væri svolítið stressaður þegar hann horfði á fréttir. Hann var þó jákvæður gagnvart skólanum. Þar fengi hann allar upplýsingar um faraldurinn sem hann þyrfti og það væri nú bara svolítið ævintýra að breyta til. En ég varð hugsi þegar hann sagðist viðbúinn ef faraldurinn færi aftur stað því nú kynni hann 2 metra regluna. Það er greinilegt að áhyggjur af veirunni eru eitthvað sem við þurfum að halda áfram að ræða þótt samkomubanninu ljúki. Börnunum þótti gaman að svara spurningunum og verkefnið í heild svolítið merkilegt. Þau voru gjarnan til í að deila svörum sínum til að vekja athygli á könnuninni, því þeim eins og mér þykir mikilvægt að hlustað sé á skoðanir barna. Við hvetjum foreldra og börn til að taka sér smá tíma (við erum öll búin að læra það núna!) og svara könnuninni saman. Þannig styrkjum við rödd barna á heimilum sínum og aðstoðum UNICEF við að varpa ljósi á líðan og skoðanir barna á Íslandi. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun