Geðheilbrigðisúrræði eru sjálfsögð gæði Eygló María Björnsdóttir skrifar 29. apríl 2020 11:00 „Geðheilsa stúdenta hefur sjaldan verið betri,“ er fáheyrð staðhæfing, gott ef sönn væri, en raunin er sú að margt bendir til þess að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Háskólanám er fullt starf ef tillit er tekið til einingafjölda og oftar en ekki reynist það vera meira en svo ef litið er til vinnuframlags. Til að standa sig vel í háskólanámi er best að vinna ekki samhliða námi og helst ekki eyða of miklum tíma í félagslíf. Raunin er þó sú að langflestir stúdentar þurfa að vinna samhliða námi til að sjá fyrir sér og hvaða stúdent vill ekki upplifa félagslífið sem fylgir háskólanámi. Í háskólanámi eru stúdentar útsettir fyrir ýmsum streituþáttum sem auka líkurnar á því að stúdentar upplifi streitu, kvíða og/eða jafnvel þunglyndi. Það er afar mikilvægt að háskólar geri sér grein fyrir því að stór hópur stúdenta eru útsettir fyrir álagi og pressu en enn mikilvægara að þeir geri sér grein fyrir því að hægt er að grípa snemma inn í. Að því utanskyldu er einnig stór hópur stúdenta með fyrirliggjandi raskanir á borð við þunglyndi, kvíða, ADHD og ADD. Þar kemur félagsleg vídd inn í spilið. Til að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði þurfa háskólar að huga að þó nokkrum þáttum: gæði kennslu, að menntun sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsmati og svo mætti lengi telja. Reglulega eru háskólastofnanir metnar með svokölluðum úttektum þar sem stofnanirnar meta sig sjálfar og sérfræðingar meta því næst stofnanirnar út frá þeirra mati. Með þessum hætti eru háskólastofnanir hvattar til að bæta sig og auka gæði háskólastarfsins með reglulegu millibili. Allt er þetta gott og blessað en hvernig huga háskólastofnanir að geðheilsu stúdenta? Félagsleg vídd er mikilvægt hugtak sem þarf að hafa í huga þegar gæði náms er metið og þarf að líta til ýmissa þátta t.d. hvaða geðheilbrigðisúrræði standa stúdentum til boða. Félagsleg vídd (e. Social dimension) gefur til kynna þann fjölbreytileika sem til staðar er í samfélaginu. Félagsleg vídd í háskólasamfélaginu þýðir að þar endurspeglist þverskurður samfélagsins. Árið 2017 var talið að nærri 9% landsmanna hefðu þunglyndiseinkenni. Rúmlega 20 þúsund stúdentar stunda háskólanám á íslandi, sem þýðir að út frá því ættu um 1800 stúdentar að glíma við þunglyndiseinkenni. Til að háskólar geti stutt við alla sína stúdenta er mikilvægt að viðeigandi stuðningskerfi séu til staðar. Tveir háskólar á Íslandi hafa tekið það skref að veita sálfræðiráðgjöf og hópmeðferðir og hefur aðsóknin í þá þjónustu aukist síðustu misseri. Það er ánægjulegt að sjá háskólastofnanir fylgja kröfum stúdenta eftir en stúdentar hafa frá 2018 vakið athygli á bágri geðheilsu stúdenta. Viðeigandi stuðningskerfi auka líkur á því að stúdentar hverfi ekki frá námi og því líklegra er að stúdentahópurinn geti endurspegla þverskurð samfélagsins. Án stuðningskerfa, svo sem sálfræðiaðstoðar, er ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi að námi. Það er þó ekki nóg að bjóða stúdentum upp á slíka þjónustu ef hún er ekki byggð á gagnreyndum aðferðum. HAM (Hugræn atferlismeðferð) er sú hópmeðferð sem tvær háskólastofnanir hafa verið að bjóða upp á og er hún stutt af fjölda rannsókna. Þetta ættu fleiri háskólar að taka sér til fyrirmyndar. Tryggjum gæði náms með góðum og faglegum geðheilbrigðisúrræðum á landsvísu. Höfundur er gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Skrifaðu undir ákall samtakanna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
„Geðheilsa stúdenta hefur sjaldan verið betri,“ er fáheyrð staðhæfing, gott ef sönn væri, en raunin er sú að margt bendir til þess að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Háskólanám er fullt starf ef tillit er tekið til einingafjölda og oftar en ekki reynist það vera meira en svo ef litið er til vinnuframlags. Til að standa sig vel í háskólanámi er best að vinna ekki samhliða námi og helst ekki eyða of miklum tíma í félagslíf. Raunin er þó sú að langflestir stúdentar þurfa að vinna samhliða námi til að sjá fyrir sér og hvaða stúdent vill ekki upplifa félagslífið sem fylgir háskólanámi. Í háskólanámi eru stúdentar útsettir fyrir ýmsum streituþáttum sem auka líkurnar á því að stúdentar upplifi streitu, kvíða og/eða jafnvel þunglyndi. Það er afar mikilvægt að háskólar geri sér grein fyrir því að stór hópur stúdenta eru útsettir fyrir álagi og pressu en enn mikilvægara að þeir geri sér grein fyrir því að hægt er að grípa snemma inn í. Að því utanskyldu er einnig stór hópur stúdenta með fyrirliggjandi raskanir á borð við þunglyndi, kvíða, ADHD og ADD. Þar kemur félagsleg vídd inn í spilið. Til að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði þurfa háskólar að huga að þó nokkrum þáttum: gæði kennslu, að menntun sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsmati og svo mætti lengi telja. Reglulega eru háskólastofnanir metnar með svokölluðum úttektum þar sem stofnanirnar meta sig sjálfar og sérfræðingar meta því næst stofnanirnar út frá þeirra mati. Með þessum hætti eru háskólastofnanir hvattar til að bæta sig og auka gæði háskólastarfsins með reglulegu millibili. Allt er þetta gott og blessað en hvernig huga háskólastofnanir að geðheilsu stúdenta? Félagsleg vídd er mikilvægt hugtak sem þarf að hafa í huga þegar gæði náms er metið og þarf að líta til ýmissa þátta t.d. hvaða geðheilbrigðisúrræði standa stúdentum til boða. Félagsleg vídd (e. Social dimension) gefur til kynna þann fjölbreytileika sem til staðar er í samfélaginu. Félagsleg vídd í háskólasamfélaginu þýðir að þar endurspeglist þverskurður samfélagsins. Árið 2017 var talið að nærri 9% landsmanna hefðu þunglyndiseinkenni. Rúmlega 20 þúsund stúdentar stunda háskólanám á íslandi, sem þýðir að út frá því ættu um 1800 stúdentar að glíma við þunglyndiseinkenni. Til að háskólar geti stutt við alla sína stúdenta er mikilvægt að viðeigandi stuðningskerfi séu til staðar. Tveir háskólar á Íslandi hafa tekið það skref að veita sálfræðiráðgjöf og hópmeðferðir og hefur aðsóknin í þá þjónustu aukist síðustu misseri. Það er ánægjulegt að sjá háskólastofnanir fylgja kröfum stúdenta eftir en stúdentar hafa frá 2018 vakið athygli á bágri geðheilsu stúdenta. Viðeigandi stuðningskerfi auka líkur á því að stúdentar hverfi ekki frá námi og því líklegra er að stúdentahópurinn geti endurspegla þverskurð samfélagsins. Án stuðningskerfa, svo sem sálfræðiaðstoðar, er ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi að námi. Það er þó ekki nóg að bjóða stúdentum upp á slíka þjónustu ef hún er ekki byggð á gagnreyndum aðferðum. HAM (Hugræn atferlismeðferð) er sú hópmeðferð sem tvær háskólastofnanir hafa verið að bjóða upp á og er hún stutt af fjölda rannsókna. Þetta ættu fleiri háskólar að taka sér til fyrirmyndar. Tryggjum gæði náms með góðum og faglegum geðheilbrigðisúrræðum á landsvísu. Höfundur er gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Skrifaðu undir ákall samtakanna hér.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar