Afturvirk launahækkun þingmanna og ráðherra kemur til framkvæmda á verkalýðsdaginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 30. apríl 2020 21:42 Hækkun ráðherra, þingmanna og annarra embættismanna nú um mánaðamótin er afturvirk um fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Þar af leiðandi kemur afturvirk launahækkun þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna til framkvæmda á morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að launaseðillin sé kominn: „Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt…“ segir þingmaðurinn. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt öðrum embættismönnum í júní í fyrra var frestað til 1. janúar á þessu ári. Hækkunin kom þó ekki til framkvæmda en stendur til að leiðrétta það. Þá eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlí á þessu ári. Þingmenn Pírata ásamt nokkrum þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins lögðu fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag en með því er gert ráð fyrir að krónutala launanna verði fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar, og lögum um stjórnarráð Íslands hins vegar, þannig að þau haldist óbreytt út árið 2021, eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Óvíst er hvort frumvarpið hefði notið stuðnings þingsins yfir höfuð. Nú er þó nokkuð ljóst að það verður ekki afgreitt í tæka tíð svo að það nái markmiðum sínum að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. „Við reyndum að fá þetta mál tekið út úr nefnd í gær án umsagna og því var hafnað af meirihluta nefndarinnar sem er auðvitað mjög dapurlegt vegna þess að þá þýðir það að þetta frumvarp verður ekki samþykkt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að þingmenn fái mjög háa launahækkun á verkalýðsdaginn sjálfan,“ segir Þórhildur Sunna. Hækkunin sé afturvirk um fjóra mánuði. „Þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun sinnum fimm samtals og ráðherrar 115 þúsund ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra um 130 þúsund í hækkun.“ Alþingi Vinnumarkaður Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Þar af leiðandi kemur afturvirk launahækkun þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna til framkvæmda á morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að launaseðillin sé kominn: „Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt…“ segir þingmaðurinn. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt öðrum embættismönnum í júní í fyrra var frestað til 1. janúar á þessu ári. Hækkunin kom þó ekki til framkvæmda en stendur til að leiðrétta það. Þá eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlí á þessu ári. Þingmenn Pírata ásamt nokkrum þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins lögðu fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag en með því er gert ráð fyrir að krónutala launanna verði fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar, og lögum um stjórnarráð Íslands hins vegar, þannig að þau haldist óbreytt út árið 2021, eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Óvíst er hvort frumvarpið hefði notið stuðnings þingsins yfir höfuð. Nú er þó nokkuð ljóst að það verður ekki afgreitt í tæka tíð svo að það nái markmiðum sínum að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. „Við reyndum að fá þetta mál tekið út úr nefnd í gær án umsagna og því var hafnað af meirihluta nefndarinnar sem er auðvitað mjög dapurlegt vegna þess að þá þýðir það að þetta frumvarp verður ekki samþykkt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að þingmenn fái mjög háa launahækkun á verkalýðsdaginn sjálfan,“ segir Þórhildur Sunna. Hækkunin sé afturvirk um fjóra mánuði. „Þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun sinnum fimm samtals og ráðherrar 115 þúsund ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra um 130 þúsund í hækkun.“
Alþingi Vinnumarkaður Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00