Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 10:30 Besta kvennalandslið heims hefur staðið í langri og erfiðri deilu við knattspyrnusambandið sitt. VÍSIR/GETTY Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. Bandaríska kvennalandsliðið, sem er ríkjandi heimsmeistari, telur knattspyrnusambandið hafa brotið á sér með því að greiða leikmönnum ekki laun í samræmi við launin sem leikmenn karlalandsliðsins fái, auk þess að veita kvennalandsliðinu ekki sama aðbúnað. Dómari vísaði málinu frá. Samkvæmt niðurstöðunni hefur kvennalandsliðið fengið hærri laun greidd en karlarnir, hvort sem horft er til samanlagðra tekna eða launa fyrir hvern leik. Þá taldi dómarinn ekki nægar sannanir fyrir því að kvennalandsliðið nyti ekki sams konar aðbúnaðar og karlalandsliðið. Í niðurstöðunni segir að það hafi verið ákvörðun kvennalandsliðsins að fá frekar öruggar tekjur en að binda tekjurnar við leiki sem spilaðir væru. Árið 2017 var samið um að 20 leikmenn kvennalandsliðsins fengju 100.000 Bandaríkjadali í laun á ári, auk bónusgreiðsla fyrir vináttulandsleiki. Þannig sé ekki hægt að dæma um það núna að landsliðskonurnar hafi fengið lægri laun vegna þess hvað þær hefðu fengið hefðu þær gert samning sem miðaði við fjölda spilaðra leikja eins og karlarnir. Molly Levinson, talskona kvennalandsliðsins, sagði að stefnan væri að áfrýja niðurstöðunni. „Við erum í áfalli og vonsvikin yfir niðurstöðunni en við munum ekki gefast upp í erfiðri baráttu fyrir jöfnum launum,“ sagði Levinson. „Við erum örugg með okkar mál og staðföst í því að sjá til þess að stelpur og konur sem keppi í íþróttum verði ekki minna metnar bara vegna kyns þeirra,“ sagði Levinson í yfirlýsingu. Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Tengdar fréttir Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. Bandaríska kvennalandsliðið, sem er ríkjandi heimsmeistari, telur knattspyrnusambandið hafa brotið á sér með því að greiða leikmönnum ekki laun í samræmi við launin sem leikmenn karlalandsliðsins fái, auk þess að veita kvennalandsliðinu ekki sama aðbúnað. Dómari vísaði málinu frá. Samkvæmt niðurstöðunni hefur kvennalandsliðið fengið hærri laun greidd en karlarnir, hvort sem horft er til samanlagðra tekna eða launa fyrir hvern leik. Þá taldi dómarinn ekki nægar sannanir fyrir því að kvennalandsliðið nyti ekki sams konar aðbúnaðar og karlalandsliðið. Í niðurstöðunni segir að það hafi verið ákvörðun kvennalandsliðsins að fá frekar öruggar tekjur en að binda tekjurnar við leiki sem spilaðir væru. Árið 2017 var samið um að 20 leikmenn kvennalandsliðsins fengju 100.000 Bandaríkjadali í laun á ári, auk bónusgreiðsla fyrir vináttulandsleiki. Þannig sé ekki hægt að dæma um það núna að landsliðskonurnar hafi fengið lægri laun vegna þess hvað þær hefðu fengið hefðu þær gert samning sem miðaði við fjölda spilaðra leikja eins og karlarnir. Molly Levinson, talskona kvennalandsliðsins, sagði að stefnan væri að áfrýja niðurstöðunni. „Við erum í áfalli og vonsvikin yfir niðurstöðunni en við munum ekki gefast upp í erfiðri baráttu fyrir jöfnum launum,“ sagði Levinson. „Við erum örugg með okkar mál og staðföst í því að sjá til þess að stelpur og konur sem keppi í íþróttum verði ekki minna metnar bara vegna kyns þeirra,“ sagði Levinson í yfirlýsingu.
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Tengdar fréttir Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00
Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00