Handbolti

Andri Heimir þjálfar og spilar hjá ÍR

Sindri Sverrisson skrifar
Andri Heimir Friðriksson er kominn til liðs við ÍR.
Andri Heimir Friðriksson er kominn til liðs við ÍR. MYND/ÍR

Handknattleiksmaðurinn Andri Heimir Friðriksson verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR næstu tvö árin.

Andri Heimir, sem er þrítugur, hefur skrifað undir samning þessa efnis en hann kemur til ÍR eftir að hafa verið hjá Fram síðustu tvö ár. Hann varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari með ÍBV árið 2018. Hann var einnig hjá ÍBV árin 2011-2016 og vann til titla með liðinu en lék með Haukum tímabilið 2016-2017.

Andri verður aðstoðarmaður Kristins Björgúlfssonar sem tók við af Bjarna Fritzsyni sem aðalþjálfari fyrir skömmu. ÍR hafnaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur en tímabilinu lauk fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×