Hafa sett mörg verkefni á ís Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2020 19:05 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum verður af yfir þrjú hundruð milljónum króna á árinu vegna hruns í ferðaþjónustunni. Þjóðgarðsvörður segir að fresta þurfi viðhaldsverkefnum vegna þessa. Síðustu ár hafa reglulega verið sett aðsóknarmet á Þingvöllum. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, áætlar að á síðasta ári hafi um ein og hálf milljón ferðamanna komið á Þingvelli. Síðustu vikurnar hafa ferðamennirnir verið örfáar og það hefur haft mikla þýðingu þegar kemur að tekjum þjóðgarðsins. „Á síðustu tveimur árum hafa tekjurnar á bílastæðunum verið um 190 milljónir og það hefur munað um minna í rekstri þjóðgarðsins og ég held að kannski menn átti sig ekki á því hvað í rauninni sértekjurnar hafa skipað stórt hlutfall af rekstrartekjum þjóðgarðsins,“ segir Einar. Hann segir útlit fyrir að þjóðgarðurinn verði á þessu ári af ríflega þrjú hundruð milljónum króna vegna fækkunar ferðamanna. „Þjóðgarðurinn hefur í rauninni náð að byggja upp mikla starfsemi hér á undanförnum árum og með svona góðu sértekjustreymi eins og bílstæðagjöldunum og við höfum verið hérna með verslanirnar og við höfum verið með ferðaþjónustu í Silfru.“ Einar segir hrun í tekjunum hafa haft áhrif á viðhaldsverkefni sem ráðast átti í. „Við höfum óhjákvæmilega sko skorið niður og sett á ís mjög mikið af verkefnum, viðhaldsverkefnum, svona litlum verkefnum og svona minniháttar verkefnum sem að við hefðum ætlað að framkvæma fyrir hluta af þessum tekjum.“ Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjanesskaga Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum verður af yfir þrjú hundruð milljónum króna á árinu vegna hruns í ferðaþjónustunni. Þjóðgarðsvörður segir að fresta þurfi viðhaldsverkefnum vegna þessa. Síðustu ár hafa reglulega verið sett aðsóknarmet á Þingvöllum. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, áætlar að á síðasta ári hafi um ein og hálf milljón ferðamanna komið á Þingvelli. Síðustu vikurnar hafa ferðamennirnir verið örfáar og það hefur haft mikla þýðingu þegar kemur að tekjum þjóðgarðsins. „Á síðustu tveimur árum hafa tekjurnar á bílastæðunum verið um 190 milljónir og það hefur munað um minna í rekstri þjóðgarðsins og ég held að kannski menn átti sig ekki á því hvað í rauninni sértekjurnar hafa skipað stórt hlutfall af rekstrartekjum þjóðgarðsins,“ segir Einar. Hann segir útlit fyrir að þjóðgarðurinn verði á þessu ári af ríflega þrjú hundruð milljónum króna vegna fækkunar ferðamanna. „Þjóðgarðurinn hefur í rauninni náð að byggja upp mikla starfsemi hér á undanförnum árum og með svona góðu sértekjustreymi eins og bílstæðagjöldunum og við höfum verið hérna með verslanirnar og við höfum verið með ferðaþjónustu í Silfru.“ Einar segir hrun í tekjunum hafa haft áhrif á viðhaldsverkefni sem ráðast átti í. „Við höfum óhjákvæmilega sko skorið niður og sett á ís mjög mikið af verkefnum, viðhaldsverkefnum, svona litlum verkefnum og svona minniháttar verkefnum sem að við hefðum ætlað að framkvæma fyrir hluta af þessum tekjum.“
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjanesskaga Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira