Berbatov þvertekur fyrir leti Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 12:00 Dimitar Berbatov var ekki alltaf á fullri ferð en hann kunni að skora mörk. vísir/getty Dimitar Bertatov þvertekur fyrir að hafa verið latur fótboltamaður. Hann hafi ef til vill virst letilegur í leikjum með Tottenham og Manchester United en það hafi verið til að gabba varnarmenn. Berbatov, sem skoraði 94 mörk í 229 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, var í spjalli á útvarpsrás BBC spurður út í gagnrýni þess efnis að hann legði ekki nógu hart að sér í leikjum. Væri hreinlega latur. „Það er mismunandi hvernig menn horfa á leikinn og spila hann. Það sem var sérstakt hjá mér var að mönnum sýndist að ég væri ekki alveg inni í leiknum en á sama tíma var ég að grandskoða völlinn til að sjá stöður þar sem ég gæti verið á réttu augnabliki. Þetta gerði ég til að ég gæti verið með smá pláss á réttum tíma, svo ég gæti fengið boltann án þess að varnarmaður væri í bakinu á mér. Þegar ég fæ svona tíma og pláss á ég auðveldara með að ákveða hvert ég vil setja boltann,“ sagði Berbatov. „Sumt fólk skilur þetta ekki, en ef að maður er klókur í hausnum, jafnvel þó að maður sé hægfara, þá getur maður verið fljótur. Maður getur staðsett sig rétt og gert meira gagn fyrir liðið sitt,“ sagði Berbatov. „Ef að við ættum að raða leikmönnum Tottenham-liðsins eftir því hver hlypi mest þá væru Jermaine [Jenas] og [Robbie] Keane efstir á blaði, svo restin af liðinu, og loks ég. En ég var að hlaupa í huganum. Og ef ég sá leikmann í betri stöðu þá gaf ég boltann alltaf. Engin eigingirni. Við vinnum eða töpum saman,“ sagði Berbatov, og kvaðst skilja að fólki gæti þótt leikstíll hans undarlegur. „Þetta er kannski skrýtið en í öllum liðum sem ég hef verið í hefur það verið þannig að stuðningsmenn og leikmenn skilja kannski ekki alveg hvernig ég spila, og eru svolítið hræddir við það. Svona eins og að ég sé ekki að hjálpa nógu mikið eða sé nógu góður fyrir liðið. En þetta venst því fólk sér að þetta getur skilað góðum úrslitum,“ sagði Berbatov. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Dimitar Bertatov þvertekur fyrir að hafa verið latur fótboltamaður. Hann hafi ef til vill virst letilegur í leikjum með Tottenham og Manchester United en það hafi verið til að gabba varnarmenn. Berbatov, sem skoraði 94 mörk í 229 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, var í spjalli á útvarpsrás BBC spurður út í gagnrýni þess efnis að hann legði ekki nógu hart að sér í leikjum. Væri hreinlega latur. „Það er mismunandi hvernig menn horfa á leikinn og spila hann. Það sem var sérstakt hjá mér var að mönnum sýndist að ég væri ekki alveg inni í leiknum en á sama tíma var ég að grandskoða völlinn til að sjá stöður þar sem ég gæti verið á réttu augnabliki. Þetta gerði ég til að ég gæti verið með smá pláss á réttum tíma, svo ég gæti fengið boltann án þess að varnarmaður væri í bakinu á mér. Þegar ég fæ svona tíma og pláss á ég auðveldara með að ákveða hvert ég vil setja boltann,“ sagði Berbatov. „Sumt fólk skilur þetta ekki, en ef að maður er klókur í hausnum, jafnvel þó að maður sé hægfara, þá getur maður verið fljótur. Maður getur staðsett sig rétt og gert meira gagn fyrir liðið sitt,“ sagði Berbatov. „Ef að við ættum að raða leikmönnum Tottenham-liðsins eftir því hver hlypi mest þá væru Jermaine [Jenas] og [Robbie] Keane efstir á blaði, svo restin af liðinu, og loks ég. En ég var að hlaupa í huganum. Og ef ég sá leikmann í betri stöðu þá gaf ég boltann alltaf. Engin eigingirni. Við vinnum eða töpum saman,“ sagði Berbatov, og kvaðst skilja að fólki gæti þótt leikstíll hans undarlegur. „Þetta er kannski skrýtið en í öllum liðum sem ég hef verið í hefur það verið þannig að stuðningsmenn og leikmenn skilja kannski ekki alveg hvernig ég spila, og eru svolítið hræddir við það. Svona eins og að ég sé ekki að hjálpa nógu mikið eða sé nógu góður fyrir liðið. En þetta venst því fólk sér að þetta getur skilað góðum úrslitum,“ sagði Berbatov.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira