Innlent

Klónið Samson í sérstakri hundaþjálfun í Aspen

Jakob Bjarnar skrifar
Greinilegt er að Samson nýtur sín í Aspen hjá þjálfara sínum og virðist, þrátt fyrir að hafa þurft að fara í aðgerð, vera í góðu formi.
Greinilegt er að Samson nýtur sín í Aspen hjá þjálfara sínum og virðist, þrátt fyrir að hafa þurft að fara í aðgerð, vera í góðu formi. visir/Vilhelm/skjáskot af Instagram

Ted Hoff hundaþjálfari í Aspen, birti nýverið mynd af sér og Samson, hundi Dorritar Moussaieff á Instagram, og greindi frá því að þeir félagarnir hafi, verið í tíu mínútna viðtali við alþjóðlegar fréttastofur í síðustu viku. Fréttamenn hafi verið afar áhugasamar um Samson og þá ekki síst uppruna hans.

„Þar ræddum við þjálfun klónaðra hvolpa en Samson er í eigu fyrrverandi forsetafrúar og forseta Íslands,“ segir Ted Hoff.

Dorrit greinir frá því að athugasemd á Instagram-reikningi Hoff að Samson hafi þurft að fara í aðgerð, án þess að fara nánar út í það hvað það var sem hrjáði klónið en það gleðji hana mjög allt líti þetta vel út. Og bætir því við að Samson sé lifandi eftirmynd föður síns, og er þar þá væntanlega að tala um Sám.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, birti í desember myndskeið á Twittersíðu sinni þar sem sjá Dorrit og hvolpinn Samson kútveltast í snjónum. „Ást við fyrstu sýn,“ skrifaði Ólafur Ragnar. Það vakti talsverða athygli í fyrra þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi, hundi þeirra, og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur kvaddi þennan heim í janúar í fyrra. Skömmu síðar hófst klónunarferlið.

Samson, klón Sáms, kom svo í heiminn í október á þessu ári og er hann nú kominn í faðm eigenda sinna.

Svo virðist sem vel gangi með unghundinn og víst að ekki væsir um hann í Aspen, Cottonwood Ranch og Kennel sem er stórglæsilegt hundahótel og æfingabúðir fyrir hunda staðsett í Colorado í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×