Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson er frábær íþróttamaður og það kemur líklega fáum á óvart að hann hafi einnig verið öflugur inn á fótboltavellinum. EPA/PACO PUENTES Guðjón Valur Sigurðsson er bæði einn besti íþróttamaður og besti handboltamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Hann þurfti samt á sínum tíma að velja á milli handboltans og fótboltans. Guðjón Valur Sigurðsson fór meðal annars yfir fyrstu ár íþróttaferilsins í spjalli við Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Þar kom fram að hann æfði í nokkur ár hjá KR og var heillengi í fótbolta. „Ég byrja í Gróttu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá var minn aldur ekki með flokk þannig að ég spilaði upp fyrir mig. Ég endaði síðan á að fara með góðum félaga okkar, Herði Gylfasyni, á æfingar hjá KR. Hann bjó á móti mér og ég fékk að fljóta með á æfingar hjá KR í bæði handbolta og fótbolta,“ sagði Guðjón Valur. Var sterkur varnarmaður „Ég skipti síðan yfir í Gróttu þegar ég er níu ára og í fótboltanum endanlega þegar ég er tólf ára. Þá var ég kominn bæði í handbolta og fótbolta í Gróttu. Ég er þar þangað til að Grótta er sameinuð í Gróttu/KR og ég fer síðan norður,“ sagði Guðjón Valur en var hann eitthvað góður í fótbolta og hefði kannski getað gert eitthvað þar? „Ég var allt í lagi. Ég var einu sinni í úrtakshóp hjá KSÍ. Ég gat skotið fast og fékk að taka aukaspyrnur og víti. Ég var oftast í vörninni og var ágætur þar,“ sagði Guðjón Valur en það voru einhverjir sem vildu sjá hann áfram í fótboltanum. „Sigurður Helgason, þjálfari KR, sem þjálfaði okkur báða líka, hann var mjög fúll út í mig og hellti sér yfir mig þegar ég hætti í fótboltanum. Hann sagði að ég ætti stóra framtíð í fótboltanum en ég held að ég hafi valið rétt,“ sagði Guðjón Valur. Kominn í framherjann undir lokin „Ég var í fótboltanum í Gróttu og færðist alltaf framar á völlinn eftir því sem iðkendum fækkaði. Eftir að ég hætti í fótbolta þá héldum við áfram að spila og það var haldið út í flokki. Ég var kominn fram undir lokin,“ sagði Guðjón Valur. „Svo var enginn meistaraflokkur sem tók við hjá Gróttu og þá var búið að taka mig inn í meistaraflokkinn hjá Gróttu í handboltanum,“ sagði Guðjón Valur en Gauti Grétarsson tók Guðjón fyrst þangað inn. Það má heyra Guðjón Val tala um fótboltaferlinn sinn hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Valur um fótboltárin sín Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson er bæði einn besti íþróttamaður og besti handboltamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Hann þurfti samt á sínum tíma að velja á milli handboltans og fótboltans. Guðjón Valur Sigurðsson fór meðal annars yfir fyrstu ár íþróttaferilsins í spjalli við Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Þar kom fram að hann æfði í nokkur ár hjá KR og var heillengi í fótbolta. „Ég byrja í Gróttu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá var minn aldur ekki með flokk þannig að ég spilaði upp fyrir mig. Ég endaði síðan á að fara með góðum félaga okkar, Herði Gylfasyni, á æfingar hjá KR. Hann bjó á móti mér og ég fékk að fljóta með á æfingar hjá KR í bæði handbolta og fótbolta,“ sagði Guðjón Valur. Var sterkur varnarmaður „Ég skipti síðan yfir í Gróttu þegar ég er níu ára og í fótboltanum endanlega þegar ég er tólf ára. Þá var ég kominn bæði í handbolta og fótbolta í Gróttu. Ég er þar þangað til að Grótta er sameinuð í Gróttu/KR og ég fer síðan norður,“ sagði Guðjón Valur en var hann eitthvað góður í fótbolta og hefði kannski getað gert eitthvað þar? „Ég var allt í lagi. Ég var einu sinni í úrtakshóp hjá KSÍ. Ég gat skotið fast og fékk að taka aukaspyrnur og víti. Ég var oftast í vörninni og var ágætur þar,“ sagði Guðjón Valur en það voru einhverjir sem vildu sjá hann áfram í fótboltanum. „Sigurður Helgason, þjálfari KR, sem þjálfaði okkur báða líka, hann var mjög fúll út í mig og hellti sér yfir mig þegar ég hætti í fótboltanum. Hann sagði að ég ætti stóra framtíð í fótboltanum en ég held að ég hafi valið rétt,“ sagði Guðjón Valur. Kominn í framherjann undir lokin „Ég var í fótboltanum í Gróttu og færðist alltaf framar á völlinn eftir því sem iðkendum fækkaði. Eftir að ég hætti í fótbolta þá héldum við áfram að spila og það var haldið út í flokki. Ég var kominn fram undir lokin,“ sagði Guðjón Valur. „Svo var enginn meistaraflokkur sem tók við hjá Gróttu og þá var búið að taka mig inn í meistaraflokkinn hjá Gróttu í handboltanum,“ sagði Guðjón Valur en Gauti Grétarsson tók Guðjón fyrst þangað inn. Það má heyra Guðjón Val tala um fótboltaferlinn sinn hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Valur um fótboltárin sín Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira