Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 10:01 Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands, varar við of mikilli bjartsýni á að efnahagslífið takið við sér strax. Vísir/EPA Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. Mikill samdráttur hefur orðið vegna faraldursins og takmarkana eins og samkomu- og útgöngubanns sem gripið hefur verið til um víða storð undanfarnar vikur og mánuði. Atvinnuleysi hefur einnig aukist verulega, ekki síst í þjónustugreinum þar sem starfsemi hefur raskast verulega. Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands og stjórnarmaður í Seðlabanka Evrópu, varar við því að ekki sé hægt að gera ráð fyrir skjótum efnahagsbata á næstunni vegna þess að takmarkanir muni áfram þurfa að vera í gildi lengi enn. Hann telur ennfremur að of snemmt sé fyrir þýsk stjórnvöld að ráðast í efnahagslegan aðgerðapakka til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað því tilmæli um félagsforðun takmarki áhrif slíkrar innspýtingar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það væri vit í efnahagsinnspýtingu ef batinn tæki ekki almennilega við sér seinna meir,“ segir Weidmann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. Mikill samdráttur hefur orðið vegna faraldursins og takmarkana eins og samkomu- og útgöngubanns sem gripið hefur verið til um víða storð undanfarnar vikur og mánuði. Atvinnuleysi hefur einnig aukist verulega, ekki síst í þjónustugreinum þar sem starfsemi hefur raskast verulega. Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands og stjórnarmaður í Seðlabanka Evrópu, varar við því að ekki sé hægt að gera ráð fyrir skjótum efnahagsbata á næstunni vegna þess að takmarkanir muni áfram þurfa að vera í gildi lengi enn. Hann telur ennfremur að of snemmt sé fyrir þýsk stjórnvöld að ráðast í efnahagslegan aðgerðapakka til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað því tilmæli um félagsforðun takmarki áhrif slíkrar innspýtingar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það væri vit í efnahagsinnspýtingu ef batinn tæki ekki almennilega við sér seinna meir,“ segir Weidmann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira