Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:31 Frá Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Lögregla á Norðurlandi eystra hefur enn ekki getað rætt við mann sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Kópaskeri aðfaranótt laugardags. Þeir liggja báðir á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu lauk vettvangsrannsókn í gær. Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina aðfaranótt laugardags. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Þolandi árásarinnar var fluttur á gjörgæslu en samkvæmt heimildum Vísis var hann stunginn sex sinnum. Þá stóð til að taka skýrslu af meintum geranda, sem sagður er hafa brotið sér leið inn í hús þolandans. Ekki reyndist unnt að ræða við hann þar sem hann fannst rænulítill í fangaklefa sínum og var einnig fluttur á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafi lokið seint í gærkvöldi. Bergur kveðst ekki hafa upplýsingar um líðan mannanna í dag. Ekki hefur reynst unnt að taka af þeim skýrslu og staða á rannsókninni þannig eftir því. Bergur segir að þó hafi staðið til að reyna að vekja hinn grunaða í dag. Þá sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að maðurinn var rænulítill í klefa sínum. Inntur eftir því hvort lögregla hafi skýra mynd af því sem gerðist aðfaranótt laugardags segir Bergur að búið sé að taka skýrslu af einum sem var í íbúðinni. Sá hafi þó ekki orðið vitni að árásinni sjálfri. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald þar sem ekki hefur reynst unnt að ræða við hinn grunaða. Sú ákvörðun segir Bergur að muni byggjast á rannsóknarhagsmunum og því sem hinn grunaði lýsir í yfirheyrslu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þolandi árásarinnar hefði sjálfur í tvígang hlotið þriggja ára dóm fyrir hnífsstunguárás. Lögreglumál Norðurþing Tengdar fréttir Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03 Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Lögregla á Norðurlandi eystra hefur enn ekki getað rætt við mann sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Kópaskeri aðfaranótt laugardags. Þeir liggja báðir á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu lauk vettvangsrannsókn í gær. Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina aðfaranótt laugardags. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Þolandi árásarinnar var fluttur á gjörgæslu en samkvæmt heimildum Vísis var hann stunginn sex sinnum. Þá stóð til að taka skýrslu af meintum geranda, sem sagður er hafa brotið sér leið inn í hús þolandans. Ekki reyndist unnt að ræða við hann þar sem hann fannst rænulítill í fangaklefa sínum og var einnig fluttur á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafi lokið seint í gærkvöldi. Bergur kveðst ekki hafa upplýsingar um líðan mannanna í dag. Ekki hefur reynst unnt að taka af þeim skýrslu og staða á rannsókninni þannig eftir því. Bergur segir að þó hafi staðið til að reyna að vekja hinn grunaða í dag. Þá sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að maðurinn var rænulítill í klefa sínum. Inntur eftir því hvort lögregla hafi skýra mynd af því sem gerðist aðfaranótt laugardags segir Bergur að búið sé að taka skýrslu af einum sem var í íbúðinni. Sá hafi þó ekki orðið vitni að árásinni sjálfri. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald þar sem ekki hefur reynst unnt að ræða við hinn grunaða. Sú ákvörðun segir Bergur að muni byggjast á rannsóknarhagsmunum og því sem hinn grunaði lýsir í yfirheyrslu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þolandi árásarinnar hefði sjálfur í tvígang hlotið þriggja ára dóm fyrir hnífsstunguárás.
Lögreglumál Norðurþing Tengdar fréttir Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03 Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30
Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42
Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03
Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48