Vistunartími barna á leikskólum Reykjavíkur skerðist ekki þótt vinnuvikan styttist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 08:41 Vinnuvikan styttist á leikskólum borgarinnar nú um áramótin í samræmi við kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Vistunartími barna í leikskólum Reykjavíkurborgar mun ekki skerðast og ekki eru gerðar breytingar á þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra þótt vinnuvikan hafi verið stytt í skólunum nú um áramótin. Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna. Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku. Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku. Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið. Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu. „En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar. „Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Skóla - og menntamál Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna. Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku. Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku. Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið. Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu. „En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar. „Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs.
Skóla - og menntamál Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira