Samkvæmt frétt Business Inside munar um það bil milljarði Bandaríkjadala á Musk og Bezos sem stendur, en hlutabréf í Tesla, fyrirtæki Musk, hækkuðu um tæplega átta prósent í dag og stendur virði þeirra í 816 Bandaríkjadölum. Hlutabréf í Amazon hækkuðu um 0,76 prósent.
Musk svaraði færslu á Twitter í dag þar sem greint var frá því að hann væri nú orðinn ríkasti maður heims og skrifaði: „En skrítið“. Stuttu síðar svaraði hann aftur með orðuðum: „Jæja, aftur að vinna“.
Well, back to work …
— Elon Musk (@elonmusk) January 7, 2021