Eigandi Sporthússins segir reksturinn ekki standa undir sér: „Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 20:26 Líkamsræktarstöðvum verður heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum þann 13. janúar. VÍSIR Eigandi Sporthússins segir rýmkun á sóttvarnareglum hjálpa við að lágmarka tjónið sem líkamsræktarstöðvar hafa orðið fyrir. Reksturinn standi þó ekki undir sér. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að líkamsræktarstöðvum verði heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum miðvikudaginn 13. janúar. Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. „Ég er glaður að fá að opna, gera eitthvað og taka á móti fólki en var að sjálfsögðu að vona að maður fengi meira svigrúm og gæti opnað tækjasalinn aftur.“ Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar fagnar einnig rýmkuðum reglum. „Þau leggjast vel í mig. Það er ánægjulegt að fá að opna aftur eftir þriggja mánaðar lokun þannig það er bara hið besta mál.“ Svona hafa líkamsræktarstöðvar verið síðustu mánuði, mannlausar.vísir/getty Reglurnar skjóti skökku við Þröstur segir sumar reglur skjóta skökku við. „Ég skil ekki alveg rökin á bak við það að búningsklefar í sundlaugum megi vera opnir en ekki í líkamsræktarstöðvum,“ segir Þröstur. „Það er verið að heimila nánast allar íþróttir með snertingu og fleira en tækjasalir mega ekki opna. Ég skil þetta ekki alveg.“ Björn Leifsson, eigandi World Class hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og telur líkamsræktarstöðvar vel í stakk búnar til að sinna sóttvörnum. Þungur róður Þröstur segir reksturinn ekki standa undir sér. „Reksturinn stendur ekki undir sér en þetta verður kannski betra en þegar allt var lokað. Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það. Eins að svara viðskiptavinum og starfsmönnum þetta er orðið svolítið erfitt fyrir marga að geta ekki komið til vinnu og sótt sitt annað heimili, því líkamsræktarstöðvar eru fyrir marga þeirra anað heimili,“ segir Þröstur. Ágústa segir gott að þurfa ekki að bíða lengur. „Þetta er eins og það er. Við erum auðvitað í heimsfaraldri og það er ekkert við því að segja. Við þurfum bara að gera það besta í þessari stöðu sem við erum í og það er mjög ánægjulegt að við fáum að opna aftur. Við erum komin með grænt ljós frá sóttvarnalækni og höfum beðið eftir því mjög spennt.“ „Það er betra að það sé núna heldur en að maður þurfi að bíða lengur. Það er enn janúar og við skipuleggjum okkar starf eins vel og við getum þannig að við getum fengið okkar meðlimi og leyft fólki að komast á góða æfingu og stuðla að sinni góðu heilsu,‘‘ segir Ágústa. Rætt var við Ágústu í kvöldfréttum Stöðvar2 í dag. Viðskiptavinir spenntir Hún segir hljóðið í viðskiptavinum gott. „Við höfum fengið mikil viðbrögð í dag og fólk er spennt að komast á sín námskeið og í sína tíma. Við erum bara á fullu að skipuleggja þetta allt saman og koma þessu í gott horf fyrir miðvikudaginn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að líkamsræktarstöðvum verði heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum miðvikudaginn 13. janúar. Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. „Ég er glaður að fá að opna, gera eitthvað og taka á móti fólki en var að sjálfsögðu að vona að maður fengi meira svigrúm og gæti opnað tækjasalinn aftur.“ Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar fagnar einnig rýmkuðum reglum. „Þau leggjast vel í mig. Það er ánægjulegt að fá að opna aftur eftir þriggja mánaðar lokun þannig það er bara hið besta mál.“ Svona hafa líkamsræktarstöðvar verið síðustu mánuði, mannlausar.vísir/getty Reglurnar skjóti skökku við Þröstur segir sumar reglur skjóta skökku við. „Ég skil ekki alveg rökin á bak við það að búningsklefar í sundlaugum megi vera opnir en ekki í líkamsræktarstöðvum,“ segir Þröstur. „Það er verið að heimila nánast allar íþróttir með snertingu og fleira en tækjasalir mega ekki opna. Ég skil þetta ekki alveg.“ Björn Leifsson, eigandi World Class hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og telur líkamsræktarstöðvar vel í stakk búnar til að sinna sóttvörnum. Þungur róður Þröstur segir reksturinn ekki standa undir sér. „Reksturinn stendur ekki undir sér en þetta verður kannski betra en þegar allt var lokað. Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það. Eins að svara viðskiptavinum og starfsmönnum þetta er orðið svolítið erfitt fyrir marga að geta ekki komið til vinnu og sótt sitt annað heimili, því líkamsræktarstöðvar eru fyrir marga þeirra anað heimili,“ segir Þröstur. Ágústa segir gott að þurfa ekki að bíða lengur. „Þetta er eins og það er. Við erum auðvitað í heimsfaraldri og það er ekkert við því að segja. Við þurfum bara að gera það besta í þessari stöðu sem við erum í og það er mjög ánægjulegt að við fáum að opna aftur. Við erum komin með grænt ljós frá sóttvarnalækni og höfum beðið eftir því mjög spennt.“ „Það er betra að það sé núna heldur en að maður þurfi að bíða lengur. Það er enn janúar og við skipuleggjum okkar starf eins vel og við getum þannig að við getum fengið okkar meðlimi og leyft fólki að komast á góða æfingu og stuðla að sinni góðu heilsu,‘‘ segir Ágústa. Rætt var við Ágústu í kvöldfréttum Stöðvar2 í dag. Viðskiptavinir spenntir Hún segir hljóðið í viðskiptavinum gott. „Við höfum fengið mikil viðbrögð í dag og fólk er spennt að komast á sín námskeið og í sína tíma. Við erum bara á fullu að skipuleggja þetta allt saman og koma þessu í gott horf fyrir miðvikudaginn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20