Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt barst lögreglunni síðan tilkynning um líkamsárás í miðbænum.
Þrír menn voru handteknir grunaðir um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Mennirnir voru færðir í fangageymslu lögreglu.
Sá sem ráðist var á var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans en verður síðan einnig vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu. Hann var með áverka á höndum og víðar.
Upp úr klukkan fimm síðdegis var tilkynnt um umferðarslys. Ökumaður bíls ók á tvær bifreiðar, aðra í Fossvoginum og hina í Breiðholti.
Eftir seinni áreksturinn hljóp tjónvaldur af vettvangi og skildi bíl sinn eftir mjög illa farinn eftir árekstrana. Ekki urðu slys á fólki en eignatjón. Málið er í rannsókn.