Lærdómur ársins 2020 getur markað nýtt upphaf Tómas Njáll Möller skrifar 15. janúar 2021 08:00 Árið 2020 kenndi okkur svo sannarlega að óvæntar breytingar eru hluti af veruleika okkar en jafnframt, svo litið sé á jákvæðu hliðina, að við höfum miklu meiri getu til að bregðast við áföllum en okkur órar fyrir þegar hlutirnir ganga sinn vanagang og allt virðist eðlilegt. Veiran sem nú í tæpt ár hefur gert okkur lífið leitt minnti okkur á hve háð við erum náttúrunni og vanmáttug gagnvart frávikum hennar en einnig hvers við erum megnug þegar við snúum bökum saman. Nú hyllir undir að með bóluefni náum við að kveða Covid-19 í kútinn á tiltölulega skömmum tíma en við getum ekki alltaf treyst því að ná tökum á aðsteðjandi ógn og vanda innan ákveðinna og tiltölulega stuttra tímamarka. Lausn sjálfbærnihallans er tímafrek Afleiðingar loftslagsmengunar, óhóflegs ágangs á lykilvistkerfi jarðar og ógætilegrar úrgangslosunar lúta tímatali náttúrunnar sem telur í áratugum og öldum frekar en árum. Þar er ekki að vænta skyndilegs sigurs eða umbreytinga á skömmum tíma, hvað þá ársfjórðungum sem er algengt tímatal á fjármálamörkuðum. Við höfum reynt svo hressilega á þolmörk náttúrunnar og gengið á takmarkaðar auðlindir að það mun taka langan tíma að ná tökum á ástandinu, en það er gerlegt. Fyrirtæki sem áður störfuðu innan borga eða landa starfa nú þvert á landamæri og heimsálfur. Framleiðslugeta þeirra er nær takmarkalaus og eftirspurn eftir vöru og þjónustu vex hratt. Framleiðsla er því miður í of ríkum mæli í andstöðu við lögmál náttúrunnar. Hún byggir um of á notkun takmarkaðra auðlinda þar sem hráefni er ekki endurnýtanlegt nema að hluta og frákast frá framleiðslu samlagast ekki náttúrunni heldur safnast þar upp og veldur henni skaða. Á fáum áratugum hefur mannkynið þróast úr að vera lítið þorp á stórri jörð í risastóra borg á lítilli jörð. Því hefur fylgt fordæmalaus velsæld en hún er því miður ekki sjálfbær. Við erum að taka lán hjá komandi kynslóðum, skuld sem óvíst er hvernig hægt er að greiða til baka. Þjóðir og fyrirtæki bregðast við ógninni Þjóðir heims hafa þegar brugðist við þessum vanda að nokkru leyti og má nefna Parísarsáttmálann frá árinu 2015 og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í því sambandi. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um sjálfbærni, Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi 2060 og mörg ríki Bandaríkjanna hafa unnið eftir áætlunum um sjálfbærni undanfarin ár. Þá fjölgar ört í hópi fyrirtækja og fjárfesta sem skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi í starfsemi sinni fyrir árið 2050. Hér höfum við Íslendingar líka verk að vinna. En það kallar á nýja hugsun, nýjar áherslur og breyttar venjur. Um leið getur það þó falið í sér nær takmarkalaus tækifæri. Hér er lag fyrir okkur öll að vinna saman. Nú er hafinn áratugur aðgerða. Stærstu viðskiptatækifæri okkar tíma Mark Carney, fyrrum bankastjóri Englandsbanka, sagði nýlega í ræðu að öll fyrirtæki og fjárfestar þurfi að hugsa viðskiptalíkön sín upp á nýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Það gæti komið í veg fyrir að við ógnum framtíð komandi kynslóða og um leið skapað okkur stærri viðskiptatækifæri en við höfum áður séð. Við þurfum öll að hugsa um hvaða hlutverki við gegnum í þessu sambandi sem neytendur, starfsmenn, stjórnendur, fjárfestar og almennir borgarar. Um þetta hlutverk okkar og þær áskoranir sem náttúran og mannkynið standa frammi fyrir vegna okkar heimatilbúna sjálfbærnihalla verður fjallað á Janúarráðstefnu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, 28. janúar n.k. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Nýtt upphaf.“ Þar verður rýnt í hvernig við getum virkjað til góðs þær hremmingar sem við tökumst nú á við og hvernig endurræsing efnahagslífsins eftir kórónuveirufaraldurinn getur markað nýtt upphaf og gefið tóninn varðandi hvernig best er að takast á við lofslagsvána og sjálfbærnihallann. Þær gríðarmiklu fjárfestingar og innviðauppbygging sem ráðist verður í þegar hagkerfi heimsins verða endurreist eftir kórónuveirufaraldurinn setja okkur í einstaka stöðu til að styðja við sjálfbæra auðlindanýtingu, hringrásarhagkerfi, aukið félagslegt jafnvægi og skilvirkari rekstur. Slíkt kallar á samstarf opinberra aðila, fyrirtækja, einstaklinga og fjármagnseigenda. Rétt viðbrögð í dag geta verið stærstu tækifæri okkar tíma. Heimsþekktir sérfræðingar munu á ráðstefnunni veita dýrmæta innsýn í þessi mál frá alþjóðavettvangi. Auk þess munu leiðtogar íslensks viðskiptalífs greina frá hvernig mál horfa við þeim frá íslenskum sjónarhóli. Ráðstefnan verður öllum opin og streymt inn á miðla Festu og helstu vefmiðla landsins. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsleg ábyrgð Tómas N. Möller Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 kenndi okkur svo sannarlega að óvæntar breytingar eru hluti af veruleika okkar en jafnframt, svo litið sé á jákvæðu hliðina, að við höfum miklu meiri getu til að bregðast við áföllum en okkur órar fyrir þegar hlutirnir ganga sinn vanagang og allt virðist eðlilegt. Veiran sem nú í tæpt ár hefur gert okkur lífið leitt minnti okkur á hve háð við erum náttúrunni og vanmáttug gagnvart frávikum hennar en einnig hvers við erum megnug þegar við snúum bökum saman. Nú hyllir undir að með bóluefni náum við að kveða Covid-19 í kútinn á tiltölulega skömmum tíma en við getum ekki alltaf treyst því að ná tökum á aðsteðjandi ógn og vanda innan ákveðinna og tiltölulega stuttra tímamarka. Lausn sjálfbærnihallans er tímafrek Afleiðingar loftslagsmengunar, óhóflegs ágangs á lykilvistkerfi jarðar og ógætilegrar úrgangslosunar lúta tímatali náttúrunnar sem telur í áratugum og öldum frekar en árum. Þar er ekki að vænta skyndilegs sigurs eða umbreytinga á skömmum tíma, hvað þá ársfjórðungum sem er algengt tímatal á fjármálamörkuðum. Við höfum reynt svo hressilega á þolmörk náttúrunnar og gengið á takmarkaðar auðlindir að það mun taka langan tíma að ná tökum á ástandinu, en það er gerlegt. Fyrirtæki sem áður störfuðu innan borga eða landa starfa nú þvert á landamæri og heimsálfur. Framleiðslugeta þeirra er nær takmarkalaus og eftirspurn eftir vöru og þjónustu vex hratt. Framleiðsla er því miður í of ríkum mæli í andstöðu við lögmál náttúrunnar. Hún byggir um of á notkun takmarkaðra auðlinda þar sem hráefni er ekki endurnýtanlegt nema að hluta og frákast frá framleiðslu samlagast ekki náttúrunni heldur safnast þar upp og veldur henni skaða. Á fáum áratugum hefur mannkynið þróast úr að vera lítið þorp á stórri jörð í risastóra borg á lítilli jörð. Því hefur fylgt fordæmalaus velsæld en hún er því miður ekki sjálfbær. Við erum að taka lán hjá komandi kynslóðum, skuld sem óvíst er hvernig hægt er að greiða til baka. Þjóðir og fyrirtæki bregðast við ógninni Þjóðir heims hafa þegar brugðist við þessum vanda að nokkru leyti og má nefna Parísarsáttmálann frá árinu 2015 og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í því sambandi. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um sjálfbærni, Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi 2060 og mörg ríki Bandaríkjanna hafa unnið eftir áætlunum um sjálfbærni undanfarin ár. Þá fjölgar ört í hópi fyrirtækja og fjárfesta sem skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi í starfsemi sinni fyrir árið 2050. Hér höfum við Íslendingar líka verk að vinna. En það kallar á nýja hugsun, nýjar áherslur og breyttar venjur. Um leið getur það þó falið í sér nær takmarkalaus tækifæri. Hér er lag fyrir okkur öll að vinna saman. Nú er hafinn áratugur aðgerða. Stærstu viðskiptatækifæri okkar tíma Mark Carney, fyrrum bankastjóri Englandsbanka, sagði nýlega í ræðu að öll fyrirtæki og fjárfestar þurfi að hugsa viðskiptalíkön sín upp á nýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Það gæti komið í veg fyrir að við ógnum framtíð komandi kynslóða og um leið skapað okkur stærri viðskiptatækifæri en við höfum áður séð. Við þurfum öll að hugsa um hvaða hlutverki við gegnum í þessu sambandi sem neytendur, starfsmenn, stjórnendur, fjárfestar og almennir borgarar. Um þetta hlutverk okkar og þær áskoranir sem náttúran og mannkynið standa frammi fyrir vegna okkar heimatilbúna sjálfbærnihalla verður fjallað á Janúarráðstefnu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, 28. janúar n.k. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Nýtt upphaf.“ Þar verður rýnt í hvernig við getum virkjað til góðs þær hremmingar sem við tökumst nú á við og hvernig endurræsing efnahagslífsins eftir kórónuveirufaraldurinn getur markað nýtt upphaf og gefið tóninn varðandi hvernig best er að takast á við lofslagsvána og sjálfbærnihallann. Þær gríðarmiklu fjárfestingar og innviðauppbygging sem ráðist verður í þegar hagkerfi heimsins verða endurreist eftir kórónuveirufaraldurinn setja okkur í einstaka stöðu til að styðja við sjálfbæra auðlindanýtingu, hringrásarhagkerfi, aukið félagslegt jafnvægi og skilvirkari rekstur. Slíkt kallar á samstarf opinberra aðila, fyrirtækja, einstaklinga og fjármagnseigenda. Rétt viðbrögð í dag geta verið stærstu tækifæri okkar tíma. Heimsþekktir sérfræðingar munu á ráðstefnunni veita dýrmæta innsýn í þessi mál frá alþjóðavettvangi. Auk þess munu leiðtogar íslensks viðskiptalífs greina frá hvernig mál horfa við þeim frá íslenskum sjónarhóli. Ráðstefnan verður öllum opin og streymt inn á miðla Festu og helstu vefmiðla landsins. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar